Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.10.1948, Blaðsíða 22
í júníhefti norska tímaritsins DEN HÖGRE SKOLEN, en það rit er gefið út af félagi norskra mennta- skólakennara, birtist grein eftir danskan menntamann, H. V. Brönd- sted, en hann er doktor í heimspeki og rektor við menntaskólann í Birkeröd. Mér þótti grein þessi svo hressileg og hispurslaus, að eg lagði í að snúa henni á íslenzku. Hún fjallar að vísu mest um menntaskól- ana, en sé þessi ádeila réttmæt á þá, er hún það einnig á önnur skóla- form. En þó að eg hafi þýtt grein þessa, er ekki þar með sagt, að eg vilji gera öll sjónarmið höfundarins að mínum sjónarmiðum. Hins vegar eru skólamálin mjög til umræðu nú og er okkur því hollt að fram komi sem flest sjónarmið, og getxu: svo hver metið þau og vegið að sinni vild. — H. J. M VIÐ verðum að horfast í augu við þann möguleika, að eftir nokkur ár verði sið- menning vor hrunin í rústir. En við megum þó ekki miða orð okkar og gjörðir í dag við þennan möguleika. Við eigum þvert á móti 22 Uppfylla menntaskólarnir þær kröfur, sem þjóðfélagið á að gera til þeirra? Nemendur læra fyrir prófin, en ekki fyrir lífið, segir danskur menntamaður í þessari athyglisverðu grein að miða störf okkar við það, að við um ófyrir- sjáanlega framtíð verðum að glíma við mikil félagsleg umbrot, mikla óvissu í fjárhagsleg- um efnum og sterkar alþjóðlegar togstreitur. Á þeim vettvangi hafa menntaskólar okkar stóru hlutverki að gegna, og það af þeirri ástæðu, að þáttur þeirra í að byggja upp þjóðfélagskerfið er miklu mikilvægari en al- mennt er álitið. Nýtízku þjóðfélag er ákaflega margbrotið og viðkvæmt líffæri. Því mcir, sem sérhæfnin færist í aukana, þvi verr gengur hverjum einstaklingi og hverri fjölskyldu að vera sjálfum sér nóg. Reynið að renna huganum yfir einn einasta dag. Stöðugt erum við að gera kröfur til einhverra annarra, til þess að fá þörfum okkar fullnægt, allt frá mjólkur- póstinum á morgnana og til kvikmyndahús- anna á kvöldin. Á sama hátt eru okkar eigin störf einnig miðuð við það að fullnægja þörfum annarra á einhvern hátt. Þannig takmarkast frelsi einstaklingsins alltaf meir og meir, og það skapar árekstra. Ef við ætl- um okkur að byggja upp nýtízku þjóðfélag, þar sem árekstrarnir verða sem minnstir. höfum við um tvær leiðir að velja: b Við getum byggt upp samfélag eftir fyrirmynd býflugunnar eða termítanna, þar sem hver einstaklingur hefur sínu ákveðna hlutverki að gegna, án þess að hafa nokkra

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.