Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 25
6. HEFTI SAMYINNAN hlaupir í felur eins og flón, ef gest ber að garði, og sért dauðhrædd við lögregluna. — Hvað á fólk að halda um svona háttalag? Athugaðu það — og vertu sanngjörn og réttlát! En ég geri að minnsta kosti allt sem ég get til að trúa engu, — úr því að ég veit ekkert.“ Hann fann, að Aníta fór að linast og missa móðinn. Allt í einu fól hún andlitið í höndum sér og tók að gráta. Hjálmari varð svo bilt við, að hann fékk ekki ráð- rúm til að hugsa um, hvað gera skyldi og leggja á sig hömlur. Áður en hann vissi af, hafði hann lagt vernd- ararm um hana og dregið hana nær sér. — Hann rankaði ekki við sér fyrr en hún hjúfraði sig grátandi að honum og hvíldi andlitið við öxl hans. „Ó, Hjálmar, ég þoli þetta ekki“, stamaði hún yfir- komin af ekka, „þoli ekki að vera svona einmana, hrædd og útskúfuð". Hann klappaði ósjálfrátt og heldur stirðlega á koll- inn á henni. „Þú þarft ekki að vera hrædd. Leitaðu til mín, ef eitthvað er að. Ég skal hjálpa þér“. Aníta leit upp, reigði sig dálítið aftur á bak og reyndi að líta framan í Hjálmar. „En ef ég væri nú hrædd við þig líka“, sagði hún mæðulega. „Við mig?“ sagði Hjálmar steinhissa. „Já, af því að þú ert eins og ég sagði þér áðan“. „En þú hefur enga ástæðu til þess“. Aníta laut aftur höfði, svo að það hvíldi á öxl Hjálmars. „Ekki núna — ekki þessa stundina...“ sagði hún lágum rómi. „Aldrei“, sagði Hjálmar með sannfæringarkrafti. Þessa stundina mundi hann ekkert eftir því, að hann væri húsbóndi og hún kaupakona, minntist þess ekki, að hann vissi engin deili á henni og líkur til, að hún væri vís til alls. Hann mundi það eitt, að hún var veikbyggð, varnarlaus og hrædd stúlka, sem leit- aði traust hjá honum, af því hún átti engan að, og karlmannslund hans fannst sér skylt að vernda hana og verja. Hann varð gagntekinn af góðvild, sem hann átti ekki vanda til, og vissi varla, hvaðan á sig stóð veðrið. „Aníta, þú mátt treysta mér ...“ sagði hann þýð- lega. „Geturðu það ekki?“ „Jú, víst vil ég það“, svaraði hún þreytulega og smeygði sér úr faðmi hans. Svo rétti hún honum hendina. „Þakka þér fyrir, Hjálmar“. Hann hélt andartak í hönd hennar, og allt í einu kom að honum nærri óstjórnleg löngum til að grípa hana aftur í faðm sinn og kyssa hana. En hann átt- aði sig jafnharðan og sleppti hönd hennar snögglega, eins og hann hafði brennt sig. Hann varð að gæta sín og ekki gera neitt það, er hann þyrfti að fyrirverða sig fyrir. Ef hann ætlaði að vernda hana gegn öðrum og síðan .... Nei, slíkt gæti hann ekki látið um sig spyrjast. „Þú getur ekki verið hérna“, sagði hann. „Viltu ekki flytja inn í bæ? Ég skal fá mömmu til... “ „Nei, fyrir alla muni, nei!“ greip Anita fram í. — „Ekki inn í bæinn! Þar mundi ég kafna, — eins og allt er núna. Það koma varla fleiri í nótt“. „Nei, áreiðanlega ekki. Og eftirleiðis geturðu haft stóra seppa hjá þér á nóttunni. Það hefði mér átt að hugkvæmast fyrr! En nú skaltu koma, annars færðu engan svefn“. Hún tók drenginn upp og gekk hljólega út á eftir Hjálmari. Hann fylgdi henni alveg heim að skemmu- dyrum. „Góða nótt, og sófðu rótt“, sagði hann í hálfum hljóðum. „Þakka þér fyrir“, sagði hún í sama róm. Báðum fannst sem þessar stuttu, hversdagslegu setningar væru töfraorð, er segðu allt, er segja þurfti, — en hvorugt gerði sér grein fyrir, hvernig á því stæði. 13. KAFLI. Aníta „talar útlenzku“. „Nei, nú er nóg komið af svo góðu!“ sagði Kari við Hjálmar daginn eftir. „Nú læt ég Önnu fara um mán- aðamótin, hvað sem þú segir“. Hún kallaði Anítu oftast Önnu. „Hvers vegna?“ spurði Hjálmar, þótt hann vissi vel, hvað undir bjó. „Já, ég vil heldur reyna að komast af með Agnesi eina en hafa svona fólk í mínum húsum. í nótt... “ Hún beygði sig að Hjálmari til þess að gefa orðum sínum meiri áherzlu. „í nótt var tatari hérna á ferð- inni, hvort sem þú trúir því eða ekki, — og Anna hleypti honum inn. Ég sá sjálf, að hann fór inn í skemm,una“. „Það veit ég vel“, svaraði Hjálmar hinn rólegasti. „Hann kom líka fljótt út aftur“. „Já, ég heyrði í hundinum, þó að ég nennti ekki að athuga það nánar. Það var gott og blessað. að þú rakst hann burtu, en það mætti æra óstöðugan, og nú rek ég stelpuna í burtu, alveg hiklaust. Úr því að hún dregur að sér tartaralýð, máttu reiða þig á, að það er hún sem hefur tekið...“ „Taktu nú ekki til með skeiðina eina ferðina enn!“ sagði Hjálmar óþólimóður. „Ég veit eins vel og þú, að Kalli flækingur var hér á ferli í nótt og fór inn í skemmuna, en ég veit líka, að Aníta var þar ekki“. „Sv—o? Þá heíur hún verið að flækjast úti með einhverjum öðrum. „Mamma!“ sagði Hjálmar, þungur á brúnina. „Þú leggur aumingja stúlkuna í einelti. Hvað hefur hún eiginlega gert af sér? Láttu hana í friði. Láttu það ekki um okkur spyrjast, að við séum ranglát og dæm- um eftir eintómum getsökum og kjafthætti, sem eng- inn fótur er fyrir“. Kari horfði andartak rannsóknaraugum á son sinn. „Nú, jæja ... !“ sagði hún og dró seiminn. „Er því þannig varið ... ! Stelpan er snotur, og þá er ekki að sökum að spyrja. — Heimskir eru karlmennirnir!" „Ég held að þú sért að verða elliær! sagði hann. „Þú getur haldið, hvað þú vilt, en láttu það ógert að ákæra fólk fyrir það, sem enginn fótur er fyrir. Á sömu stundu og Aníta gerir sig seka um eitthvað óheiðarlegt, skal ég vera fyrstur manna til að reka hana í burtu, — en þangað til verður hún hér kyr“. 185

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.