Samvinnan - 01.10.1948, Qupperneq 44
(Tramhald).
streymdu framhjá lionum inn kirkjugólfið. Orgelið hljóm-
aði, sálmasöngurinn var hafinn, en Sölvi sat hnípinn í
kirkjustólnum, gróf höfuðið í höndum sér og reyndi að
leyna því, að hann var hrærður til tára.
Þannig sat hann lengstaf, meðan á guðsþjónustunni
stóð, og Hf hans allt birtist honum í minningunni og stóð
honum ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Sem barn og ung-
ur drengur hafði hann sjálfur gengið ií kirkju og trúað á
allt hið fagra og góða í tilverunni. En nú var hann kom-
inn þangað aftur saurgaður af félögum, er lifðu dag hvern
í synd og svívirðingu, drýgðu morð og guðlöstuðu. Hann
var kominn aftur, kalinn í hjarta og genginn af trúnni.
En allt í einu rétti hann úr sér, og kaldur glampi tendr-
aðist í augum hans. Honum varð hugsað til þess, að allt
væri þetta raunar sjóliðsforingjanum að kenna. Hatrið
blossaði upp í hjarta hans og rak á flótta hinar viðkvæmu
tilfinningar, er náð höfðu tökum á honum um stund. Hann
gekk rösiklega heim á leið frá kirkjunni, einbeittur og næst-
um því þrjózkulegur á svip, enda var honum nú allt ann-
að í hug en áður, þegar hann gekk í kirkjuna fyrir tveim
stundum síðan. Og ekki blíðkaðist hann hót við það, að
hann gekk af tilviljun framhjá hjónum, er einnig voru á
heimleið frá kirkjunni, og þekkti hann, að þar var Beck
skipstjóri og kona hans á ferð.
Hann hafði í hyggju, áður en hann heimsækti föður sinn
í Sandvík, að afla sér fullrar vitneskju um Elísabet. Hann
mundi vel frá fyrri dögum eftir núverandi húsmóður
sinni, hinni skarpleitu og otureygu maddömu Gjers, og
vissi fullvel, að hún kunni góð skil á flestu því, sem gerðist
í bænum, og lá heldur engan veginn á þeim vísdómi sín-
um. Um þetta leyti sunnudagsins voru engir gestir, aðrir
en Sölvi einn, í veitingastofunni. Hann greip því tækifær-
ið, þegar maddama Gjers lagði á borð og slétti úr dúkn-
um fyrir framan hann, og spurði hana, hvort sjóliðsforing-
inn, sonur Becks skipstjóra, væri kvongaður.
„Já, víst er hann það,“ svaraði hún og furðaði sig á því,
að gestur hennar mælti nú upp úr þurru á norska tungu. —
„Það eru, að mig minnir, um það bil þrjú ár, síðan hann
gekk í hjónabandið."
Hún leit rannsakandi á Sölva og bætti við: „En hver er-
uð þér annars, maður minn? Þér eruð þó víst ckki Sölvi
Kristjánsson, sem....?“ Hér þagnaði hún skyndilega í
miðjum klíðum. Sölvi skildi óðar á róm hennat og orða-
lagi, að nafn hans hafði lent á milli tannanna í kjaftakerl-
ingum bæjarins, þegar það spurðist, að hann hefði strokið
af skipinu í Rio. Hann bætti kuldalega við setninguna, þar
sem veitingakonan hafði þagnað:
„Sem strauk frá Beck skipstjóra í Rio hér um árið! Jú,
sá er maðurinn, kona góð. Ekki ber á öðru!“
, Jæja. Ekki skal eg svo sem hafa orð á því,‘ ‘hvislaði hún
í trúnaði og var nú orðin harla áhugasöm um hagi gests
síns.
Þótt Sölvi óttaðist að vísu ekki, að Beck myndi sækja
hann til sakar út af þessu, eftir svo Iangan tíma. var það þó
víst og satt, að þessi gamla stroksaga hafði ráðið mestu um
það, að hann hafði hálfvegis farið huldu höfði, síðan hann
kom heim. Maddama Gjers skildi ekki háðið, sem lá í orð-
um lians og málrómi, þegar hann sagði:
„Eg trúi yður einni fyrir þessu, maddama Gjers, af því
að eg veit vel, að þér eruð kona, sem aldrei hlaupið með
það, sem yður er trúað fyrir!“ Hann grunaði — ef til vill
ómaklega — að gömlu konunni liði álíka vel yfir því, að
komast ekki strax út til þess að segja kunningjakonum sín-
um frá þessum tíðindum, eins og eggjasjúkri hænu, sem
ekki kemst á varpstaðinn!
„Svo að sjóliðsforinginn er þá búinn að staðfesta ráð
sitt,“ sagði hann hugsandi, líkt og hann væri að tala við
sjálfan sig.
„Ójá, víst er um það — fyrir löngu. Brúðkaupið var hald-
ið heima hjá foreldrum brúðarinnar. Þau eru enn á lífi og
búa í Friðriksvörn.“
„Ekki átti Elísabet foreldra á lífi,“ sagði Sölvi dálítið
óþolinmóðlega.
„Elísabet? — Stúlkan, sem var hjá þeim, Beckshjónun-
um, þarna um árið? — Ónei, það er nú önnur saga, að segja
frá því,“ sagði hún með áherzlu. — „Nei, sjóliðsforinginn
gekk að eiga Maríu, dóttur Forstbergs póstmeistara. Hitt
var nú bara svolítið gönuhlaup, sem hann tók undir sig á
sokkabandsárunum, blessaður sjóliðsforinginn ungi. —
Það endaði með því, að það varð að senda stúlkuvesaling-
inn til Hollands. Það var látið heita svo, að hún færi þang-
að í vist.“
„Vitið þér nokkuð ákveðið um þetta?“ spurði Sölvi með
slíkum þjósti, að veitingakonan ruglaðist í ríminu og
fannst, að hún þyrfti að réttlæta þessi orð sín með nýjum
slúðursögum.
„Þetta átti nú svo sem ekki að komast í hámæli, en víst
er um það, að stúlkan hvarf fyrirvaralaust að heiman og fór
af landi burt. Því miður var ekki um neitt að villast, það
vissi bæði guð og menn á þeim árum, þótt nú sé tekið að
fyrnast nokkuð yfir þetta leiðinda-atvik.“
„Hvað var það, sem ekki var um að villast? — Sáuð þér
44