Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 41
Það er því ekki með neinum ólíkind-
um að álykta, að afskiptaleysi Rússa af
því, sein gerist í ECA, sýni, að Rússar
telji sig ekki hafa efni á því að spilla
samvinnu austurs og vesturs á sviði
efnahagsmála.
Eitt enn getur stuðlað að því, að
Rússar láti störf stofnunarinnar í friði:
Rússar fá afrit af öllum skýrslum
stofnunarinnar, þar sem þeir eru aðili
að henni. Þessar skýrslur innihalda oft
athyglisverðar upplýsingar um efna-
hagsmál hinna ýmsu landa, og Rússar
geta notfært sér þessa vitneskju í
verzlunarsamningagerðum og e. t. v. á
annan hátt.
ECA ER UM þessar mundir að
hefjast handa um stærsta verkefn-
ið, sem stofnunin hefur tekið fyrir, þ.
e. stóraukin viðskipti í milJi Austur-
Evrópu, §em er tæknilega skammt á
veg komin, og Vestur-Evrópu, sem
stendur á miklu liærra framleiðslu-
stigi. Vitað er, að Bandaríkin hafa
mikinn áhuga fyrir því, að takast megi
að leysa þetta verkefni. Marsliall-
áætlunin er að verulegu leyti byggð á
þeirri skoðun, að innan fjögurra ára
megi takast að fá matvæli og timbur
frá Austur-Evrópu vestur á bóginn,
sem jafnist á við þessi viðskipti fyrir
styrjöldina. I annan stað er eðlilegasti
markaðurinn fyrir þýzkan iðnaðar-
varning í landbúnaðarlöndunum í
Austur-Evrópu. Eigi að síður er vert
að benda á, að tillagan um stofnun
sérstakrar verzlunarnefndar innan
ECA, einmitt með þetta fyrir augum,
kom frá Austur-Evrópu. Jafnframt var
lagt til, að ECA stuðlaði að því, að
hraða uppbyggingu iðnaðarins í þeim
löndum, sem þar eru skemmst á veg
komin.
Þegar búið er að aðskilja propa-
ganda frá þessum tillögum, er ekkert
undarlegt, að Austur-Evrópulöndin
vilji gjarnan að ECA taki þessi verk-
efni til meðferðar. Því að þótt Austur-
Vestur-viðskipti séu nauðsynleg fyrir
Vestur-Evrópu, ef henni á að takast að
standa á eigin fótum, er Marshall-
Iijálpinni sleppir, þá eru þessi við-
skipti bein lífsnauðsyn fyrir Austur-
Evrópu, sem nú lilýtur enga fjárhags-
aðstoð vestan um liaf.
AÐ VERÐUR mælikvarði á gildi
og styrkleika ECA, hvort stofnun-
inni tekst að sameina hina tvo mjög
um Evrópu, án þess að sprenging
svo rafmögnuðu póla í efnaliagsmál-
verði. Enginn efi er á því, að báðir að-
ilar kjósa, að þetta takist, þegar frá eru
skildir ofstækismenn, sem halda að
annar hvor málsaðilinn muni græða á
falli hins. Áhorfendur eru ekki á eitt
sáttir um árangurinn. Bretar telja
hann vafasaman, og það skortir ekki
hrakspámenn í Genf. En fram-
kvæmdaráðið reynir að einbeita áhuga
meðlimanna að verkefninu framund-
an, en forða þeim frá því að truflast af
hinu pólitíska óveðri utan dyra.
ECA er nú orðið stórt fyrirtæki, ef
til vill of stórt fyrirtæki. í því pólitíska
óveðri, sem nú gengur yfir heiminn,
getur margt skeð, og það ekki ósenni-
legast, að stormurinn grípi eitthvað
það með sér, sem feyki ECA og fyrir-
ætlunum þess um koll. Framkvæmda-
ráðið gerir sér ljóst, að hætturnar eru
svo margar, að það er einskis að ein-
blína á þær og aðliafast ekki. Ef óveðr-
ið gengur yfir og ECA stendur enn,
verður litið til baka til þessara tíðar,
sem tímabils mikils og hetjulegs starfs
til. þess að sameina Evrópu efnahags-
lega. Ef óveðrið feykir ECA um koll,
verður vissulega ekki um mörg tæki-
færi að ræða til allsherjar endurreisn-
ar í Evrópu í náinni framtíð, og það
alveg án tillits til þess, hversu marga
dollara Bandaríkjaþing ákveður að
láta af hendi til Marshalláætlunarinn-
ar.
(Lausl. þýtt og endursagt).
VIÐ NAUSTIÐ
(Framhald af bls. 27.)
