Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 2
Gjammið við
YEGFARENDUR þekkja rakkagelt að bi£
reiðum, sem aka um þjóðveginn. Sé bi£-
reiðin ein á ferð, er seppi duglegur að gelta.
Fari margar bifreiðar saman, hamast hann
að fyrstu bifreiðinni, en síðan gerizt hann
svo mæðinn og mæddur, að þegar síðasta bif-
reiðin í lestinni ekur fram hjá bænum, heyr-
ist aðeins eitt gelt eða tvö, en síðan lötrar
seppi lieim á leið, með rófuna milli fótanna,
og þykir sín ferð ill orðin. Þessi reynsla veg-
farenda minnir á atburð, sem gerðist hér á
landi á s. 1. ári og er raunar enn að gerast.
Snemma á árinu 1947 varð það að samning-
um í milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og
Olíufélagsins h.f., sem Samband ísl. sam-
vinnufélaga hafði haft forgöngu um að
stofna, að félagið keypti olíustöð þá i Hval-
firði, er ríkið hafði skömniu áður keypt af
Bandaríkjastjórn. Þessi kaup ollu miklu há-
reisti við þjóðveginn. Reynt var að glefsa í
þá menn, sem stóðu að þessu yngsta fyrirtæki
samvinnumanna í landinu, og saka þá um
leppmennsku fyrir erleut ríki, sköpun þjóð-
hættulegrar aðstöðu í landinu og fram eftir
þeim götunum. Raunar breytti þetta gelt
ekki rás sögunnar. Ferðin var ekki stöðvuð
vegna þess. Það er hægt að gera ýmislegt með
áróðri, en það er áróðurstækninni ofviða, að
búa til erlent leppfyrirtæki úr félagi, sem fyrst
allra olíufélaga á landinu er reist á íslenzku
fjármagni einvörðungu, eða koma landráða-
stimpli á trúnaðarmenn samvinnufélaganna
í landinu. Síðan olíustöðin var keypt, hefur
orðið ör framþróun þessarar alíslenzku olíu-
verzlunar. Jafnframt liefur hljóðnað gjammið
við þjóðveginn. Staðreyndirnar hafa liðið svo
hratt yfir tjald sögunnar, að eftir fyrstu
hlaupin og háreistin að þeim, hefur dregið
allan mátt úr gjamminu, og nú heyrist að-
eins eitt og eitt bops við og við.
ESSI leikur gat ekki öðruvísi farið. Reynsl-
an hefur þegar kveðið upp sinn dóm um
þýðingu þess starfs, sem hófst með stofnun
Olíufélagsins árið 1946, fyrir forgöngu Sam-
bandsins, og hún hefur sömuleiðis fellt dóm
sinn yfir ódrengilegustu og ógeðfelldustu
herferð, sem saga síðari tíma kann að greina
frá, gegn forvígismönnum samvinnufélag-
anna og athafnalífsins í landinu.— „Samvinn-
an" greindi fyrir nokkru frá helztu niðurstöð-
um frá fyrsta aðalfundi Olíufélagsins. Þar
var m. a. sagt frá því, að hlutafé þess væri
rétt um 2 millj. króna. Af þessu hlutafé áttu
Sambandið og kaupfélögin ásamt olíusamlög-
um útvegsmanna, nær 1,5 millj. króna, en
þjóðveginn
togaraútgerðarfélög landsmanna 420 þúsund.
Einstaklingar áttu 113 þúsund krónur af
hlutafénu. Það er augljóst, að eigendur og
stjórnendur fyrirtækisins er samband kaup-
fclaganna í landinu, kaupfélögin sjálf, sam-
vinnufélög útgerðarmanna, og togarafélögin,
sem eiga og reka afkastamestu framleiðslu-
tæki landsmanna. Það er ennfremur augljóst,
að þeir, sem standa að þessum fyrirtækjum,
eru framleiðendur til sjávar og sveita, sá
kjarni þjóðarinnar, sem ber hita og þunga
dagsins við framleiðsluna og öflun lífsnauð-
synja fyrir þjóðarbúið í heild. Allir, sem
þekkja til nýtízku iramleiðslustarfa, vita,
hversu geysiþýðingarmikill liður olían er orð-
in við þau störf, og á hve miklu veltur, að
þessi nauðsynjavara sé fáanleg sem víðast,
með sem hagkvæmustum kjörum. Samtök
framleiðenda um olíusöluna eru því ein hin
merkustu tíðindi, sem gerzt hafa i athafna-
málum landsins á síðari árum, og hinn stór-
stígi vöxtur þessara samtaka á skömmu tímn-
bili bendir eindregið til þess, hver þörf var
á því, að hefja starl' á þessum vettvangi, á
íslenzkum grunni, með íslenzka hagsmuni
fyrir augum.
AAÐALFUNDI Olíufélagsins var upplýst,
að í árslok 1947 hafi i/s af allri olíuverzl-
un landsmanna verið í höndum samvinnu-
manna. Enginn þarf að efast um, að það eru
kaupin á Hvalfjarðarstöðinni, ásamt þörf
framleiðslunnar fyrir nýja olíuverzlun, sem
gerði þessa öru þróun á einu ári mögulega.
