Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 12
og Vilhjálmur Þór, hvaða hlutverki sam.vinnuhreyjingunni er cetlað að gegna með þjóðinni. Vilhjálmur Þór hefur gerzt mikill landnámsmaður samvinnunnar á ís- landi. Hann hefur á þeim tiltölulega stutta tíma, sem hann hefur verið for- stjóri Sambandsins, numið ný lönd á vegum samvinnuhreyfingarinnar í svo stórfelldum mæli, að engum hefði fyr- irfram dottið í hug að spá því, sem nú er komið fram í þeim efnum. Hugsuðu menn þó sannarlega gott til forystu Vilhjálms Þórs, þegar hann tók við forstjórn Sambandsins árið 1946. Þegar Vilhjálmur Þór tók við for- stjórn Sambandsins, var hann ekki óþekktur íslenzkum samvinnumönn- um. Hann hafði þá helgað samvinn- unni starfskrafta sína í 23 ár á vegum Kaupfélags Eyfirðinga, eða allt frá því að hann 12 ára gamall gerðist sendisveinn hjá því félagi, og þangað til hann 23 árum síðar var kvaddur til annarra starfa í þágu þjóðfélagsins, þá búinn að vera forstjóri Kaupfélags Eyfirðinga í 15 ár og orðinn frægur af verkum sínum fyrir félagið. Tók hann þó við störfum þar af afburða- mönnum, sem höfðu áður um fjallað. Vilhjálmur Þór hefur verið forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga í 9 ár. Á þessum árum hafa framkvæmdir orðið slíkar af hendi Sambandsins og samvinnuhreyfingarinnar undir for- ystu Vilhjálms Þórs, að þessa tímabils hlýtur jafnan að verða minnzt fyrir stórvirki þau, sem unnin hafa verið, og glæsibrag allan á starfseminni. Þess er enginn kostur að gera viðunandi grein fyrir því í stuttri ræðu, sem gerzt hefur í Sambandinu á þessum árum. Til þess að gera því efni hæfi- leg skil, mundi ekki minna nægja en mikil bók og vafalaust verður hún rit- uð, þegar þar að kemur. Við þetta tækifæri mun ég þó rifja upp nokkur atriði. Verður það þó ekki tilraun til þess að gefa fullt yfirlit um það, sem skeð hefur. Fyrst kemur þrennt í hug: Trygg- ingar, siglingar, olíuvenlun. Fer ég ör- fáum orðum um hvert fyrir sig. Fyrir 9 árum síðan störfuðu hér að- eins fremur vanmáttug tryggingarfé- lög, flest þeirra f raun réttri aðeins umboð erlendra tryggingarfélaga. Samkeppnin var sáralítil í þessari grein, og fáir vissu sannvirði trygg- inga. Vilhjálmi Þór var Ijóst, hve tryggingarstarfsemi er stórkostlegur þáttur í efnahags- og viðskiptalífinu. Tryggingariðgjöld hafa stórfelld áhrif á verðlag og heimiliskostnað. Hér var til mikils að vinna. Keppa að lækkuð- um tryggingariðgjöldum í þágu al- mennings og jafnframt því, að sam- vinnuhreyfingin gæti notið góðs af því fjármagni, sem æfinlega hlýtur að safnast í trygginga- og varasjóði á vegum tryggingarstarfsemi. Vilhjálm- ur Þór tók þetta mál til úrlausnar og lagði svo tryggan grundvöllinn, að nú eru Samvinnutryggingar, fyrir fram- kvæmd hans og þeirra, sem hann hefur valið með sér í málið, orðnar stærsta tryggingarfélag landsins, hafa lækkað verulega tryggingariðgjöld, og orðið samvinnuhreyfingunni allri ómetan- leg hjálparlind í peningamálum. Fyrir 9 árum voru svo að segja all- ar siglingar, að og frá landinu, í hönd- um eins félags, og samvinnumenn og raunar allir landsmenn voru þessu eina félagi háðir um nær alla vöru- flutninga milli landa. Vilhjálmur Þór taldi óhugsandi, að samvinnumenn gætu komið