Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Page 27

Samvinnan - 01.02.1955, Page 27
RAFAEL SANTI Á endurreisnartímabilinu stóSu listir með miklum blóma á Ítalíu. Um 1500 voru uppi nokkrir lista- menn, sem taldir eru í fremstu röð. ítalir stóðu þá mjög framarlega í málaralist. í borginni Flórenz höfðu þá aðsetur hinir þekktu snillingar, Michelangelo og Leon- ardo da Vinci, og háðu þeir þar harða samkeppni. Árið 1504 kom ungur listmálari til Flórenz frá smábænum Urbino. Hann hét Ra- fael Santi og var 21 árs að aldri þeg- ar hér var komið sögu. Snemma hafði borið á hæfileikum og áhuga hjá drengnum. Hann átti því láni að fagna að fá snemma að njóta hæfileika sinna, því faðir hans var sjálfur málari. Var Rafael ungum komið til náms. Kennari hans hét Perugino og var frægur fyrir altar- istöflur sínar. Leið nú ekki á löngu að lærisveinninn tók meistaranum fram, en þó sjást víða áhrif frá Perugino í verkum Rafaels. Þótt hinir snjöllu fyrirrennarar Rafaels hefðu þá þegar hafið mál- aralistina í æðra veldi, missti hann ekki kjarkinn. Slíkt var þó títt með- al ungra listamanna, sem féllu í skugga hinna „stóru“. Rafael fann að vísu, að hann var ekki vel sett- ur. Hann hafði ekki þekkingu Leo- nardos, né kraft Michaelangelos. En þessi ofurmenni voru erfið við- fangs og oft lítt við alþýðuskap. Rafael hafði aftur á móti einlæga og geðþekka framkomu, sem gerði það að verkum, að hann komst brátt undir verndarvæng áhrifa- mikilla manna. Og þá hafði hann aðstöðu til að vinna sig upp, þar til er hann stóð á sama þrepi og meist- ararnir. Þegar Rafael var 25 ára gamall, flutti hann til Rómar. Michaelangelo var þá að byrja skreytingu sína á Sixtinsku kapell- unni. Júlíus páfi annar hafði líka verkefni fyrir hinn unga lista- mann. Hann fékk Rafael til að skreyta með málverkum veggi þar í páfagarði, og sýndi hann við það meistaralega hæfileika. En það, sem Rafael er frægastur fyrir, eru Maríumyndir hans. Látleysi og ein- lægni einkennir þær sem önnur verk hans. Slík voru líka einkenni mannsins. Rafael varð ekki langra lífdaga auðið. En honum tókst að tileinka sér ótrúlega mikla listræna kunn- áttu á svo stuttu æviskeiði. Rafael fékkst við ýmislegt fleira en mál- aralist. Hann teiknaði hús og rann- sakaði rústir Rómar hinnar fornu. Hann var jafnvígur á stórar vegg- skreytingar sem andlitsmyndir og verður talinn í fremstu röð málara. Fyrir persónuleika sinn komst hann í kynni við andans stórmenni, og það kom til tals að gera hann að kardínála. Rafael lézt árið 1520, 37 ára að aldri og lét ekki eftir sig neina erfingja. Hann er grafinn í Pan- þenon í Rómaborg. sem hægt væri að nýta. Mörg ágæt fiskimið, sem lítið hafa verið nýtt til þessa, heyra undir þjóðir, sem orðið hafa aftur úr í þróuninni. Menn gera þar ekki miklar kröfur til lífsins. Sérfræðingar Matvælastofnunarinnar reyna nú að kenna íbúum þessara landa að nota sér auðæfi hafsins. Ef til dæmis Indland gæti komið fiskveið- um sínum í sama horf og Japan, væri landið á góðum vegi með að kveða hungurvofuna niður í jörðina. Ein bezta aðferð til að kenna slíkum þjóð- um að hjálpa sjálfum sér, er að kenna þeim fiskveiðar með nýtízku verkfær- um. En það eru ekki aðeins fátækustu þjóðirheimsins, sem þurfa að læra betri veiðiaðferðir. Jafnvel þeir fremstu eiga mjög langt í land. En menn sjá nú fyrir sér möguleika til að hafa fiskitorfur sem húsdýr í sjónum, allt frá því að egginu er gotið og þar til fiskurinn er nægilega stór til að koma á matborð mannanna. Ef til vill mun mannkynið, sem soltið hefur í áraþús- undir á þurru landi, geta að lokum séð sér fyrir nógri fæðu úr hinu óendan- lega forðabúri hafsins. Mendes France (Frh. af bls. 18) heldur kaldlyndur og lítill gleðimaður. Hann sækir sjaldan frumsýningar eða boð. Hann reykir hvorki né dansar og er lítill matmaður. Hann fer á skíði þegar hann getur og leggur slíka alúð við það, sem væri það eitthvert efna- hagsvandamál. Hann þykir þó mjög lélegur skíðamaður og fótbraut hann sig fyrir nokkru síðan á skíðum. í JÚNÍ 1954 bað Auriol forseti Men- dés að reyna stjórnarmyndun, þá átj- ándu eftir stríðið. Mendés var ekki tilbúinn i fyrstu en féllst þó á það að lokum. „Eftir alla þá gagnrýni, sem ég hef látið falla um stjórnina, mundi fólkið ekki skilja, ef ég vildi ekki reyna sjálfur“. En það vantaði þrett- án atkvæði til að það tækist. Hann hélt mjög fræga ræðu skömmu seinna og stjarna hans hækkaði. Stuttu eftir fall Dienbienphu, myndaði hann svo stjórn og var sjálfur forsætisráðherra. Meðalaldur stjórnarmeðlima var 47 ár og sá lægsti í sögu Frakklands. Mendés veitti frísku lofti um stjórnar- salina. Hann tók upp blaðamanna- fundi eins og Roosevelt heitinn Banda- ríkjaforseti, og einu sinni í viku tal- aði hann í útvarp til þjóðarinnar. Hann hefur látið mörg þjóðþrifamál til sín taka, meðal annars hefur hann áfellzt víndrykkju landa sinna og reynt að innleiða mjólk handa börn- um. MENDÉS-FRANCE verður tvímæla- laust talinn einn af höfuðskörungum í stjórnmálum samtíðarinnar. Eftir öngþveiti í frönskum stjórnmálum tókst honum að lægja þær öldur í bili. En hvort sem Mendés-France er úr sögunni í stjórnmálunum, hefur hann afrekað það í stjórnartíð sinni, að nafn hans mun lifa. 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.