Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 7
6. HEFTI SAMVINNAN óvenjulega snjöllum mönnum: Benedikt Sveinssyni, Bjarna Jónssyni frá Vogi og Magnúsi Magnússyni frá Cambridge. Unnur var búin ágætum námsgáfum, hafði lesið mikið heima í föðurgarði. Hún var vel undir það búin að hafa hin beztu not af kennslu og kynn- ingu við þá þrjá afburðamenn, sem kenndu henni tungumál og bókmenntir. Veturinn í Reykjavík varð henni þýðingarmeiri heldur en löng skólaganga verð- ur mörgum manni. Þennan sama vetur byrjaði Hulda, því að svo nefndi hún sig þá, að birta mörg af kvæðum sínum í blöðum og tímaritum, sem Benedikt Sveinsson og Bjarni Jónsson stóðu að. Hún varð þá fyrir þeirri óvenjulegu viðurkenningu, að Einar Benediktsson orti til hennar fagurt kvæði, með lofsamlegri hvatningu um að halda örugg áfram á skáldabrautinni. Þennan sama vetur kynntist Hulda tveimur höfuðskáldum samtíðarinn- ar: Benedikt Gröndal og Þorsteini Erlingssyni. Höfðu þeir báðir hinar mestu mætur á hinni ungu skáldkonu, og vildu gera veg hennar í öllu. Eftir þennan vetur var Hulda búin að taka öruggan og veglegan sess með- al íslenzkra skálda. Hún túlkaði á rómantískan hátt fegurð dalsins og fegurð lífsins. Stundum tengdi hún höndin við þjóðkveðskap fyrri alda, eins og í þulum aínum, sem nutu strax mikilla vinsælda og hafa mik- ið og varanlegt gildi. Eftir hina skömmu námsdvöl í Reykjavík hvarf Hulda heim til átthaganna og giftist heitmanni sín- um, Sigurði Bjarklind, síðar kaupfélagsstjóra á Húsa- vík. Varð Húsavík um langa stund heimili þeirra hjóna. Þar áttu þau glæsilegt heimili, nokkur börn og uiikil störf. Sigurður Bjarklind var um langa stund leiðtogi í Kaupfélagi Þingeyinga og í Húsavíkurbæ. Hann var íþróttamaður, fjörmaður, gleðimaður, og ■svo raungóður, að hann vildi leysa hvers manns vand- veeði. Þau Bjarklindshjónin reistu skála sinn yfir þvera þjóðbraut. Þar var hin mesta gestrisni sýnd íafnt héraðsmönnum eins og þeim, sem komnir voru um langa vegu. Heimili þeirra var stórt og mann- margt. Frúin hafði meira en nóg að gera við „önn öagsins". En samhliða stóru og erfiðu húsmóðurstarfi var Hulda sístarfandi að andlegum efnum. Þau hjón komu upp stóru bókasafni. En samhliða því var bóka- safn Benedikts Jónssonar mesta vopnabúr Þingeyinga. hó að bókavörðurinn væri ekki skáld, þá viðaði hann að hinum beztu skáldum, sem völ var á. Hulda naut starfsins og bókanna, og fullnægði skáldþrá sinni. Eftir fyrra stríðið brá hún sér tveim sinnum frá búi og börnum til Noregs, Danmerkur og Englands, dvaldi þá meðal annars alllengi í Oxford hjá nafnkenndum manni Sir William A. Craigie, prófessor. Ekki hreyttu utanferðirnar vinnubrögðum hennar. En þær voru eðlilegur liður í þróun rithöfundar, sem hafði fullmótazt á unga aldri, en vildi fylgjast með báru- slætti samtíðarinnar. Hulda var sístarfandi sem skáld og rithöfundur í 40 ár, frá því að hún tók að birta ljóð sín hjá Bene- dikt Sveinssyni í Ingólfi og fram á vordaga 1946. Hún var óþreytandi eljukona, en heilsan ekki sterk að sama skapi. Mikið af sögum sínum, ævintýrum og ljóðum ritaði hún í þrálátum veikindum. Áhuginn bar hana yfir alla erfiðleika. Tímarnir breyttust og nýjar stefnur ruddu sér braut í skáldskap og listum. Tvö ægileg stríð eyddu hálfum heiminum. Mörgum skáldum og listamönnum varð svo hverft við, að þeir tóku að tigna mest það sem ljótt var og ógöfugt í mannslífinu. En Hulda yfir- gaf ekki æskuhugsjónir sínar, heldur hélt áfram að tigna fegurð og manngöfgi mitt í ölduróti menning- arinnar. Og skömmu áður en hún andaðist, vann hún einkennilegan og merkilegan sigur. Hún orti mest um- talaða og mest dáða kvæðið til vegs lýðveldinu, sem endurreist var mitt í hörmungum styrjaldarinnar 17. júní 1944. í þessu kvæði beitti Hulda, enn sem fyrr, hugsjónaaðferð sinni frá draumatíma aldamótanna. Hún tignaði enn sem fyrr fegurð dalsins, fegurð lands- ins og göfgi tungunriar. Hátíðarljóðið frá lýðveldis- árinu var síðasta bókmenntaafrek Huldu. Með því var lokið löngum starfsdegi, þar sem skáldkonan gaf þjóð sinni til ævarandi eignar fagrar rósir og enga þyrna. J. J. Wú remup óctiH------------- Nú rennur sólin í roðasœ og rökkrið stígur í dali, heiðsvalinn flýgur hreinn og tœr um hájökla hvíta sali. „Valurinn flýgur vítt yfir skóga“. Kvöldið á björtum bjarmavœng brosandi svífur víða, blómdögg fellur á blöð og strá, blœkyrrt er skjólið hlíða. „Valurinn flýgur vítt yfir skóga“. Hvar sem blómtár og bjarmi skín bláu augunum þínum, verði þér kvöldið vœrt og fritt, vefji þig friði sínum. „Valurinn flýgur vítt yfir skóga“. HULDA. 167

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.