Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 23

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 23
Kennsla i samtalsformi i barnaskóla. mögulcika til að velja annað, eða breyta því á nokkurn hátt. Starf hans er fyrirfram ákveðið. 2. Eða við getum byggt upp þjóðfélag, þar sem hin óhjákvæmilega samvinna er byggð á frjálsu vali og sjálfstæði einstaklings- iris. Þegar termítarnir geta byggt upp hið árekstralausa samfélag sitt, liggur það í þvi, að hver einstakur termít er líffræðilega byggður upp til að gegna ákveðnu hlutverki, án þess að hafa nokkra löngun eða mögu- leika til að geta gegnt öðru hlutverki. í sam- félagi termítanna eru allar umræður útilok- aðar, og þar finriúr einstaklingurinn ekki til þcss, að hann er einstaklingur. Hann hef- ur cnga ég-tilfinningu og þá heldur ekki neitt af því, sem henni fylgir í mannlegum brjóstum. Það er aðeins hægt að byggja upp samfélag með mannlegum verum á forsendum termíta- samfélagsins á einn hátt, og það er með ótlanum. Ef við ætlum því að taka okkur termítana til fyrirmyndar með árekstralaust samfélag, verðum við að taka óttann í þjónustu okkar. Mannkynssagan sannar það. Og viss seinni tfma ríki hafa reynt þetta og sett ýmiss konar þvingunarráðstafanir í margbrotin kerfi, svo að óttinn gagnsýrir allt samfélagið, frá neðstu til efstu þrepa. Þar óttast allir alla. Reynið svo að taka óttann burt úr slíku samfélagi, jtað er að segja: þurrka burt upp- Ijóstranir, útlegðardóma, fangabúðir, píning- ar, aftökur og leyniþjónustu, þá hrynur þetta samfélag í rústir á svipstundu. Þess vegna eru slík þjóðfélög öllum öðrum ótraustari. Við Norðurlandabúar vitum það fullvel, að við verðum að byggja okkar samfélag á mannlegu eðli. Við verðum að byggja það á þcirri staðreynd, að maðurinn er sjálfstæður cinstaklingur, sem af frjálsum vilja á að velja sér verkefni í samfélaginu. Og þá erum við komin að sjálfum kjarna málsins, sem hér er til umræðu, því að það er takmark uppeldis- íns að gera hvern einstakling liæfan, bæði til að velja sér hlutverk, og einnig að gera hon- um ljóst, að það verður að gerast á eigin ábyrgð. Það má segja, að það sé tvenns konar tak- mark, sem við stefnum að með skólanámi unglinganna. í fyTsta lagi verður æskumaðu.-- inn að læra, að hann hefur skyldur við heild- ina, samfélagið, og í öðru lagi verður hann að hafa þá undirbúningsmenntun, að hartn sé fær um með starfi sínu að vinna fyrir því kaupi, sem þjóðfélagið greiðir honum. Hið síðarnefnda er í daglegu tali kallað að vinna fyrir sér, eða á grófari hátt, að vinna sér inn peninga. Eg vil leggja ríka áherzlu á það, að það er ekki sama, hvort við segjum, að ein- staklingurinn sé að vinna fyrir sér, eða vinna sér inn peninga. Þar á er geysimikill munur og mikilvægur fyrir stöðu hans í samfélag- inu, er ræður úrslitum um það, hvort okkar frjálsa þjóðfélag á að standa eða falla. Ef við ölum ungu mennina þannig upp, að þeir liti svo á, að þeir með starfi sínu séu að gjalda þjóð sinni skuld, þá treystum við með því samfélagstilfinningu þeirra. En ef við hins vegar ölum þá upp í þeim anda, að menntun þeirra eigi að miðast við það að geta aflað sem mestra peninga, þá erum við að kalla yfir okkur ójtrotlega