Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 3
Húsavik, athafnabærinn við Skjdlfandaflóa, vagga islenzlis samvinnustarfs. Nokkrar skyndimyndir úr Þingeyjarsýslu litum, að ógleymanlegt er. Óvíða á landinu mun jafn mikill og samfelld- ur lyng- og skógargróður og í Suður- Þingeyjarsýslu. Heiðar og ásar eru fag- urgræn yfirlitum um hásumarið, en þegar hausta tekur og hinar fyrstu frostnætur ganga í garð, tekur lands- lagið á sig nærri því ævintýralegan, fólgulan og dimmrauðan svip. — Við lögðum af stað frá Akureyri fyrir sól- arupprás, í björtu og fögru veðri. Ætlunin var að koma svo snemma til Húsavíkur, að starfið í brauðgerðinni og mjólkursamlaginu væri í fullum gangi. Eftir rigningarsama og súldar- lega tíð, skein nú upp og hinir sér- kennilegu litir og svipbrigði lands- lagsins nutu sín dásamlega vel í haust- sólinni. Húsavík er snotur bær, og blasir það raunar við ferðamönnum, á hvaða árstíma sem er, en sérstaklega er ánægjulegt að koma þangað á björtum haustmorgni, því að þá er e. t. v. eitt hið bezta tækifæri til þess að kynnast hinu mikla og vaxandi at- hafnalífi bæjarins. Þá iðar allt af lífi og starfi í hinni fögru umgjörð nátt- úrunnar. Sagt frá nýjum samvinnufyrirtækjum í elztu samvinnubyggð landsins ÞAÐ er gaman að renna huganum til þess, þegar ekið er inn í bæ- inn, að það eru ekki nema sextíu og sex ár síðan Jakob Hálfdánarson var að bogra við að refta gryfju nokkra, sem enskir laxveiðimenn höfðu gert FYRIR nokkru eru tekin til starfa í H ú s a v í k, tvö merkileg sam- vinnufyrirtæki, sem komið hefur ver- ið á fót, fyrir forgöngu Kaupfélags Þingeyinga. Þessi fyrirtæki eru: Mjólkursamlag Kaupfélags Þingey- inga, sem hóf strafsemi sína hinn 1. október 1947 og er því ársgamalt um þessar mundir, og Brauðgerð K. Þ. h/f sem tók til starfa í júnímánuði s. 1. Fréttamaður „Samvinnunnar" gerði sér ferð til Húsavíkur nú í haust til þess að sjá þessi nýju samvinnufyrir- tæki og kynnast annarri starfsemi samvinnumanna í þessari elztu sam- vinnubyggð á íslandi. ÞAÐ er ævinlega gaman að aka um Þingeyjarsýslu, sakir hinnar fjöl- breytilegu fegurðar og gróðurlífs, en þó e. t. v. aldrei skemmtilegra en á haustin. Hinar gróðurríku víðáttur og heiðar skarta þá svo fjölskrúðugum Þórhallur Sigtryggsson, framkvamdastjóri K. Þ., við skrifborð sitt. 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.