Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 16
sænska og andstæðingar þeirra, hafi
dregið andann léttara, er hann sagði
af sér verzlunarmálaráðherraembætt-
inu í sænsku ríkisstjórninni, er það
víst, að komu hans til Genf var tekið
af tortryggni og vantrú at mörgum
þeirra ríkisstjórna, sem standa að
ECA.
Álitið var að Myrdal væri of aka-
demiskur, of reynslulítill og of ánægð-
ur með sjálfan sig til þess að takast
þetta starf á hendur. En til undrunar
mörgum, hefur hann reynst vera fyrsta
flokks stjórnandi og mjög glöggur
dómari á starfshæfni einstaklinga. —
Menn þeir, er Myrdal hefur undir
stjórn sinni, eru vanir því að starfa
sjálfstætt. Hann hefur því tekið þann
kostinn, að engin stórmál eru afgreidd
nema fyrst hafi farið fram ýtarlegar
umræður um þau innan framkvæmda-
ráðsins. Engin útnefning er gerð fyrr
cn það er fullvíst, að starfslið nefndar-
innar er samþykkt henni. Engar mik-
ilvægar ákvarðanir um stefnu og störf
gerðar, fyrr en allir hafa haft tækifæri
til þess að gagnrýna og setja fram sín-
ar skoðanir. En þegar kemur að ár-
angri starfsins, er Myrdal eins kröfu-
harður og góður verkstjóri á að vera.
Myrdal er gáfulegur, bláeygur Svíi,
49 ára gamall. Hann talar ensku reip-
rennandi, en áherzlur hans gefa þegar
til kynna þjóðernið. Myrdal þekkir
vel til Bandaríkjanna og metur þau
mikils. Bók hans, um kynþáttamálin í
Bandaríkjunum ('„The American
Dilemma"), hefur kannað þetta mikla
vandamál amerísku þjóðaiinnar eins
djúpt og nokkur önnur bók um þau
efni. En rannsóknir Myrdals á þessu
vandamáli, sannfærðu hann um ágæti
starfshátta Bandaríkjanna og um getu
þeirra, til þess að leysa erfið viðfangs-
efni, jafnvel kynþáttamálin.
MARGIR Evrópumenn hafa and-
úð á Gunnari Myrdal, vegna
þess, að þeir telja hann um of hlynnt-
an Bandaríkjunum. Margir Banda-
ríkjamenn tortryggja hann vegna þess
að þeir telja hann of sannfærðan um
möguleika til þess að eiga gott sam-
starf við Rússa. Rússar vita naumast
hvernig þeir eiga að líta á hann, þar
sem hann er ófáanlegur til þess að
hlýða með andakt á pólitísk ræðuhöld
af austrænu tegundinni. Maðurinn er
óáhrifagjarn, sænskur einstaklingur,
og sannfærður um það, að ekkert póli-
tískt kerfi geti orðið sóinasamlegt,
nema það taki sér fyrirmyndir frá lýð-
ræðisstjórn Svía.
Nánustu samstarfsmenn Myrdals
eru þrír ungir hagfræðingar, enginn
þeirra eldri en 36 ára, og kallaðir út-
ungunarvélar Myrdals í sinn hóp.
Nafngift þessi á rætur sínar i athugun-
um á því, sem fram kemur við full-
trúa, sem virðast ófúsir til samvinnu,
eða of varfærna ríkisstarfsmenn, sem
tefja framkvæmdir. Menn þessir eru
Walt Whitman Rostow frá Bandaríkj-
unum, Albert Kerwyn frá Belgíu og
Paul Eisler frá Tékkóslóvakiu.
Það, sem ECA hefur afrekað, er nú
orðið alþekkt víðs vegar í Evrópu. —
Nefndin hefur stjórnað kolaúthlutun-
inni á árangursríkan hátt á mesta elds-
neytisskortstímabili, sem gengið liefur
yfir álfuna, hrundið kolaiðnaðinum á
nýtt framþróunarstig og opnað augu
manna fyrir þýðingu hans miðað við
þarfir Evrópu og framleiðslugetu.
Nefndin hefur komið á skiptum á
járnbrautarvögnum á járnbrautum
hinna ýmsu Evrópulanda. Hún hefur
fengið samþykki ríkisstjórna til ferða-
laga vöruflutningabifreiða yfir landa-
mæri ríkjanna. Slík flutningaleyfi eru
algjör nýjung.