árekstra og togstreitu innan jtjóðfélagsins. ASÍÐUSTTJ áratugum liefur fastar og fast- ar verið knúið á dyr skólanna með það fyrir augum, að þeir miðuðu kennslu sína og starfshætti við það, að nemendurnir stæðu sem bezt að vígi í baráttunni um vel laun- aðar stöður. Og í framkvæmdinni reynist þetta því þarinig, að J)ví hærri sem prófin eru, því meiri hagnaðarvon. Skólinn er þann- ig þvingaðúr til áð taka upp starfsaðferðlr, sem eru honum á móti skapi, til óbætanlegs skaða fyrir æskulýðinn og samfélagið allt. Æðsta takmark uppeldisins og kennslunnar er, að gera nemandanum það ljóst, að hann er liður í lieild, sem hann verður að taka tillit til. En þetta takmark hefur horfið í skugga óteljandi lærdómsgreina og minnls- atriða, sem um fram allt sé hægt að hafa á takteinum við prófin, svo að yfir þeim verði sem mestur ljómi. Ef okkar norrænu þjóðfélagshugsjónir eiga að verða að veruleika, er það knýjandi nauð- syn, að við gerum verulegar breytingar á kennsluháttum okkar í skólunum. Ef við eigum að liafna termítasamfélaginu, sem byggt er á óttanum, er það ófrávíkjanleg nauðsyn, að við ölum syni okkar og dætur upp til þess skilnings og þeirrar afstöðu, að Jtau verði að taka sér ábyrga stöðu í sam- félaginu. Við verðum að kenna þeim, að samfélagið á ekki að vera eins konar veiði- land Jtjóðfélagsborgaranna, lieldur er þar hver einstaklingur einn af mörgum jafnrétt- háum, sem byggja samfélagið upp, þar sem samvinna á að vera grundvöllur allrar vel- gengni. Aðeins á Jrennan hátt getum við byggt upp þjóðfélag, sem er andstætt termíta- samfélaginu. Menntaskólarnir hafa skilyrði til mikilla áhrifa, þess vegna liafa [)eir eins konar lykil- aðstöðu. Þeir leggja grundvöll hinnar aka- demisku stéttar. Hér er ekki um að ræða, að ein stétt sé mikilvægari en önnur. Skurðgraftarmaður- inn er jafnmikilvægur fyrir þjóðfélagið og læknirinn. Smiðurinn er jafnnauðsynlegur og dómarinn. En vegna menntunar sinnar og stöðu, lief- ur hin akademiska stétt meiri möguleika en flestar aðrar til að vera það súrdeig í J)jóð- félaginu, sem skapar J)egnskap og samfélags- vitund hjá einstaklingum þess. Reynið að hugsa yður læknastétt, sem að- eins væri alin upp til að gegna sínu fagi, en skorti annars þá mannúðarafstöðu, sem ein er J)ess megnug að gefa lækninum innsýn í hugarheim sjúklingsins, skilja kjör hans og þarfir samfélagsins. Einmitt þennan grund- völl ætti að leggja í menntaskólunum, eða byggja á þeirri menntun, sem nemandinn fær J)ar. Hugsið yður stétt lögfræðinga, sem byggi yfir þeirri nákvæmni að geta klofið hár, en ættu þó ekki þá gáfu að geta litið á laga- setningarnar og álirif þeirra í ljósi mann- legra tilfinninga. Hugsið yður prestastétt, sem að visu kynni vel til sinna verka í framkvæmd hins kirkju- lega rituals, en væru óhæfir, vegna skorts á andlegri þjálfun og víðsýni, til að taka af- stöðu til margra þeirra mikilvægustu persónu- legu og þjóðfélagslegu vandamála, sem stöð- ugt verða á vegi manna í þeirra stétt. Hugsið yður embættismannastétt, er :tð vísu hefði búið sig vel undir hina tæknilegu hlið starfs síns, en skorti allan skilning á sögulegu og mannlegu samhengi hlutanna, 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.