Samvinnan - 01.10.1948, Síða 46
höndina að skilnaði. En hún lét sem hún sæi það ekki, en
hélt áfram sama þræðinum:
„Mundu, að það er gömul kona, sem hefur séð og reynt
sitt af hverju í henni veröld, sem segir þetta!“
Sölvi sat hljóður og hugsandi í bátnum, er hann lét róa
sér út í Sandvík til föður síns. Hann réð það við sig á leið-
inni, að hann skyldi ekki hætta við Hollandsförina, þrátt
fyrir allt.
XVIII.
Þegar við hittum Sölva næst, er hann orðinn skipstjóri
á briggskipinu „Appolo“, og lognkyrran blíðviðrisdag í
októbermánuði leggur hann skipi sínu frá landi á leið til
Púrmurende með timburfarm.
Þegar hann hafði vanið sig af öllum hégóma-grillum
sem sjómaður, var hann raunar all-ánægður með hið gamla,
gisna skip, en þó fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu,
að hann átti það sjálfur. Sjö manna áhöfn var á skipinu,
auk skipstjórans. Piltunum fannst hann harður í horn að
taka, en þeir tóku líka eftir því, að hann var alltaf réttlát-
ur og drengilegur í þeirra garð, svo að þeir sættu sig betur
en ella myndi við harðýðgi hans og óbilgirni. Þeir voru
sjálfir engin brjóstabörn, en strax á fyrstu sjóferðinni
fannst þeim þó nóg um dirfsku hans, því að hann skeytti
því einu að komast leiðar sinnar á sem skemmstum tíma,
hvernig sem viðraði, og Ijúka þannig sem flestum flutn-
ingaferðum til Hollands, áður en ísinn teppti siglingarnar
um jólaleytið. Þegar hásetarnir létu með varúð og hógværð
á sér skilja, að þeim þætti hann sigla fulldjarft í stórsjó og
roki, svaraði hann með stríðnislegri glaðværð, að betra
væri að sigla í stormi en logni, og breytti engu fyiri háttum
sínum í því efni.
Sölvi hafði rekist aftur á Níels Buvaagen í Arnardal, og
hafði lionum tekizt að ráða þennan fornvin sinn til sín á
„Appolo“. Sölvi hændist ósjálfrátt að þessum óbrotna og
einfalda manni, ekki sízt vegna þess, hversu jafnlyndi hans
og starfsgleði var óhagganleg, og ennfremur dáðist hann,
ósjálfrátt en einlæglega, að þeirri djúpu, staðföstu og fórn-
fiisu ást, sem Buvaagen ól í brjósti, til konunnar og barn-
anna heima. Þeirra vegna hefði hann vafalaust verið fús til
að reyra sultarólina fast að sjálfum sér, hvenær, sem þörf
hefði krafizt. Sölvi hlustaði fúslega á barnalegar og opin-
skáar frásagnir Buvaagens um allar þær fjölmörgu mann-
raunir, sem hann hafði ratað í um dagana. Skipstjórinn
hörkulegi, sem sízt virtist líklegur til nokkurrar óþarfa við-
kvæmni, öfundaði raunar með sjálfum sér þennan einfalda
og umkomulausa undirmann sinn. Hann þyrsti eftir þeirri
auðlegð, sem þessi maður átti, þar sem heimili hans var,
eiginkonan og börnin. Stundum varð Sölva hugsað til þess,
að sjálfur hefði hann einnig getað átt slíka auðlegð, ef
hann aðeins hefði verið nógu einfaldur og auðtrúa til þess
að leggja trúnað á allt, sem honum væri ætlað að trúa og
sætta sig við það, sem svo margir aðrir yrðu að láta sér
nægja og felldu sig við með glöðu geði.
Þegar hugsanir hans beindust í þetta horf, fannst honum
stundum sem einhver kaldranalegur tröllahlátur kvæði við
í sál hans. — Því miður var hann ekki fæddur blindur. Það
var augljóst, fannst honum, að Elísabet hafði gefið sjóliðs-
foringjanum ást sína og alla blíðu, meðan hann vildi þýð-
ast hana, og svo---svo þótti hann sjálfur ef til vill nógu
góður til þess að hirða leifarnar!