Á þessum árum var krap af frönskum segl-
skútum á miðunum. Geirólíur bóndi greip
mörg tækifæri til að leggjast að þeim. Áfeng-
ið freistaði hans, því að honum þótti sopinn
góður. Hann átti líka þarna góða viðskipta-
vini, seldi þeim vettlinga og annað prjónlcs
fyrir kex, brennivín og jafnvel salt. Þessi
millilandaviðskipti fóru fram i mikilli vin-
semd, þó líkaði betur að skipta við Dunkerk-
inga heldur en Pompolamenn. Geirólfur
bóndi, formaðurinn, gekk jafnan fyrstur á
skipsfjöl, en valinn maður var settur til þess
að gæta bátsins, meðan dvalið var um borð.
Vildi oft brenna við, að tíminn væri fljótur
að líða i félagsskap Frakkanna. Var Geir-
ólfur bóndi stundum mjög þéttur, þegar
hann settist við stýrið, kom fyrir, að hann
óskaði eftir reiðhestum sínum, svo að hann
gæli reynt í þeim þoJrifin á sundi. Við háset-
arnir kímdum, þar sem við rembdumst á
þóítunum úti á fertugu dýpi.
Já, Geirólfur bóndi var mikill hestamað-
ur; og fallegir voru hestarnir lians. Hann
hafði hlotið ýmsar náðargjafir skaparans í
ríkara mæli en almennt gerist. Og hann var
ekki með neinn derring eða sjálfbyrgings-
hátt. Þó að hann hefði staðið í stórræðum
alla vikuna, annað hvort á sjó eða landi,
jafnvel lagt sarnan nætur og daga, þá skyldi
það samt ekki úrraka, að alla helgidaga, f
sæmilegu veðri og vegum, sækti hann langa
leið til sóknarkirkjunnar, sæti þar í kórbekk
og hlýddi messu.
EG var tæplega tvítugur, þegar eg fór frá
Gröf, flutti í aðra sveit, hingað á möl-
ina, og fór að hokra. Efnin voru lítil, eins
og vill verða hjá frumbýlingum. En eg var
liraustur og áræðinn og liafði hlotið gott
veganesti: kynnst verkhyggni og mannkost-
um Geirólfs bónda. Og sem betur fór, liafði
eg borið gæfu til þess að tileinka mér ýms
handbrögð hans. Eg smíðaði bát, hlóð naust
og hóf sjósókn á eigin fleytu. Þar með var
lagöur grundvöllur að efnalegu sjálfstæði
mínu.
Sex árum síðar gekk heftugur lungnabólgu-
faraldur um héraðið. Fólkið hrundi niður,
sérstaklega gamalmenni. Föðurbróðir minn,
sem dvaldi hjá syni sínum, bónda á næsta
bæ við Gröf, var einn af þeim, sem lögðust
á bakið.
Eg lagði af stað að heiman seinni hluta
dags, daginn fyrir jarðarförina. Gangfæri var
gott, lítilsháttar snjógráði á jörð, ár og lækir
á stálahaldi. Fárra nátta jólatungl óð í skýja-
krapi, þegar leið á kvöldið.
Eg kom á áfangastaðinn í vökulok.
Mér var borinn matur. Eg var hress og
lystugur eftir gönguna. Og meðan eg snæddi,
rabbaði eg við heimilisfólkið, sem sat við
vinnu sína í baðstofunni.
„Geirólfur bóndi var á rjátli við naustin
sín í kvöld; hann er þá heldur tindilfættur,
ennþá líkur sjálfum sér. Þegar eg kom á hæð-
ina vestan við vörina, gekk hann austur á
veginn. Eg greikkaði sporið, það dró hægt
saman. Hann gekk álútur, víxlagði hendur
á baki, steig ótt og títt, laundrjúgur, — hann
verður það víst svo lengi sem golan blaktir
í honum. Við Sörkvesá hvarf hann ofan af
melöldunni nokkra faðma á undan mér. Eg
tók til fótanna, ætlaði að grípa kempuna
niðri í árfarveginum, — en þá sá eg hann
livergi. Það var skuggsýnt, tunglið óð í skýj-
um, en þó ekki svo myrkt, flS eg geti botnað
í því, hvernig maðurinn gat leynst. Þarna
aru reyndar klettadrangar, sem mynda djúpa
skugga, — eg kallaði því á Geirólf. Steinhljóð.
Eg held, að hann liafi orðið uppnuminn, —
skil ekki hvaða fjandans tiktúrur hafa verið
í karlanganum að hlaupa í felur.“
Það varð kynleg þögn í baðstofunni. Eg
hætti skyndilega að borða, starði spyrjandi
á fólkið. Húsráðandinn ræskti sig, í rómi
hans var annarlegur hreimur, þungi á hverju
orði:
„Geirólfur bóndi dó úr faraldrinum laust
eftir hádegi i dag."
41