Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 13
6. HEFTI SAMVINNAN GUNNLAUGUR SNGRRASDN Á GEITAFELLI: „Mér eru fornu rriLnnin kær" Vorið 1873 flytja foreldrar mínir, Snorri Oddsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, eldra Illugasonar frá Bald- ursheimi, frá Langavatni hingað fram í Geitafell. Hér bjó þá Sigríður, ekkja eftir Sigurð Kristjánsson frá Kasthvammi, bróður Sigtryggs, er þar bjó lengi og fluttist þaðan til Ameríku. Sigríður húsfreyja var systir móður minnar. Ráðsmaður hjá henni var Jónatan Brandsson, bróðir Eyjólfs á Stóru-Reykjum. En því get ég Jóna- tans hér, að hann var heimilismaður í Geitafelli lengst af, á meðan faðir minn lifði. Þegar Sigríður hætti að búa og faðir minn tók við jörðinni, fór Jónatan austur á land, en var þar aðeins eitt ár. Kom hingað og varð í húsmennsku hér, en var á fæði hjá foreldrum mínum fyrir 40 aura á dag í öll þau ár, er hann var hér, heyjaði í samvinnu við föður minn og hafði kindur og hross á heyjum. Fór vel á með þeim. Báðir gætnir og góðir menn og skiptu aldrei skapi. Jónatan var greindur maður, fámálugur og sást aldrei á honum þykkja. Aðeins roðnaði í andliti, ef hann varð fyrir móðgun eða þótti fyrir. í dagbókum föður míns er Jónatans eðli- lega oft getið, og er það þessi maður. — Þegar faðir minn fór hingað, varð hann vinnu- maður og hafði mig á kaupi sínu, og hálfan mánuð átti hann sig um sláttinn til þess að heyja fyrir kindum sínum. Móðir mín var í húsmennsku og hafði Guðrúnu systur mína hjá sér. Hún varð kona Torfa pósts Sæmundssonar, er bjó á Birningsstöðum í Laxárdal. Aðra systur átti ég líka þá, Björgu Emelíu. Hún var á fóstri hjá Aðalbjörgu Illugadóttur í Syðri- neslöndum. Var hún föðursystir móður minnar og hafði einnig fóstrað hana upp frá 8 ára aldri. Einn dreng höfðu foreldrar mínir eignazt, er dó fárra vikna, Sigurð að nafni. Seinna eignuðust þau 2 dæt- ur: Sigríði Kristrúnu, er kona varð Hjálmars Krist- jánssonar, er bjó um skeið á Húsabakka, en fluttist þaðan til Siglufjarðar og ílengdist þar, og Jakobínu, er dó úr kíghósta á 3. árinu. Það varð móður minni mikið og sárt áfall. Á föður mínum sá aldrei, hvað sem fyrir kom. Hann var alltaf sami stillingar maður- inn. Talaði aldrei ljótt orð eða blótaði. Þegar aðrir sumir hefðu kveðið að — sem kallað er — þá sagði hann: „ólukku ormurinn“ eða „skollans tóan“. Ég er viss um, að hann hefur aldrei sagt ósatt vísvitandi, það fyrirleit hann. Orðtak hans og stefna var: „Ekki að sýnast, heldur vera“. Því er mér það óskiljanlegt, sem segir í „Sögu Kaupfélags Þingeyinga“ eftir Jón Gauta Pétursson, þar sem hann segir, að Benedikt á Auðnum hafi fyrstur orðið til að segja, að nú yrði Kaupfélagið að fá skip með vörur norður fyrir land, um miðjan veturinn 1887. Ég hef ekki heyrt það fyrr. Það hefur fram að þessu verið álitið, að faðir minn hafi fyrstur bent á það ráð til bjargar félag- inu. Og það telur Jónas Jónsson í „Samvinnunni“ fyrir nokkrum árum. Þar segir hann, að það hafi verið faðir minn, er fyrstur kom með þá tillögu. — Mér eru kærir báðir þessir menn. Og sízt vildi ég verða til þess á nokkurn hátt að rýra orð og verk Benedikts á Auðnum, til þess var hann of hjartfólg- inn vinur okkar beggja, föður míns og minn. En föður mínum hlýtur að hafa verið kunnugt um, að það var litið svo á af öllum, að hann hefði átt fyrst- ur hugmyndina um pöntun skipsins, þó að ég heyrði hann aldrei minnast á það. Ég heyrði það frá öðrum. Ég hef talað um þetta atriði við frú Aðalbjörgu Benediktsdóttur. Hún sagði mér, að ég mætti bera sig fyrir því, að faðir sinn hefði sagt bæði sér og öðrum, að Snorri í Geitafelli hefði átt uppástunguna. Það er ólíkt föður mínum að leiðrétta ekki þá mis- sögn, ef hann hefði átt að gera það. Friðrik Guð- mundsson frá Syðralóni á Langanesi segir í Endur- minningum sínum, þar sem hann minnist á föður minn, að hann hafi verið „háttprúður, yfirlætislaus, greindar maður“, og það sama held ég, að öðrum hafi fundizt, er honum kynntust. Hann mundi því ekki hafa kært sig um að vera borinn neinu oflofi á kostnað annarra. Frá sjónar- miði Sögunnar skiptir það engu máli, hvor þessara manna átti tillöguna. Hins vegar finnst mér, að hver maður eigi rétt á að njóta sannmælis. Og ég tel, að á Gauta hvíli skylda til að sanna, að hann fari hér með rétt mál, þar sem hann rengir nálega 60 ára gamla skoðun almennings, sem hefur verið skjal- fest og enginn hefur áður orðið til að bera brigður á, og er skylt að hafa það, sem sannara reynist. Nú þó okkur greini á í þessu atriði, Gauta og mig, þá er eins og mér finnist ég hitta aftur gamlan æsku vin á sumum blaðsíðunum í bók hans „Sögu Kaup- félags Þingeyinga“ — vin, sem frá því ég var 12 ára og fram á þennan dag hefur verið mér ein kærasta hugsjón framtíðar og ein hin hlýjasta endurminning liðnu áranna, og þó líklega einkum unglingsáranna. Mér eru svo minnistæð þau árin og kynni mín af þeim mönnum, sem stofnuðu Kaupfélagið og voru þar mestir og beztir starfmenn fyrir félagsheildina. Að vísu er ekki rétt að nefna til þess einungis fáa forustumenn, þó þeir væru höfði hærri en almenn- ingur. Það runnu margar stoðir undir þann félags- skap, og þó að sumar hafi kannske sýnzt vera grann- ar fljótt á litið, þá voru það nú samt þær, sem á varð að byggja og í reyndinni brugðust ekki, en voru hugsjóninni trúar. — Mig hefði langað til þess, að getið hefði verið í sögunni fleiri manna en kostur hefur verið á. Ég tek til dæmis Jón Jónsson á Mýri í Bárðardal. Ég held, að Kaupfélagið eigi eða hafi átt honum mjög mikið að þakka. Ég hygg, að hann hafi orðið að sýna einbeittni og lipurð til þess að fá suma sveitunga sína til þess 173

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.