Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 14
Harmleikurinn á Austurbæ Framhaldssaga eftir Kristmann Guðmundsson ÞRIÐJI HLUTI Karl frá Austurbæ var orðinn fullkomlega rólegur. Hann kenndi ekki lengur reiði eða afbrýðissemi, heldur aðeins tryggðar. Hann fann hvorki til ótta né uggs, undraðist jafnvel ekki það, sem fram fór fyrir augum hans. Viðhorf hans til lífsins hafði breytzt á stuttri stundu; eftir þetta var allt mögulegt. Honum var orðið ljóst, að hann elsk- aði ekki Amie, eins og hann hafði haldið í fyrstu, en að- eins drauminn um hana. Og hjarta hans var fullt af djúpri og sárri meðaumkun með þessari ógæfusömu veru, er fann ekki frið handan grafar. Hver voru þau ægilegu öfl, er neyddu hana til þess að endurtaka sífellt vofeiflega at- burði liðins lífs, kannske um alla framtíð? — Var enginn möguleiki á því að leysa hana úr þeim hörmulegu álögum? Gat ekki einu sinni guð hjálpað henni? Hann heyrði hana allt í einu segja með býsna hvers- dagslegri rödd: „Þessu er lokið.“ — Því næst gengu þau til sama staðar og þau komu frá og hurfu í myrkrið milli trjánna. En að lítilli stund liðinni kom Arbot aftur og nú var karlmaður í fylgd með honum, — aldurhniginn risi, sköllóttur, með skeggkraga um hálsinn, en rakaðar varir og höku. — Karl starði á hann og fann enn kuldagust fara um bak sér: ^amli lénsmaðurinn hafði ekki tekið munn- inn of fullan, — þetta var óhugnanlegur náungi. Andlit hans var náhvítt í tunglskininu, en augun dimm og djúp, eins og holur. Það var hann, sem tók fyrst til máls, er þeir höfðu staðnæmzt á flötinni, skammt frá rósarunnunum: „Þér hafið gengið á bak orða yðar, Arbot. Fyrir rúmu Stutt ágrip af því, sem komið er Karl frá Austurbæ er að koma heim úr ferðalagi erlendis. Hann hefur erft herragarðinn, sem hefur verið i eyði um hríð sökum reimleika. Þar hefur gerzt harmleikur, sem Karl heyrði í æsku óljóst talað um. Föður- bróðir hans, ívar, bjó þar síðast með hinni fögru en ótrúu Amie. Karl hefur gist hjá lénsmanni sveitarinnar, sem segir honum söguna nánar. Svii nokkur, Arbot að nafni, hafði gerzt þar ráðsmaður og þau Amie höfðu leynilega ástafundi. ívar var talinn hafa orðið honum að bana; síðan hvarf Amie og einnig ívar. Var álitið, að þau hefðu drekkt sér þar i tjöm. Eftir það sáust þau þar öll, er dimma tók, ásamt hinni dularfullu fjórðu persónu. Karl er forvitinn, en þó vantrúaður og gerir hann ferð sína þangað. Allt er í órækt og niðurníðslu. Hann gengur um i tunglsljósinu og sér þau, fyrst óljóst, en síðar koma þau tvö, Sviinn og Amie, út á grasflötina og ræða saman um fortíðina og hið óheillaríka samband þeirra. ári síðan gáfuð þér mér það loforð að fara héðan. Eruð þér búinn að gleyma því?“ Röddin var óvænt, fögur, hrein og hljómmikil, róleg og örugg. Svíinn var æstur og eilítið skrækróma: — „Ég lofaði yður því, já, og ég mun halda það, — þegar Amie fer með mér.“ „Fyrir tveimur árum síðan stóðuð þér á þessum stað, ásamt frú Amie,“ mælti hinn riðvaxni öldungur með hægð. „Þá bað hún yður um að fara burtu og láta hana í friði framvegis. Þér létuð sem þér væruð fús til þess, en báðuð hana að kyssa yður að skilnaði, — aðeins einn koss. Þér þekktuð ístöðuleysi hennar og notuðuð yður það út í yztu æsar. í augnabliksveikleika bað hún yður að fara ekki, — og þér voruð hér kyrr. Hafið þér enga hugmynd um, hvem- ig siðuðum manni ber að breyta?“ Fyrir tveimur árum síðan, hugsaði Karl og kenndi svima, líkt og hann stæði á barmi hyldýpis. Var þá eng- inn tími í veröld þeirra, eða voru raunverulega tvö ár lið- in síðan Amie og Arbot stóðu þarna á flötinni? Nei, það var geðveiki að hugsa sér slíkt. Kaldur sviti spratt út á enni hans og það hvarflaði að honum, að þetta hlyti að vera martröð. Rödd Svíans hljómaði aftur, hávær og skræk: — „Mér er sama hvað þér segið og ég læt yður ekki skipa mér fyrir um neitt. Ég hef alltaf breytt samkvæmt mínum eigin skoðunum á réttu og röngu, og því ætla ég að halda áfram, hvort sem yður er það ljúft eða leitt. Og hvern fjandann sjálfan kemur yður þetta við? Hvað eigið þér með að skipta yður af Amie? Hvers vegna eruð þér að reyna að stjórna lífi hennar og gerðum?“ Röddin hljómfagra svaraði, örugg og kyrrlát, en nú var kveðið dálítið fastar að orðunum: — „Ég reyni það ekki, ég geri það. Og yður er hollast að taka fullt tillit til ákvarð- ana minna í þeim efnum.“ „Á þetta að skoðast sem hótun?“ „Já. Og það er skynsamlegast fyrir yður að gera ekki minna úr henni en efni standa til.“ „Ég fer hvergi. — Ég get ekki farið. Þér megið ekki krefjast þess af mér. — Ég elska hana; skiljið þér, hvaða þýðingu það hefur; vitið þér hvað ást er?“ „Ójá, ég fer nokkuð nærri um það,“ svaraði hin kyrra rödd öldungsins. „En eigi að síður get ég ekki látið við- gangast að þér eyðileggið líf hennar. Þótt yður komi það ekki við, skal ég láta yður vita, að hún er mjög göfugrar 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.