Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 13
Þa8 var fyrir þrjátíu árum
YMSIR ÞYKJAST sjá þess merki,
að rás viðburðanna gangi í bylgj-
um, e£ svo mætti segja. Sum ár eru t.
d. „slysaár“, þ. e. óvenjulega mörg
slys verða á landi og sjó. Önnur eru að
sama skapi mikil happaár. Á sumum
tímum gerist fátt, sem í frásögur þykir
færandi, en öðru hverju koma tímar,
þegar hver stórviðburðurinn rekur
annan. Ekki hafa verið leidd rök að
því, að öldufall viðburðanna fylgi
neinu sérstöku allsherjarlögmáli, en
vel má vera að svo sé, og væri þá feng-
in nokkur undirstaða að kenningunni
um forlög manna. En rétt þykir að eft-
irláta það þeim, sem við slík fræði
fást.
í RIÐ 1018 var eitt mesta stórvið-
burðaár í sögu íslands og raunar
fleiri landa. Þetta vita menn að sjálf-
sögðu, þótt e. t. v. hafi ekki verið á það
bent. Nú, á meðan ártalið 1948 er enn
ritað, getur verið ómaksins vert að
rifja upp þessa stórviðburði. sem gerð-
ust fyrir réttum þrem áratugum, allir
á sama ári, og flestir á þrem síðustu
mánuðum ársins.
Um áramótin 1917—18 var heims-
styrjöldin fyrri enn í algleymingi. Erf-
itt var þá um skipaferðir og vöruþurrð
í landinu. Nýbúið var að selja tíu
botnvörpuskip til Frakklands fyrir kol
og salt. Rétt upp úr áramótunum
gekk í stórviðri, og urðu á skömmum
tíma hafþök af ís fyrir öllu Norður-
landi. Þá var hinn síðasti ísavetur hér
á landi, sem kalla má því nafni. Þá
gengu bjarndýr á land, og voru nokk-
ur þeirra unnin, en eitt þeirra að
minnsta kosti komst inn í híbýli
manna, og slapp fólk nauðulega úr
klóm þess. Það var á Eldjárnsstöðum
á Langanesi. Frosthörkur voru þá
miklar, og voru bændur uggandi um
sinn hag, enda ekki matvara aflögu til
skepnufóðurs og síldarmjöl ekki kom-
ið til sögunnar í þeim mæli sem nú er.
Þá var sauðburði seinkað um hálfan
mánuð í ýmsum sveitum norðanlands,
og hefur ekki færst aftur í sama horf
og áður. Lærðist mönnum þá, að síð-
bornir dilkar geta verið vænir til frá-
lags. Harðindin urðu hins vegar
minni en á horfðist, því að ísinn rak
frá landi á góu. Vorið var sæmilegt, en
tún víða kalin vegna frosta.
í október um haustið gaus Katla í
Mýrdalsjökli, með gífurlegu jökul-
hlaupi um Mýrdalssand og þykku
öskufalli í nærsveitum, en öskunnar
varð vart víða um land. Þóttu slíkt
ótíðindi mikil, og eru öllum minnis-
stæð, sem til sáu, og þó einkum þeim,
er hart urðu úti af þessum ástæðum.
Önnur ótíðindi urðu þó eigi minni
um svipað leyti eða litlu síðar.
Spánska veikin barst til Reykjavíkur
og þaðan víða um land, en í Reykja-
vík olli hún skelfilegum manndauða
og miklum hörmungum, því að út-
breiðsla hennar um bæinn var mjög
hröð og skortur ;í aðhlynningu því til-
finnanlegur og eldsneyti af skornum
skannnti til hitunar íbúðarhúsa. Ýms-
ir þjóðkunnir menn létust úr sótt
þessari, m. a. skáldin Guðmundur
Guðmundsson og Guðmundur Magn-
ússon (]ón Trausti), báðir á góðum
aldri og áttu mikið óunnið. Eitt a£
blöðum höfuðstaðarins ('Tíminn) líkti
spönsku veikinni við manndauðann í
herbúðum Senakeribs, sem skýrt er frá
í Gamla testamentinu, og tilfærði er-
indi Byrons í þýðingu Matthíasar:
„Því að fárengill guðs kom þá
níðdimmu nótt
og blés náþyt í andlit á sofandi drótt.
