Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 12
Flugsýn yfir fiskihöfnina i Esbjerg.
ESBJERG -
athafnabærinn á Jótlandsströnd
VÁTVEGSBÆRINN Esbjerg á vest-
urströnd Jótlands á sér stutta, en
athyglisverða sögu. Þar sem nú stend-
ur nýtízku borg, með 50,000 íbúum,
voru árið 1870 ekki búsettar nema 470
sálir. Er ekki úr vegi fyrir íslendinga
að kynnast lítið eitt vexti og viðgangi
þessa bæjar, sem að aldri og ýmissri að-
stöðu svipar til bæja hér á íslandi.
Á árunum 1868—1878 beitti danska
ríkið sér fyrir hafnargerð í Esbjerg og
er hún eina teljandi hafnarborg Dana
við Norðursjó, því að við strendur Jót-
lands er hvergi sjálfgerð höfn. Með
tilkomu hafnarinnar sköpuðust skil-
yrði fyrir vöxt staðarins, enda hófst þar
þegar talsverð verzlun og iðnaður og
um sama leyti settust fyrstu fiskimenn-
irnir að í Esbjerg. Þeir stunduðu
Inngangurinn i fiskihöllina.
i Þess hefur nýlega verið getið í frétt- j
: um, að fiskibátar frá Esbjerg á Jót- i
i landsströnd, hafi aflað vel að und- j
j anfömu. Bátar þessir selja afla sinn i
i á Bretlandsmarkaði, sem einnig er j
i aðalmarkaður íslendinga fyrir ís- i
i fisk á þcssum árstíma. Esbjerg er \
i ungur athafnabær, sem fróðlegt er j
i að kynnast, ekki sízt fyrir íslend- i
i inga. Samvinnan flytur þess vegna 1
; hér á eftir stutta lýsingu á bænum i
i og sögu hans. j
............................. • i • 1111111 n i n 11 ■ i ■ 11 ■ t ■ 111111111 n ■ i ■ 111?
einkum þorsk- og ýsuveiðar. Árið
1884 var fiskútflutningur þaðan um
70 smálestir og árið 1886 var gerð þar
sérstök fiskiskipahöfn.
Tímamót í fiskveiðasögu Dana urðu
í marz 1887. Þá landaði kútter frá
Trillehede í Esbjerg 4000 stk. af kola,
sem veiðst höfðu í botnvörpu á tveim-
ur dögum. Botnvarpan ('Snurrevaad)
var áður óþekkt veiðarfæri. Að vísu
hafði lítt kunnur fiskimaður, Jens
Væver, fengið þá hugmynd árið 1848,
að draga fastan ramma með netpoka
eftir sjávarbotninum, til að veiða fisk
sem héldi sig við botninn, en tilraun
hans mistókst, hvort sem um var að
kenna ófullnægjandi útbúnaði eða
reynt var á óhyggilegum stað. Þegar
aðrar aflaaðferðir skiþanna reyndust
jafn aflasælar vorið 1887 og hin fyrsta,
var fiskimönnum á vesturströnd Jót-
lands Ijóst, að með þessu nýja veiðar-
færi hafði þeim opnast gullnáma, þar
sem var hinn mikli stofn kola og ann-
arra flatfiska á grunnmiðum Norður-
sjávarins. Barst fiskisagan fljótt yfir
landið og settust margir fiskimenn að
í Esbjerg. Komu þeir einkum frá
Holmslands Klit, sem er mjór land-
tangi í milli Norðursjávar og Ring-
köbingfjarðar. Setja þeir enn svip sinn
á sjómannastétt Esbjergbæjar.
YMSAR umbætur hafa orðið á veið-
arfærinu, en þó er það í aðalatrið-
um eins og fyrsta varpan. Er því ekki
að ófyrirsynju að Esbjergbúar, sem
eiga veiðarfæri þessu hagsæld sína að
þakka, hafa reist hinurn áður lítt kunn
}ens Væver minnisvarða við fiskiskipa-
höfnina.
Á styrjaldarárunum fyrri jókst út-
gerðin stórum. Frá 1910 til 1930 fjölg-
aði fiskiskipunum úr 207 í 516. Árið
1940 var fiskiskipastóllinn 410 skip en
jókst í síðari heimsstyrjöldinni upp
fyrir 700 skip. Einn bátur er talinn
framfleyta sjö fjölskyldum og sést af
því hve afkoma bæjarins er nátengd
auðæfum hafsins.
I.angsamlega þýðingarmesta fiski-
tegundin er rauðsprettan. Hún held-
ur sig einkum á botni grunns, en salt-
auðugs sjávar. í sunnanverðum Norð-
ursjó er dýpi um 50 metrar og seltan
mjög hæfileg, enda er þar á ýmsum
miðum ótrúlegum sægur af rauð-
sprettu. Má fá nokkra hugmynd um
(Framhald á bls. 40.)
Kúlterinn „Jens Vaver“ — sýnishorn af
skipakosti Esbjergbua.
12