Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 18
ÞEGAR Lundúnabúar skeggræða um landbúnaðarmál, snúast um- ræðurnar um mannafla, sem halda þurfi í sveitinni til framleiðslustarf- anna, meiri vélanotkun til að auka framleiðsluna, ræktunaráætlun og lágmarksframleiðslumagn, sem ná þurfi á korni, jarðeplum, sykurrófum og aukningu búfénaðar. Marshfield- búinn lítur yfir bylgjandi byggakur- inn sinn, gáir að hvað margir grísir hafa komið undan svörtu gyltunni að þessu sinni og skoðar hversu miklu þrír seinustu góðviðrisdagarnir hafa áorkað í garðholunni hans. Lundúnabúinn er þegar búinn að ráðstafa eggjum sínum og svínakjöti allt fram til 1952. „Heimaræktin", segir Sir Stafford Cripps, ,,er mjög mikilvæg til þess að vonir okkar um sæmilegt mataræði á komandi árum geti orðið að veruleika.“ Marshfield- búinn gáir að því, sem hann er að draga upp á sig úti við sjóndeildar- hringinn, lítur eftir tómatplöntunum sínum, sem hann hefur gróðursett í skjóli við steinvegg, til þess að skýla þeim fyrir þeim eilífa vindi, sem blæs þar um slóðir, og síðan hleypir hann hænsnunum út, svo að þau megi tína í svanginn það sem þau kunna að finna ætilegt úti á víðavangi. Og svo er grís- Marshfielrl. — Hinar fornu steinbyggingar, eru tákn þess búnaöarsjálfstaðis Breta, sem hefur átt svo Alvarlequr bær Marshfield í Gloucestershire er táknmynd þess búnaðarsjálfstæðis, sem hefur átt ríkan þátt í því, að enska þjóðin hefur lifað af margvíslegar þrautir í stríði og friði Eftir MILDRtD ADAMS unum, hænsnunum og steingirtu görðunum fyrir að þakka, að Marsh- fieldbúar komast yfir þetta sumar án þess að yfir neinu sé að kvarta. Til komandi vetrar liugsa þeit eins og hverrar annarrar reynslu, sem ekki verður umflúin, en án alls ótta. Hins vegar er nógur tími til að gera sér áhyggjur út af 1952, þegar þar að kemur. Marshfield er í suð-austurhorni Gloucestershire, og er með steinbygg- 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.