Á hvert andlit féll hræleiftur helkalt
og stirt,
og hvert hjarta tók viðbragð og stóð
síðan kyrrt.“
Þótti ýmsum ógiftusamlega hafa til
tekizt, að eigi varð meiri vörnum við
komið en raun varð á.
En eigi voru öll stórtíðindi jafn ill
á þessu ári. Hinn 7. nóvember barst
sú fregn skyndilega út um heiminn,
að vopnahlé hefði verið samið, fjög-
urra ára heimsstyrjöld á enda kljáð og
frjálsar ferðir um úthöfin. Marga
dreymdi þá um ævarandi frið alls-
herjarríki og bræðralag milli þjóða.
Þessi dagur var gerður að stórhátíð í
mörgum löndum og talinn upphaf
betri tíma.
Þrem vikum síðar kom fimmti stór-
viðburður ársins hér á landi. ísland
varð fullvalda ríki 1. desember. Sjálf-
stæðisbaráttu landsmanna var lokið í
aðalatriðum, tæpum þrjátíu og níu ár-
um eítir andlát Jóns Sigurðssonar. I
höfuðstað landsins voru þó ekki mikil
hátíðahöld þennan dag, og munu af-
leiðingar spönsku veikinnar hafa
valdið mestu um það.
j ÍSLENZKRI samvinnusögu er ár-
1 ið 1918 minnisvert af ýmsum ástæð-
um. Lóðin undir Sambandshúsið var
keypt á því ári og kennsla í samvinnu-
fræðurn hafin í Reykjavík. en fram-
hald hennar var Samvinnuskólinn,
sem stofnaður var árið eftir. Aðalskrif-
stofa Sambandsins í Reykjavík var þá
nýtekin til starfa. Þá voru fimmtán
félög í Sambandinu, og allsherjar und-
irbúningur hafinn að hinni miklu út-
breiðslu samvinnufélagsskaparins á
næstu árum eftir styrjöldina. Sam-
bandið hafði þá starfandi viðskipta-
skrifstofur í Khöfn og New York, en
skrifstofan í Bretlandi var ekki tekin
til starfa. Það var enginn liægðarleik-
ur að koma vörum frá útlöndum til
sambandsfélaganna um þetta leyti, og
voru oft leigð smáskip til slíkra ferða
frá Norðurlöndum, en öll höf ótrygg
vegna styrjaldarinnar. Slíkum skipum
var og mikill háski btiinn af veðrum.
Sumarið 1917 sendi Hafnarskrifstofa
SÍS tvö seglskip af stað til íslands með
tunnur og matvöru. Bæði þessi skip
sneru við vegna óveðurs og komu aft-
ur til Danmerkur með skemmda
farma. Voru þau svo send af stað á ný,
en ekki gekk þá heldur slysalaust. —
Fyrra skipið kom loks til Seyðisfjarðar
í byrjun desembermánaðar og hafði þá
gert tvær atrennur til að komast fyrir
Langanes. Var skipið brotið mjög að
ofanverðu, einn skipsmanna látinn og
aðrir mjög þrekaðir af kulda og vos-
búð. Síðara skipið kom hins vegar ekki
til íslands fyrr en í september 1918, og
var þá búið að vera mikinn hluta árs
í ferðinni. Hafði það strandað tvisvar
sinnum og verið lengi sumars í Þórs-
höfn í Færeyjum. Þegar þetta og því-
líkt er haft í huga má segja, að vöru-
flutningar til íslands í síðari heims-
styrjöldinni hafi gengið tiltölulega
greitt. G. G.
13