viðunandi skipan á flutn- ingamálin, nema þeir ættu sjálfir skipaflota, gætu haldið uppi sam- keppni við aðra um siglingar og tryggt rétt flutningsgjöld. Ekki sat við orðin tóm. Sex eru skipin orðin. Þessi skipa- floti hefur gerbreytt siglingum og vöruflutningum, bæði til og frá land- inu, og siglingum millilandaskipa við strendur þess, til stórfelldra hagsbóta fyrir samvinnumenn og alla lands- menn. Olíuviðskipti hafa jafnan verið landsmönnum ásteitingarsteinn. Segja má, að fyrir nokkrum árum væri tæp- ast innlend olíuverzlun til í landinu. Félög þau, sem fóru með olíuviðskipt- in, voru í rauninni gerð út af hinum stóru, erlendu olíuhringum. Sam- keppni, í réttri merkingu þess orðs, var ekki til. Þjóðin vissi ekki hvar hún stóð í olíumálunum. Undir forystu Vilhjálms Þór hófst samvinnuhreyfingin handa um að koma upp innlendri olíuverzlun. Að þaulathuguðu máli varð niðurstaðan sú, að réttast mundi að leysa þetta mál í nokkru samstarfi við aðila utan samvinnuhreyfingarinnar sjálfrar. Var því hér hlutafélagsform á haft. Rask- ar það ekki því, að hér er um hreint átak samvinnuhreyfingarinnar að ræða, þar sem hún er hið ráðandi afl í þessum félagsskap. Árangurinn af þessu starfi hefur orðið sá, að rekin er nú á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar stærsta og öfl- ugasta olíuverzlun landsins, algerlega innlend verzlun, sem kaupir og selur, en er engum bundin. Áhrif þessara viðskipta hafa orðið þau, að vörurnar hafa lækkað í verði og viðskiptin orðið hagfelldari, bæði fyrir samvinnumenn og aðra, sem not- ið hafa góðs af, beint og óbeint. Það skiptir þó ef til vill mestu máli í þessu sambandi, að vegna þessa starfs vita íslendingar nú hvar þeir standa í olíu- málunum. Gífurlegt fjármagn þarf, til þess að koma upp viðskiptakerfi til olíuverzl- unar. Hafa þátttakendur í olíufélag- inu því orðið að nota viðskiptaafslátt sinn stórfelldan, til þess að auka hluta- fé félagsins. Hið margvíslega hagræði, sem landsmenn munu njóta af þessu átaki í viðskiptamálum, mun því koma enn betur í Ijós síðar, þegar hið mikla sölukerfi hefur verið byggt upp til fulls. Þetta þrennt, sem ég hef nú talið, er svo stórt í brotunum, að hvert eitt þessara verka hefði nægt til þess að halda nafni Vilhjálms Þórs á lofti innan samvinnuhrejrfingarinnar og utan, hvað þá heldur þetta þrennt saman. Því fer þó víðs fjarri, að með þessu sé öll sagan sögð. Mun ég telja hér til viðbótar nokkur rriál, sem til fram- kvæmda hafa komið á vegum Samb. ísl. samvinnufélaga á þessum 9 árum: Stórfelld stækkun Gefjunar; komið upp ullarhreinsunarstöð, sem þvegið gæti alla ull landsmanna; stofnað til silkiiðnaðar, sem er nýung í íslenzk- um iðnaði; vinnufatagerðar; almennr- ar fatagerðar, framleiðslu rafmagns- mótora, rafmagnsverkstæðis; stofn- sett sérstök, öflug véladeild, sem jafn- framt er lang stærsta bílaverzlun landsins; ráðizt í almenna bókaútgáfu og tekið við útgáfu íslendingasagna; komið upp nýrri kjötsölumiðstöð í Reykjavík, hraðfrystihúsi á Kirkju- sandi og samvinnuþvottahúsi; komið upp byggingastarfsemi á vegum Sambandsins, sem ætlazt er til að ryðji nýjar brautir í byggingarmálum; stofnsettur samvinnusparisjóður, sem 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.