Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 11

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 11
hvorki nota í réttarsal, á þingi, í kirkju, í skóla né heldur í rituðu eða prentuðu máli), gat hún ekki útrýmt talmálinu, færeyskri tungu. Ekki eru liðin nem rúm þrjátíu ár síðan dönsk stjórnarvöld leyfðu að kennd væri færeyska í færeyskum skólum, og fyrir aðeins tíu árum leyfðu sömu stjórnar- völd, að kennsla í færeyskum skóla færi fram á færeysku. Við sáum í Sandavog minnisvarða Hammershaimbs, hins ágæta höfund- ar nútíma ritmáls í Færeyjum. Rithöf- undar og skáld hafa skrifað margt góðra bóka á móðurmáli sínu. Blöðin nota yfirlitt bæði málin. Færeyskt rit- mál er í þróun, og er þegar séð að það er fagurt og auðugt. T irulhólmur. KLUKKAN sex síðdegis, laugardag- inn fyrir hvítasunnu, lagði áætl- unarbáturinn frá Klakksvík að bryggju í Götu. Klukkurnar í gömlu kirkjunni ('en hún hvað standa, þar sem Þrándur í Götu á að hafa búið endur fyrir löngu) hringdu inn hátíð- ina. Menn virtust leggja hið mesta kapp á að ljúka allri vinnu fyrir þann tíma. Vissum við að sumir fengu sér aðstoð til þess. Við, sem vorum á leið til hvíta- sunnumóts á Tofte, héldum ferðalag- inu áfram með bíl. Mótsgestir voru margir og var þeim skipt niður á heimili þar. „Hér er ekkert hótel, enda gerist þess ekki þörf,“ sagði Al- fred Petersen, stjórnandi mótsins, okkur. „Það hefur aldrei valdið erfið- leikum að fá gistingu, þó að nokkur hundruð manna kæmu hér á mót. En greiði er aldrei seldur." Mótið hófst með því að allir fóru til kirkju klukkan tólf á hádegi. Prestur- inn var færeyskur og fór guðsþjónust- an fram á færeysku að öðru leyti en því, að notuð var danska sáimabókin. Mun líða á löngu að sú ágæta bók víki með öllu fyrir færeyskri sálmabók. En móðurmálið hefur sarnt rétt og möguleika hins heilbrigða lífs. Prestar á Færeyjum eru flestir danskir. Venjulega gegna þeir ekki embætti þar lengur en 5—10 ár, til þess að eiga ekki á hættu að geta ekki náð embætti í Danmörku fyrir aldurs sak- ir. Á Færeyjum eru þeir útlendingar, ekki síður en við. Færeyska var töluð á mótinu í kristniboðshúsinu. Gamlii menn vitnuðu þó í Ritninguna á dönsku og tvær söngbækur voru not- aðar til skiptis, önnur dönsk, hin fær- eysk. Það er raun að vera smæstur hinna smáu. Færeyingar þurfa þó engan veg- inn að fyrirverða sig. Við höfum haft of lítil kynni af þeim, íslendingar, dregið ályktanir okkar af skútunum þeirra hér við land, og ekki gætt þess, að jreir eru þar ekki allir séðir. Víst er um það, að á sviði trúar og kirkjulífs erum við eftirbátar þeirra. Skal nú vikið að því nokkrum orðum. Evangelisk vakningaralda barst til Færeyja skömmu áður en hin ófrjóa, þýzka aldamótaguðfræði nam land hjá okkur, í nafni vísinda og víðsýnis. Ríkti um það leyti nánast dauður rétt- trúnaður á Færeyjum, en fólkið var trúhneigt og bar virðingu fyrir krist- indómi og kirkju. Kristindómsfræðsla var allgóð og góðir sálmar og hug- vekjubækur frá Danmörku víða í notkun. Danskur guðfræðikandidat, Axel Moe að nafni, kom til Færeyja 1905. Hann og tveir danskir kennarar við Sjómannaskólann í Þórshöfn, héldu samkomur í heimahúsum. Harald Ja- ensen hét einn hinna fyrstu er snerust til lifandi trúar. Hann var síðar í seytján ár forstöðumaður Sjómanna- heimilisins í Þórshöfn, lofaður af öll- um. Hann mun hafa verið fyrsti leik- maðurinn innan færeysku kirkjunnar er fór að halda samkomur á eigin spýt- ur. Samkomur fóru þannig fram, að sungnir voru sálmar og kristilegir söngvar, þá var lesin hugvekja og flutt bæn og samkomunni lokið með sálma- söng. Þegar frani í sótti fóru leikmenn að lesa Ritninguna á samkomum og segja nokkur orð frá eigin brjósti. — Samkomur þessar bættu úr trúarþörf manna, aðsókn varð svo mikil, að farið var að halda þær í skólum, og loks voru byggð samkomuhús ('eða kristni- boðsltús) víða á eyjunum. Myndaðist þá víða samfélag trúaðra og eru slíkir samfélagshópar nú starfandi í hverj- um einasta söfnuði í Færeyjum. Ýmsir urðu til að rísa gegn vakningunni, voru trúaðir menn ýmist sakaðir um þrælkun við bókstafstrú og dauðan rétttrúnað eða blint ofstæki og þröng- sýni, en hún varð ekki stöðvuð. Mönnum fannst ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að tala um þá hluti, sem mestu máli skipta. Guðræknis- stundir voru jafnvel hafðar um borð í skipunum. Það kom fyrir að haldnar voru samkomur um borð á liverjum degi á hinni löngu siglingu milli Fær- eyja og Grænlands. Eg hef talið rétt að fara nokkrum orðum um trúarvakninguna á Færeyj- um, vegna þess að hún hefur reynzt varanleg. Hún hefur um fjöru- tíu ára skeið mótað að verulegu leyti færeyskt trúar- og kirkjulíf. Hún hef- ur náð til þjóðarinnar allrar. Hún, hefur þrifist innan kirkjunnar og reynst henni ómissandi aflgjafi. Hún hefur hrint í framkvæmd ýmsum þeirra nauðsynjamála, sem lengi hafa verið á dagskrá hjá kirkjunnar mönn- um hér á landi, þeir rætt og gert álykt- (Framhald d bls. 40.) 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.