Samvinnan - 01.10.1948, Síða 34
Á förnum vegi
LÝÐHÁSKÓLAHREYFINGIN á Norður-
löndum á marga aðdáendur hér á landi,
en skilningur á eðli hennar og starfsháttum
er þó ekki almenningseign. í vitund margra,
sem aðeins þekkja lýðháskólana af afspurn,
eru þeir Laugar, Reykholt og Laugarvatn
frændþjóðanna, alþýðuskólar eða hérgðsskól-
ar fyrir ungt fólk úr aljrýðustétt, sem ekki
hyggst ganga langskólaveginn, heldur njóta
fræðslu um almcnn þekkingaratriði liuga og
handar, áður en lagt er út í lífsbaráttuna
sjálfa og hin mikilvægu framleiðslustörf í
sveit og bæ. En þótt margt sé sameiginlegt
með íslenzku alþýðuskólunum og lýðliáskól-
um Norðurlanda, skortir mikið á að hér sé
um algjörlega hliðstæðar stofnanir að ræða.
Verulegur munur er á einstökumgrundvallar-
atriðum. Þessum mismun er fróðlegt að kynn-
ast, og nú í haust gafst mönnum hér heima
gott tækifæri til þess. Hingað kom kunn-
ur lýðliáskólafrömuður frá Svíþjóð, rektor
Hjalmar Bosson frá Tárna. íslendingar liafa
verið fjölmennir á Tárna undanfarin ár, og
þeim hefur líkað vistin þar vel. Skólinn hef-
ur aftur á móti tekið þeim opnum örmutn,
og þeir hafa notið fyrirgreiðslu og velvildar
hins aldraða rektors. í þakklætis- og virð-
ingarskyni efndu íslenzkir nemendur lians til
heimboðs hingað, og dvaldi rektorinn hér
um hríð í haust, ferðaðist um landið, kynnti
sér skólamál og naut fegurðar íslenzkrar nátt-
úru í haustskrúða.
ISAMTALI, sem eg átti við þennan góða,
sænska gest, lét hann falla orð, sem mér
urðu minnisstæð. Eg var að þaulspyrja hann
um skipulag lýðháskólanna, kennslufyrir-
komulag, námstíma og annað, er opnað gæti
leikmanni frekara innsýn í hina merku lýðhá-
skólahreyfingu. Eg hafði spurt, hversu lengi
menn væru að nema til prófs, hvort það væri
eitt ár eða tvö. „Til prófs?" endurtók rektor-
inn. ,,Við liöfum engin próf. Ef við stefnd-
um náminu að prófi, þá hefðum við ekki
lýðháskóla." í þessu sambandi sagði rektor-
inn mér dálitla sögu. Stúlkur, sem koma til
náms í Tárna, hljóta m. a. undirbúnings-
træðslu og æfingar til þess að geta tekið að
sér hjúkrun. Þessi fræðsla mun veitt í flcst-
um lýðháskólunum og mjög til liennar vand-
að. En þessir hjúkrunarnemar fá engin próf-
skírteini við lok námstímans. Þeir fá í hend-
urnar bréf skólastjórans, þar sem greint er
frá hegðun þeirra og hæfni með almennum
orðum, en ekki með einkunnum. Meðan lýð-
háskólahreyfingin var ung í Svíþjóð og starfs-
hættir hennar lítt kunnir, vildu sjúkrahúsin
ekki taka þessa nemcndur til starfs. Þeir
höfðu engin prófskfrteini. Sjúkrahúsin sneru
sér til lýðháskólanna og vildu, að þeir gæfu
nemendunum einkunnir og skírteini, en
þeirri málaleitun var hafnað. Skólarnir héldu
áfram að kenna hjúkrun með þessum hætti.
Eftir því, sem árin liðu, fjölgaði þeim nem-
endum, sem fengu starf á sjúkrahúsum. Loks
kom að því, að ákveðið var að veita þeim
viðtöku á sjúkrahúsunum án frekari skilríkja
en meðmælabréfa skólanna. Þannig unnu
lýðháskólarnir algjöran sigur í þessu máli.
Forstöðumenn sjúkrahúsanna komust að
raun um, að mannlegt eðli, hæfileikar,
umgengnisvenjur og almenn menntun, verð-
ur ekki gefið til kynna með tölum. Starf
lýðháskólanna til þess að þroska einstakling-
ana, örva ábyrgðartilfinnhigu þeirra, opna
augu þeirra fyrir gildi menningarlífs, var
miklu meira virði, en kaldar tölur á prof-
skírteini um frammistöðu í nokkrum nánts-
greinum.
ESSI saga er vissulega umhugsunarverð
fyrir okkur. Hér er naumast sá skóli til,
að starf hans miði ekki beinlínis að þvi
að undirbúa nentendur undir ákveðið próf
og útdeiling prófskírteina. í þessu felst sú
hætta, að menntun og menning verði metin
eltir einkunnum og prófskírteinum einvörð-
ungu. En hátt próf er í rauninni engin sönn-
un fyrir raunverulegri menntun. Maður, sem
hefur hlotið háa einkunn fyrir að kunna
utanbókar tilteknar námsbækur, þarf ekki
þar fyrir utan áð vera menntaður maður í
þcss orðs raunverulegu merkingu. Próf eru að
að sjálfsögðu nauðsynleg á sunium sviðuin,
en það er rneira en vafasamt, að þau eigi
alls staðar við og séu ómissandi í hverjutn
skóla.