í Hvalfirði fékkst aðstaða til þess að geyma
75 þúsund tunnur af olíu og benzíni. Þessi
aðstaða varð til fyrir rás viðburðanna og
það var beinlínis geysihagkvæmt fyrir þjóð-
arbúið að notfæra sér hana. Þá opnuðust
leiðir til þess að taka stóra olíufarma. Þegar
hafa margir slíkir farmar komið til landsins,
í stærri mæli en nokkru sinni fyrr. Með því
að eyðileggja Hvalfjarðarstöðina, hefði þess-
um tækifærum verið glatað, íslenzki togara-
flotinn hefði orðið að leita annað til olíu-
töku, jafnvel til erlendra hafna, og smáfram-
framleiðendur úti um landið, hefðu orðið
að bíða enn lengur en nú er raunin á eftir
því, að olíufélagið næði með viðskipti sín til
þeirra.Hvalfjarðarstöðin opnaði möguleika
til þess að hefja starf í stórum stil þegar á
árinu 1947, hún flýtti því mjög, að smáfram-
leiðendur úti um landið fengju aðstöðu til
olíukaupa frá félaginu. Ferðamenn, sem hafa
farið um landið á þessu sumri, hafa haft
gott tækifæri til þess að sjá merki þess. Víðs
vcgar um byggðir landsins liafa risið upp-
olíugeymar frá félaginu. Bændum, sem nú.
taka véltæknina í vaxandi mæli í þjónustu
sína, hefur verið gert kleyft að fá brennslu-
olíur á vélarnar án þess að þurfa að sækja
þær langar leiðir, olíusamlögin hafa fengið
aðstöðu til að starfa. En þótt vel hafi miðað
að því marki að auðvelda allan vélarekstur
framleiðslunnar, er mikið óunnið. Víða skort-
ir enn fullnægjandi aðstöðu. En biðin eftir
henni hefði orðið lengri, ef gjammið við
þjóðveginn hefði megnað að trufla þessa.
heillavænlegu þróun.
STARFSTÍMI olíufélagsins er enn skamm-
ur og vissulega er langt frá því, að nokkru;
lokatakmarki sé náð. En það er þó þegar séð,
að þessi félagsskapur hefur mikil verkefni
að vinna til hagsbóta fyrir framleiðendur
til lands og sjávar. Innan nokkurra ára mun
fullkomið, íslenzkt dreifingarkerfi tilbúið í
landinu. Það er von samvinnumanna, að-
j^ess verði heldur ekki langt að bíða, að hin
alþjóðlega samvinnuheildsala á olíum, sem
stofnuð var af samvinnusamböndum margra
landa á alþjóðaþingi samvinnumanna í Zú-
rich árið 1946, gerist virkur þátttakandi í
olíuverzlun heimsins. Fyrir framtak Sam-
bandsins og hinna nýju olíusamtaka hér,
verður þá opin leið fyrir íslenzkan þjóðar-
búskap, að verða aðnjótandi þess árangurs,
sem þessi alþjóðasamvinna mun hafa í för
með sér. Á meðan hún er enn of ung, mun
hið íslenzka olíufélag halda áfram að búa í
haginn og létta undir með framleiðslunni,
hornsteinum þjóðfélagsins.
í stuttu máli
Samvinnusamkomur á Norðausturlandi
og Austfjörðum.
Erindreki SÍS, Baldvin Þ. Kristjánsson, hef-
ur ekki lialdið kyrru fyrir að undanförnu.
í síðasta hefti var sagt frá 19 samkomum
samvinnumanna á Vestfjörðum, sem hann
mætti á. Síðan hefur það skeð, að erindrek-
inn hefur ferðazt um Norðausturland og
Austfirði, flutt þar fyrirlestra og sýnt kvik-
myndir. Á 29 dögum — frá 13. ágúst til 10.
sepetmber — voru samtals haldnir 30 fræðslu-
fundir á vegum kaupfélaganna, en auk þess
flutti Baldvin sérstakt erindi um samvinnu-
mál í boði Sambands austfirzkra kvenna, á
aðalfundi þess á Egilsstöðum, sunnudaginn
5. september. Allar voru þessa samkomur vel
sóttar og sumar frábærlega. Einkum segist
erindrekinn hafa furðað sig á sókn Suður-
Þingeyinga á nokkra fundi, sem haldnir voru
kl. 2 að degi, fyrir sláttarlok. Flestir fundir
voru lialdnir á félagssvæði Kaupfélags Þing-
eyinga, samtals 10, og stjórnuðu þeim ýmist
Framhald á bls. 37.
SAMVINNAN
Útgefandi:
Samband íslenzkra
samvinnufélaga
Ritstjóri:
Haukur Snorrason
Afgreiðsla:
Hafnarstræti 87,
Akureyri. Sími 166
Prentverk
Odds Björnssonar
Kemur út einu
sinni í mánuði
Árgangurinn kostar
kr. 15.00
43. árg. 9.-10. hefti
Sept.- okt.
1948
2