Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 6
Tvíbökuskurðarvél.
skyr. Sala afurðanna gengur mjög
greiðlega. Eru birgðir allar seldar nýj-
ar í búðinni eða fluttar á bílumtilfjar-
lægra markaða. Með starfsemi mjólk-
ursamlagsins hafa samgöngumál inn-
anhéraðs færst á nýtt svið. Margir bíl-
ar ganga nú reglulega úr hinum ýmsu
sveitum til Húsavíkur. Revnslan hef-
ur þegar sýnt það þarna — eins og ann-
ars staðar þar sem mjólkursamlög hafa
verið stofnsett — að þessi þáttur starf-
seminnar er mjög þýðingarmikill og
til hins mesta hagræðis jafnt fyrir
bændur og bæjarmenn. — Skipulagi
samlagsins er þannig háttað, að það er
sérstök stofnun í tengslum við K. Þ.
Félagsmenn eru mjólkurframleiðend-
ur á félagssvæðinu og skiptast þeir í
deildir. Samlagið vinnur úr fram-
leiðsluvörunni og skilar andvirði
hennar, að frádregnum reksturskostn-
aði og framlagi félagsmanna í trygg-
ingarsjóði og stofnsjóði. Frá sjónar-
miði bæjarmanna í Húsavík, er hið
nýja samlag hin þarfasta stofnun. Að-
ur en K. Þ. hófst handa um að koma
því á fót, voru mjólkurmál héraðsins
ilia á vegi stödd. Landlægur mjólkur-
Unnið við „harða brauðið
e
Frá Brauðgerð K. Þ. h.f. Hin nýja, vistlega brauðsölubúð.
magnsbökunarofni og koma þeim fyr-
ir í hinni snyrtilegu brauðsölubúð. —
Sigt-ryggtiT Pétursson brauðgerðar-
stjóri fylgir okkur um húsakynnin og
seorir okkur sitt hvað um strafræksluna
o
og hinar nýju og fullkomnu vélar í
vinnusalnum. — Kaupfélag Þingey-
inga hafði lenga haft hug á að koma
upp brauðgerðarhúsi fyrir félags-
menn, en ekki varð af framkvæmdum
fyrr en á sl. ári. Sigtryggur Pétursson
hafði um nokkurt árabil starfrækt
brauðgerð í bænum, og hafði hafizt
handa um byggingu nýs brauðgerðar-
húss. Á árinu 1947 varð það að samn-
ingum milli hans og K. Þ. að mynda
félagsskap til þess að koma upp og
starfrækja fullkomið brauðgerðarhús
í bænum. Var þá myndað félagið
Brauðgerð K. Þ. h.f., og á kaupfélagið
3/4 hlutafjár, en Sigtryggur 1/4. Sig-
tryggur tók jafnframt að séi forstöðu
brauðgerðarinnar. Var síðan hafizt
handa um að ljúka hinu myndarlega
brauðgerðarhúsi og um útvegun nýrra
véla í það. Fenginn var stór rafmagns-
bökunarofn frá Rafha-verksmiðjunni
í Hafnarfirði og ýmsar vélar og tæki
erlendis frá. Snoturri brauðsölubúð
var komið upp og hinn 5. júní sl. hóf
brauðgerðin starf í hinum nýju húsa-
kynnum. Var þá mest allur vélakost-
urinn kominn og uppsettur, enn er
skortur þrátt fyrir nægilega mjólk úti
í héraðinu, og engin sæmileg aðstaða
til í bænum til mjólkursölu. Nú eru
hvort tveggja þessir erfiðleikar úr sög-
unni. Nægileg mjólk fyrir öll heimili
í bænum, framreidd á snyrtilegan og
menningarlegan hátt. Með stofnun
samlagsins hefur því verið leyst úr að-
kallandi þörf heimilanna, jafnframt
því sem bændum opnuðust nýjir
markaðsmöguleikar. Og rutt hefur
verið burt hindrun á vegi bæjarins til
vaxtar og aukinnar menningar.
BRAUÐGF.RÐARHÚSIÐ stend-
ur allskammt innan við verzlun-
arhúsin, við aðalgötu bæjarins. Þegar
okkur ber þar að garði eru starfsmenn
brauðgerðarinnar í óða önn að taka
glóðvolg brauð út úr hinum stóra raf-
Plötuþvottarvél.
6