Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. E fni: Ólíkt hafast þeir að....... 3 „Viljans merki“, Samvinnu- kvikmyndin nýja .......... 4 Jöran Forsslund ........... 6 Hafið, hið óendanlega forða- búr mannsins.............. 7 A Ijónaveiðum í A.-Afríku, eftir Axel Eriksson ...... 8 Hvað heldur tunglinu á braut sinni? .................. 10 Samvinnan er samtök frjálsra einstaklinga, eftir Eystein Jónsson fjármálaráðherra .. 11 Harmleikurinn á Austurbæ, framhaldssaga eftir Kristm. Guðmundsson ..............14 Pierre Mendés-France .... 18 Byggingarsaga Þjóðleikhúss- ins ......................21 Tengslin við fortíðina, eftir Vilhj. Vilhjálmsson.......23 Búsáhaldadeild Kron....... 24 Rafael Santi................ 27 Gulleyjan, sögulok ......... 31 Smásagnakeppni Samvinn- unnar ................... 32 FEBRÚAR 1955 XLIX.ÁRG. 2. ÞETTA HEFTI Samvinnunnar kem- ur út nokkru seinna en upphaflega var til ætlazt. Ber margt til þess. í prent- smiðjunni var við vélabilanir og veik- indi að stríða. Sökum yfirvofandi vinnustöðvunar var og ýmislegt, sem viðkemur atvinnulífinu, látið sitja í fyrirrúmi um prentun. HIN NÝJA kvikmynd samvinnu- manna, „Viljans merki“, hefur hlotið mjög góða dóma. Myndin hefur verið sýnd við ágæta aðsókn í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Selfossi og Akranesi. Má segja, að það hafi verið óslitin sigurför. Þegar mjófilman kemur, mun myndin hefja göngu sína um landið, þar sem stórum sýningar- vélum verður ekki við komið. Hinn nýi forstjóri Sambandsins, Erlendur Ein- arsson, hefur haldið ræður við þessi tækifæri, og Benedikt Gröndal hefur rakið sögu myndarinnar og tildrögin að töku hennar. Þá var myndin nýlega sýnd fulltrúum á Búnaðarþingi. Er mikil eftirspurn eftir myndinni, og geta þau kaupfélög, sem hafa í hyggju að fá myndina til sýningar, snúið sér til Fræðsludeildar SÍS. Á VEGIJM Iðnaðarmálastofnunar- innar kom nýlega hér til lands G. Lindahl, bandarískur sérfræðingur í vörudreifingu. Var hann gestur Sam- bandsins í tvo daga og hélt hér fyrir- lestur um nýtízku vörudreifingu og sýndi kvikmynd í því sambandi. Mr. Lindahl tók einkum til meðferðar sjálfsafgreiðslubúðir, sem hann taldi framtíðarfyrirkomulag á vörudreif- ingu. Var fyrirlestur hans einkar fróð- legur og verður væntanlega í næsta hefti Samvinnunnar gerð nánari grein fyrir komu Mr. Lindahl. Eru allar lík- ur til þess, að Sambandið muni nú ríða á vaðið með nýlundu þessa, þar sem nú er fengið hentugt húsnæði til slíks. EFNI í SAMVINNUNA berst tiltölu- lega lítið frá lesendum, en slíkt væri óneitanlega kærkomið. Gæti þar verið um að ræða greinar um samvinnumál- efni, skemmtilegar ferðasögur eða frá- sagnir af mönnum og atburðum. ís- lendingar hafa verið taldir fróðleiks- fúsir og lesa manna mest og gefa út bækur og blöð í mjög stórum stíl, mið- að við tölu landsmanna. Menn hafa hér frá alda öðli haft að dægrastytt- ingu sagnagerð og skáldskap. Ef til vill hefur alþýðukveðskapnum hnign- að nú á þessari vélaöld, eða menn eru svo önnum kafnir, að síður vinnst nú tími til skáldskapar og fræðaiðkana. Það er styrkur okkar íslendinga, hve margir hafa tileinkað sér menntun og fróðleik. Lærdómur er ekki og á ekki að vera séreign nokkurra útvaldra manna. Margur býr yfir meiru en hann í fljótu bragði hyggur. Menn halda, að það sé hlutverk hinna lang- skólagengnu og hámenntuðu að skrifa. En frásagnarlist og ritsnilld á ekki alltaf skylt við mikinn lærdóm. Þar hafa menn úr alþýðustétt náð miklum árangri. Fræðaþulir, sagnaritarar og skáld hafa oft verið erfiðismenn með sigg í lófum, sem tekið hafa penna í hönd að afloknu dagsverki. íslending- ar eiga bókmenntir á heimsmæli- kvarða og sögu sína nákvæmlega skráða frá því landið byggðist. Víst er, að mikið af íslendingasögunum var ritað í klaustrum af lærdómsmönnum, en margir lögðu hér hönd á plóginn. Ef til vill býrð þú, lesandi góður, yf- ir stílsnilld og frásagnargleði forfeðra þinna. Lífskjörin eru að visu önnur, viðhorfin hafa breytzt, en ennþá er ís- lendingurinn sá sami innst inni. Bar- áttan við náttúruöflin og hörð lífs- kjör gegn um aldirnar hafa mótað skapgerðina. í þessu hefti er einmitt rætt um hina miklu ævisagnaritun íslendinga. Við breyttar aðstæður, sem ekki hafa fengið fast form, kemur fram þrá til að brúa bilið til fortíðarinnar og skilj a uppruna sinn. Hefur þú nú ekki, lesandi góður, eitthvað í þínum fórum, sem ekki væri hollt, að „félli í gleymskunnar dá“? Hefur þú ekki eitthvað til málanna að leggja um Samvinnustefnuna eða kaupfélagið þitt? Samvinnan er ein- mitt vettvangur fyrir slíkar umræður. Þá er og að minna á smásagnasam- keppni Samvinnunnar, en frestur til að skila handriti er til 15. apríl. Er að vonum, að menn freisti gæfunnar, þegar svo góð verðlaun eru í boði.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.