Hún hefur komið á skiptingu koks-
framleiðslu og kokseyðslu, sem hefur
haft gífurleg áhrif á stálframleiðsluna
í álfunni, aukið hana um a. m. k. hálfa
aðra milljón smálesta á ári, leyst marg-
vísleg vandræði iðngreinanna, hefur
skapað undirstöðu fyrir samevrópskt
raforkukerfi og evrópskt þjóðvega-
kerfi og hún hefur lagt fram raunhæf-
ar tillögur um að leysa Evrópu af klafa
hins sífellda timburskorts. Nefndin
hefur megnað að þoka austrænum og
vestrænum löndum nær hvert öðru til
þess að örva verzlunarskipti í milli
þeirra.
Eitt dæmi um starfshætti ECA verð-
ur að nægja. Um mitt árið 1947 vissu
allir, sem þekkingu höfðu á stálfram-
leiðslumálum Evrópu, að Frakkland,
Belgía og Lúxembourg gátu hæglega
aukið stálframleiðslu sína, ef þeim
gæti auðnast að ná tangarhaldi á
auknu magni af hitamiklu koksi, sem
nauðsynlegt er til framleiðslunnar.
Það var jafnframt augljóst, að eina
raunhæfa leiðin að þessu marki lá um
Ruhr-hérað í Þýzkalandi. Kola- og
koksframleiðsla Ruhr-héraðsins var
undir stjórn Norðurþýzku kolanefnd-
arinnar, sem Bretar réðu mestu í á
þeim tíma. Nokkurt magn var sagt til-
búið til útflutnings á hverjum árs-
fjórðungi og þessu magni var úthlut-
að til hinna ýmsu landa af hinni svo-
nefndu Evrópsku Kolanefnd, sem
færðist óðum að því marki að verða
koladeild ECA. Frakkland. Belgía og
Lúxembourg fengu sinn skerf af þessu
magni, miðað við áætlaðar þarfir
þeirra. Ef þessi þrjú lönd áttu að fá
meiri skerf, varð annað tveggja að
minnka skammtinn til einhverra ann-
arra landa eða að þau lönd urðu að
sætta sig við aðrar tegundir koks og
kola. Að þessu frágengnu, varð að
auka kolaframleiðslu Ruhr. Það
reyndist ókleift, að breyta úthlutun
kolanna í gegnum kolanefndina. Og
um kolaframleiðslu Ruhr-héraðsins
var það að segja, að Bretar og Banda-
ríkjamenn voru að íhuga að minnka
kvóta Vestur-Evrópu af framleiðsl-
unni til þess að létta undir með end-
urbyggingu iðnaðarins í Vestur-Þýzka-
landi.
Sérfræðingar í kolaiðnaðinum, á
vegum ECA, tóku þetta mál til ræki-
legrar meðferðar og komust að þeirri
niðurstöðu, að skipan málanna væri
óskynsamleg. Þeir töldu, að hægt væri
að haga málunum þannig, að þótt
nausynlegar birgðir væru ekki teknar
af neinu landi, mætti gera Erakklandi,
Belgíu og Lúxembourg mögulegt að
nota eitthvað af liinni ónýttu stálfram-
leiðslugetu. Það var augljóst, að til
þess að fá slíkum breytingum fram
komið, varð að leggja megin áherzl-
una á þýðingu stálframleiðslunnar.
Sérfræðingarnir ákváðu því, að hent-
ast mundi að taka allt málið fyrir á
evrópskri stáliðnaðarráðstefnu og
skyldi stálnefnd ECA kalla ráðstefn-
una saman. Þessi stálnefnd hafði til
þessa tíma lítið gagnlegt aðhafst.
ETTA VAR ÁHÆTTUSAMT
fyrirtæki og þessum fyrirætlun-
um var tekið með auðfinnanlegum
kulda af ýmsum ríkisstjórnum, sér-
staklega af brezku stjórninni. Stáliðn-
aður hvers lands er nú einu sinni
þannig vaxinn, að stjórnirnar kæra sig
ekkert um að erlendir gestir séu með
nefið niðri í málefnum hans. Eftir
þessar móttökur var útlit fyrir sízt
16