Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Side 12

Samvinnan - 01.06.1946, Side 12
SAMVINNAN 6. HEFTI JDRUNN ÓLAF5DDTTI R, 5ÖRLA5TÖÐUM : ^3 ^J3úámœ$rcióhó i ctnum ct X ctugum XJm herbergi þessi ég hugfangin geng, því hér birtir yndið sín völd, — hér litskreyttan refil og renning má sjá og rósofin klœöi og tjöld. Hvert vetrarskeið efnileg ungmeyjasveit hér unir við verklega mennt.. Hið andlega gull mun þó einnig hér kynntr og öllum til dáða er bent. Af listrœnum dúkum og dreglum er nóg og dragtjöldum lokrekkju við. — Og hillur og bríkur hér víðsvegar um, — þcer vitna um fjölhœfan smið. — — Þœr sitja við ylríka arininn hér, þá úti er myrkur og fjúk, og blómsveiga skapa með skyttu og nál í skrautlegan refil og dúk. Hér þjóðlegir stólar og þilkistur sjást, því þjóðlegan svip hér allt ber. Og veggina myndir og málverk fá skreytt, og markvert er bókasafn hér. Og húsmunur sérhver um hugvit ber vott og heilbrigðan listsmekk og snilld. Hið fjölbreytta skraut prýðir fölskvalaus blœr — sú fegurð, sem hrein er og mild. Um hugskotoið ylur og unaður vefst, er augað þá blœfegurð sér. Menn getur um fjölmargar dásemdir dreymt í dísahöll þessari hér. Hver einasta mey, sem í uppvexti fœr þá auðnu að hljóta hér vist, hún œtti hér ósviknum þroska að ná og auðgast að þjóðlegri list. — Þú ágœti skóli ert sýslunni sœmd, þú sendir þín áhrif svo vítt. — Sé blessuð sú mund, er þig mótaði fyrst og mest hefur eflt þig og prýtt. Og heill sé þeim öllum, sem helga þér starf með heiðri á framtíðarbraut. — Ég bið þess, að œ verði blœhreint þitt nafn og bjart um þitt þjóðlega skraut. Jórunn Ólafsdóttir,. Sörlastöðum.. 172

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.