AÐ er naumast nokkur tilviljun, að gott
og náið samband hefur jafnan verið á
milli lýðháskólahreyfingarinnar og samvinnu-
hreyfingarinnar á Norðurlöndum. í Dan-
mörku hafa lýðháskólarnir meira að segja að
nokkru leyti gegnt hlutverki samvinnuskóla,
hafa stuðlað að því að örva ábyrgðartilfinn-
ingu manna fyrir lýðræðisstjórn, og auka
skilning manna á gildi samstarfs og sam-
hjálpar. Hverju samvinnufélagi er nauðsyn
að eiga sem flesta ábyrga, athugula, vel
menntaða félagsmenn. Samvinnuhreyfingin
hefur að vissu marki notað form lýðháskóla-
hreyfingarinnar til þess að vinna að því, með
námskeiðum og fræðsluerindum. Hvert þjóð-
félag er í rauninni aðeins stórt samvinnu-
félag, eða á að minnsta kosti að vera það,
þar sem hver stýður annan. Ábyrgðartilfinn-
ing og raunveruleg menntun, eru því hinir
ákjósanlegustu eiginleikar þjóðfélagsþegn-
anna. Það er vafalaust, að samvinnufélögin
hér á landi þurfa að auka fræðslu- og menn-
ingarstarfsemi sína, þurfa að láta menningar-
málin mcira til sín taka með útvegun góðra
fyrirlestra, með námskeiðum í hagnýtum
fræðum og skólahaldi á borð við lýðháskóla-
hreyfinguna á Norðurlöndum. Með slíku
starfi mundu jtau tryggja öryggi sitt í frain-
tíðinni, og ryðja torfærum á framfarabraut
sinni úr vegi. Og það er jafnvíst, að þjóð-
félaginu í heild er mikil nauðsyn að glæða
ábyrgðartilfinningu þegnanna, lægja deilurn-
ar og örva skilninginn á nauðsyn samhjálpar
og samstarfs þegnanna í litlu og fátæku þjóð-
félagi. 1 því efni er liolt að líta til reynslu
Norðurlandanna og lýðháskólahreyfingarinn-
ar. Margir þeirra manna, sem nú setja svip-
mót á stjórnmála- og menningarlíf þessara
ágætu menningarþjóða, hafa komið frá lýð-
háskólunum. Þeir liafa haft traust og gott
vegarnesti, en ekki skrautleg prófskírteini.
Þegar út í lífsbaráttuna er komið, er oftar
spurt um manngildi en einkunn. Það próf
er mikilsverðast, og lýðháskólahreyfingin
stuðlar vissulega að því, að menn standist
það með prýði.
Jafnvægi.
Jafnvægi er í rauninni dásamlegur
hlutur. T. d. jafnvægi á skapsmunum
og jafnvægi í gjöldum og tekjum, svo
að ekki sé minnst á nauðsyn þess, að
halda andlegu jafnvægi, þegar dæmt
skal um þetta eða hitt.
Slíkt jafnvægi er sjaldan nauðsyn-
legra en á þessum síðustu og verstu
tímum, þegar heimurinn er eins og,
trúður á snúru, án öryggisnets. Þjóðin
hefur nú nýlega hlýtt á skýrslu for-
manns Fjárhagsráðs um enn eina teg-
und jafnvægis, nefnilega í verðmæti út-
fluttrar vöru og innfluttrar. Þrátt fyrir
síldarleysið og aðrar hrellingar náttúr-
unnar, gaf liann þjóðinni nokkra voa
um, að takast mundi að halda þessu
jafnvægi. Og má þá til sanns vegar
færa, að þjóðin hafi ekki búið við
nefnda- og ráðaáþján nú um nokkra
hríð til einskis. Eru þetta í rauninni
skárstu fréttirnar, sem borizt hafa um
langa hríð.
FORSTÖÐUMANNASKIPTI
hafa orðið við Bréfaskóla SÍS. Jón
Magnússon phil. cand., sem veitt hef-
ur skólanum forstöðu um nokkurt
árabil, hefur látið af því starfi, en við
hefur tekið Vilhjálmur Árnason, lög-
fræðingur, forstöðumaður Fræðslu-
deildar SÍS. Bréfskólanám hefur átt
vaxandi vinsældum að fagna hér á
landi undanfarin ár, enda er þetta
námsfyrirkomulag sérlega hentugt fyr-
ir þá, sem föstum störfum gegna í
heimilunum eða utan þeirra. Bréfa-
skólinn kennir nú margar hagnýtar
námsgreinar. Upplýsingar fást í öllum
kaupfélögum landsins.
34