Samvinnan - 01.10.1948, Síða 39
LEITAÐ AÐ NÝJUM LEIÐUM
EGAR ÞETTA er ritað hefnr maður
þær fregnir helztar af vetrardag-
skrá útvarpsins, að liún sé í undirbún-
ingi, en helztu atriði hennar hafa enn
ekki séð dagsins ljós og hlustendur vita
því ógjörla, hvernig dagskrárstjórnin
hugsar sér skipulagningu efnisflutn-
ingsins á þessari aðalárstíð útvarpsins.
Því er þó ekki að leyna, að fæstir út-
varpshlustendur munu vænta mikilla
breytinga frá því skipulagi, sem ríkt
hefur á dagskránni undanfarna vetur.
Nýjungar í dagskrárformi eru fátíðar
hér hjá okkur. Væri þess þó vissulega
þörf að rífa einstaka liði upp úr því
formi, sem nú er á þeim, og setja þá
fram í nýjum búningi. Mér virðist út-
varpsdagskráin um margt allt of þung-
lamaleg og einhæf og of lítið bera á
viðleitni til þess að skapa tilbreytingu.
f því sambandi má t. d. nefna vöntun á
lifandi fréttaflutningi, svo sem frá-
sögnum af því, sem er að gerast í at-
vinnulífi þjóðarinnar á hverjum tíma,
lifandi frásögnum, en ekki í formi
dauðra fréttabréfa, sem byrja á tíðar-
farinu fyrir sex mánuðum og enda á
kartöfluuppskerunni í haust. Það verð-
ur að segjast, að hin innlenda frétta-
þjónusta útvarpsins er oft á tíðum lé-
leg. Sést það bezt með því að bera
kvöldfréttir útvarpsins saman við frétt-
ir blaðanna. Hefur útvarpið þó um
margt miklu betri aðstöðu til frétta-
söfnunar og fréttaflutnings en blöðin.
Stundum er útvarpið langt á eftir blöð-
unum með fréttir, sem almennt gildi
hafa. Væri hægt að nefna mörg dæmi
þess.
jnORMIÐ A ERLENDU fréttunum er
*■ orðið æruverðugt og gamalt, og það
er mislynt, ef svo má að orði komast,
eins og hendir margan, er aldurinn
færist yfir. Eg á hér við það, að erlendu
fréttirnar eru oft misjafnlega ýtarlegar
og virðist engin föst regla vera á því,
hvað er tekið af fréttum Lxmdúnaút-
varpsins, sem er þó aðalheimild út-
varpsins hér, og hverju sleppt. Þeir,
sem hlýða að staðaldri á fréttir brezka
útvarpsins, furða sig oft á því, hvemig
valið er og hafnað af íslenzka útvarp-
inu. Eg skal til dæmist nefna það,
hvernig skýrt hefur verið frá ræðum á
þingi Sameinuðu þjóðanna nú í haust.
Það var t. d. eftirtektarvert, að íslenzk-
ir hlustendur fengu aðeins mjög ófull-
komna hugmynd um ræðu Bevins ut-
anríldsráðherra, er hann flutti á fyrstu
dögum Allsherjarþingsins og var ræð-
unnar þó getið mjög ýtarlega í fréttum
brezka útvarpsins. Ræður forvígis-
manna þjóðanna í austri og vestri á al-
þjóðasamkomu þessari, eru vissulega
markverðar fréttir og í rauninni meira
en fréttir. Það cr nauðsynlegt að heyra
rök þeirra til þess að menn geti skapað
sér skoðun á þeim örlagaþrungnu deil-
um, sem uppi eru í milli þjóðanna. —
Meðferðin á ræðu Bevins í íslenzka
útvarpinu var því mjög til baga. Fleiri
dæmi þessu lík mætti nefna. Yfirleitt
virðast mér erlendu fréttirnar nú orðið
vera styttri og lauslegri en þær voru
hér áður fyrr og er það ekki framför. í
sambandi við fréttirnar skortir hér
nær algjörlega „commentary“ eða stutt
yfirlit og ábendingar í sambandi við
viðburði dagsins. Erindið frá útlönd-
um, einu sinni í viku, nær því ekki, að
gegna þessu hlutverki. Slíkt „commen-
tary“ þarf ekki að vera lengra en 5—8
mínútur hverju sinni, og hentast væri
að það væri flutt, strax að afloknum
fréttum. Til þess starfs þarf vitaskuld
hæfan mann, sem fylgist mjög vel með
alþjóðastjórnmálum og hefur lag á að
vinsa hismið frá kjamanum. Sjálfsagt
væri hægt að finna slíkan mami hér, og
það fleiri en einn, þótt það kostaði fyr-
irhöfn. En það mætti Iíka hugsa sér
aðra tilhögun á þessu máli, sem sé þá,
að fá leyfi brezka útvarpsins til þess
að þýða hin örstuttu yfirlitserindi, sem
jafnan fylgja fréttum brezka útvarps-
ins. Þessi „commentary“ brezka út-
varpsins eru hinn mesti fengur fyrir
ÚTVARPSÞÁTTUR
eftir FROSTA
þá, sem hlýða á fréttir þess, og þau
skýra málin og atburðina að baki
sjálfra fréttanna. Útvarpið notfærir sér
sjálfan fréttalesturinn í brezka útvarp-
inu, en sleppir þessum þætti. Iiann
mundi þó gera aðaldagskráratriði
kvöldsins — fréttirnar — lærdómsrík-
ari og skemmtilegri. íslcnzkir hlust-
endur hafa svo mikinn áhuga á al-
þjóðamálum, að eg er sannfærður um,
að slíkri nýbreytni mundi tekið fegins
hendi af þeirra hálfu. Með lienni mundi
fréttaflutningi útvarpsins og lyft upp
úr stöðnuðu formi og skref væri stigið
að því marki, að gefa dagskránni nýtt
svipmót. En til þess að ná því marki,
þarf vitaskuld að leggja út á fleiri nýj-
ar leiðir. Ókunnar götur kunna að virð-
ast óárennilegar í augum dagskrár-
stjómarinnar, en þá er jafnframt hollt
að minnast þess, að þær vekja eftir-
væntingar- og uppörvunartilfinningu í
brjóstum útvarpshlustenda, og munu
flestir viðurkenna, að þess sé ekki van-
þörf.
■j SAMBANDI við þessa vöntun á
uppbyggilegum umræðum um frétt-
irnar má minna á aðra vöntxm í út-
varpsdagskráimi. Það eru blöðin. —
Brezka útvarpið helgar brezku blöð-
unum nokkra stund á degi hverjum.
Þar er skýrt frá aðalatriðunum í rit-
stjórnargreinum og viðhorfi blaðanna
til málefna. Þessi stund er að jafnaði
mjög fróðleg fyrir erlenda hlustendur
og stuðlar að því, að þeir öðlist aukinn
skilning á heimsmálunum, því að málin
eru rædd frá mörgum hliðiun í blöðun-
um. Vel mætti hugsa sér slíka stund í
íslenzka útvarpinu, hclgaða efni ís-
Ienzku blaðanna, á degi hverjum.
Meira að segja mundi fengur að því að
inn í þann þátt yrði bætt frásögnum af
viðhorfi erlendra stórblaða til mála, t.
d. eftir heimild brezka útvarpsins eins
og Lundúnafréttimar. Eg er þess full-
viss, að íslenzkir hlustendur mundu
taka slíkri nýbreytni fegins hendi.
FROSTI.
39