En mitt í þessum kaldrænu og gremjuþungu hugleiðing-
um sínum fann liann sárt til þess, hversu auvirðilegur og
lágur hans eigin hugsunarháttur og tortryggni var í sam-
anburði við einlægt trúnaðartraust og fórnfúsan kærleika
Níelsar. Vissulega myndi hann, ef hann hefði staðið í spor-
um húsbónda síns, hafa leitað konunni, sem hann unni,
allra mögulegra málsbóta og afsakana, í stað þess að ákæra
hana og dæma harðlega. Hann dáðist að hinum einfalda og
hrekklaust manni, sem gat alltaf komið glaður og grunlaus
heim, án þess að leyfa nokkrum skugga tortryggni eða
grunsemda að skyggja á hið bjarta heiði ástar sinnar og
lieimilissælu. Sölvi sá Níels í anda, þar sem hann sat í skauti
fátæklegs heimilis síns, en þó glaður og stoltur — með sitt
barnið á livoru hné sér, en hin skríðandi og hjúfrandi í
kringum föður sinn og forsorgara.
Það voru slíkar og þvílíkar hugsanir og geðhrif, sem
höfðu undirtökin í sál Sölva, þegar hann ákvað loks að vel
yfirveguðu ráði að fara frá Purmurende til Amsterdam í
því skyni að hitta Elísabet þar.
XIX.
Garvloit skipstjóri, húsbóndi Elísabetar í Hollandi, bjó
við fjölfarna götu, er liggur niður að höfninni í Amster-
dam. Annars vegar við götuna var röð af þriggja- og fjögra-
hæða húsum er byggð voru í hinum venjulega hollenzka
stíl, með grænum gluggaskýlum og þröngum götudyrum
með gljáfægðum dyrahömrum úr látúni. Hinu megin við
götuna liggur skurðurinn upp í borgina með öllum sínum
margvíslegu brúm, bátum, snekkjum og skútum, sem ým-
ist eru á flugi og ferð fram og aftur um skurðinn, eða liggja
við bakkana til fermingar eða uppskipunar.
Kona Garvloits var heilsulítil, en þau hjónin áttu fjögur
hálfstálpuð börn, er öll voru heima í foreldrahúsum, er hér
var komið sögu. Maddömu Garvloit fannst því meira til
um hina ungu og hraustu stúlku, sem hún hafði verið svo
heppin að fá sér til hjálpar, þegar mest reið á, því betur
sem hún kynntist henni. Rosknu fólki gazt vel að alvöru-
blæ þeim og rósemi, sem venjulega einkenndi fas Elísabet-
ar og viðmót hennar allt. Á hinn bóginn var hún létt og
kát, er hún lék sér með börnunum, og stundum næstum
því ærslafengin, svo að maddömu Garvloit fannst nóg um
galsann og hávaðann, sem fylgdi leiknum, þegar svo bar
undir. Þess á milli kom það fyrir, að hún var svo hugsandi
og fálát allan daginn, að fjölskyldan hélt, að hún hlyti að
þjást af megnri heimþrá.
Tveir ungir og einhleypir menn, frændur Garvloits,
voru tíðir gestir á heimilinu. Var annar þeirra gervilegur
og snyrtilegur skrifstofumaður þar í bænum, en hinn, ljós-
hærður og rauðbirkinn piltur, var skipstjórasonur frá
Vlieland. Þótt Elísabet væri harla frjálsleg í viðmóti sínu
gagnvart þessum ungu mönnum og skeytti þá ekki alltaf
um hinar einstrengingslegustu siðareglur í þeim efnum,
komust þeir þó fljótt að raun um það, að engum dugði að
hafa hina minnstu áleitni í frammi, þar sem hún átti í hlut,
— þessi unga, norska stúlka leyfði engum að fara í návist
46