Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Síða 29

Samvinnan - 01.10.1948, Síða 29
Þórólfs, hins fallna höfðinga, en ekki ágirnd ein, sem um var að tefla. Egill hafði að sínu leyti gert bróður sínum haug og kveðið um hann vísur, eins konar erfiljóð, en þó lá hann sem ó- bættur hjá garði, og það var Aðalsteins að ráða bót á því. Og hann vissi, hversu það skyldi gera. En ást þá, er Egill hafði haft á Þór- ólfi, lagði hann að nokkru leyti á silf- urkisturnar, bróðurgjöldin. Þeirra gætti hann með afbrýðissemi og tor- tryggni og hafði jafnan með sér á ferð- um sínum. Er engu líkara en hann hafi snemma ætlað sér eittlivað sérstakt með þetta silfur, að það skyldi koma eftirminnilega við sögu hans, lífs og liðins. Það voru þessir peningar, sem hann ætlaði að sá um Þingvöll í þeirri von, að þar mundu verða hrundning- ar eða pústrar eða jafnvel að allur þingheimur berðist. Þá var Egill á Mosfelli, kominn af fótum fram. En er hann sá, að honum átti ekki að auðnast að hafa þessa gleði af silfri sínu, hugði hann á annað ráð, og fer hér enn orðrétt frásögn Egils sögu: „Það var eitt kveld, þá er menn bjuggust til rekkna að Mosfelli, að Egill kallaði til sín þræla tvo, er Grímur átti; hann bað taka sér hest, — „vil eg fara til laugar“. Og er Egill var búinn, gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá, er þar verður, er menn sáu hann síðast. En um morguninn, er •menn risu upp, þá sáu þeir, að Egill- hvarflaði á holtinu f)TÍr austangarðog leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim. En hvorki kom aftur síðan, þrælamir eða kisturn- ar, og eru margar gátur á, hvar Egill hafi fólgið fé sitt. Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli, en það hefur orðið þar til merkja, að í bráðþeyjum er þar vatnsfall mikið, en eftir það er vötnin hafa fram fallið, hafa fundizt í gilinu enskir peningar. Geta sumir menn þess, að Egill muni þar féð hafa fólgið. Fyrir neðan tún að Mosfelli eru fen stór og furðulega djúp; hafa það margir fyrir satt, að Egill muni þar hafa kastað fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar og þar skammt frá jarðholur stórar, og geta þess sumir, að Egill mundi þar hafa fólgið fé sitt, því að þangað er oftlega sénn haugaeldur. Egill sagði, að hann hefði drepið þræla Gríms, og svo það, að hann hefði fé sitt fólgið. En það sagði hann engum manni, hvar hann hafði fólgið." Þessi frásögn sýnir, að fólki í Mos- fellssveit hefur snemma orðið skraf- drjúgt um silfur Egils og jafnvel gert skipulegar tilraunir til að finna það. Mikið má það vera, ef sá hefur verið margur þar í sveit, er saklaus sé af því að hafa einhvern tíma dreymt stóra draurna um að finna þetta silfur, enda þóttust menn sjá loga upp af því fram á 19. öld.. .. Tveir peningar Ólafs kvarans, fundnir á Englandi. Frásögn sögunnar um Egil verður þó aldrei fullsönnuð, en það væri henni góður styrkur, ef sýna mætti með rökum, að enskir silfurpeningar hafi fundizt á Mosfelli. Það er einmitt aðferðin sem höfundur sögunnar sjálfur notar. Ef frásögn hans hefur við sannindi að styðjast, hefur þegar verið farið að finnast af silfri Egils fyrir rniðja 13. öld, áður en sagan var rituð. Hér skal nú sagt frá smáatviki, sem styður fastlega allt í senn, að Eg- ill hafi átti enskt silfur, að hann hafi grafið það í jörð á Mosfelli og að eitt- hvað af þessu silfri kunni að hafa fundizt þar í gili. Ritari Árna Magnússonar, Jón Ólafsson frá Grunnavík, hefur látið eftir sig rit um fornleifar, og þar er að finna eftirfarandi frásögn um silfrið á Mosfelli: „Erlendur sýslumaður, bróðir minn, þá hann var ungur þén- ari Erlendar Magnússonar, skólameist- ara í Skálholti, hefur 6agt mér, að hér um annó 1725 hafi í vatnavöxtum spýtt fram nokkrum þeim silfurpen- ingum, svo fundizt hafi hér um þrír, og hafi hann á nefndum tíma séð einn þeirra að vísu. Sagði hann peningur sá hefði verið á stærð sem einskilding- ur heill vorra tíma og hefði staðið á honum nokkuð krasslegt og ómerki- legt letur, kannske ANSLAFR eða þvílík með fleiri bókstöfum". Þessir peningar, sem um er að ræða, fundust á Mosfelli og voru taldir vera úr kist- um Egils. Jóni hefur þótt fundurinn merkilegur, því að hann getur hans einnig í öðru riti. Það var heppilegt, að Jón Grunn- víkingur skyldi muna áletrun pen- ingsins, því að annars mundi maður segja, að sagan væri öll tómur upp- spuni, sniðinn eftir Egils sögu, pening- arnir sagðir hafa fundizt í gili, af því að sagan nefnir gil o. s. frv. Og svo mundi maður bæta við, að Jón Grunn- víkingur hafi verið bæði trúgjarn og barnalegur, sem mörg dæmi sanna, og einkum og sér í lagi hafi sannþekking hans á fornleifum verið af skornum skammti, sbr. ritgerð hans, sem prent- uð er í árbókum danska fornleifafé- lagsins 1815. En nú er ekki hægt að koma neinu af þessu við. Jón veitir okkur þá hispurslausu vitneskju, að á peninginn hafi verið letrað orðið ANSLAFR, og hér er ekkert undanfæri, það verður að ganga úr skugga um, hvort slíkur peningur hafi getað verið til, og þá hvaðan úr heimi hann myndi kominn vera. Og það skal þegar sagt, að niðurstaðan af þeirri rannsókn verður sú, að peningur sá, er hér um ræðir, hafi verði sleginn fyrir Ólaf kvaran Sigtryggsson, líklega árið 937, árið sem Egill barðist á Vín- heiði. Skal nú reynt að renna undir þetta stoðum. Aðalsteinn Játvarðarson Englakonungur seldi Agli Skallagríms- syni í hendur tvær silfurkistur, er Egill hafði með sér út til ís- lands. Egils saga segir frá því, að Egill hafi á gamals aldri fólgið fé þetta í jörðu. Hafa margir gerzt til þess að leita fjársjóðsins, en engum heppnast. — í þessum kafla bókarinnar færir Kristján Eldjárn rök að því, að silfurpeningar úr kistum Aðalsteins kon- ungs hafi fundizt skammt frá Mosfelli árið 1725, eftir vorleysingar 29

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.