Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 16
Að minnsta kosti verður það að bíða seinni tíma. Kannske
að tíu árum liðnum, ef við lifum öll þá.“
„Amie verður þó einhvern tíma að fá að vita, hverjir
foreldrar hennar voru.“
„Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að kynna henni
alla málavexti, þegar móðir hennar er dáin.“
„Móðir hennar er þá enn á lífi?“
,Já“
„Og faðir hennar?“
Við þeirri spurningu kom ekkert svar. En í þögninni,
sem varð á eftir, heyrði Karl hvískur undir gafli kofans.
Og þegar hann færði sig dálítið, sá hann, að Amie og Arbot
stóðu þar hlið við hlið. Þau höfðu vafalaust heyrt allt, sem
sagt var á pallinum, en aðeins slitur af samtali þeirra
barst til hans:
„-----kvíði fyrir hverju einasta kvöldi,“ hvíslaði Amie.
„Þetta er allt svo uggvænlegt.“
„Hafðu ekki hátt,“ tautaði Svíinn. „Þú veizt, að — ef
hann heyrir til okkar.“
„Þetta er skrambi ævintýralegt allt saman,“ sagði ívar
frá Austurbæ. „Og ég er auðvitað mjög forvitinn.“
„Mér þykir mjög leitt að geta ekki satt forvitni yðar,“
svaraði öldungurinn. Rödd hans var kyrr og hljómfögur
sem fyrr, en allt í einu brosti hann og brosið gjörbreytti
andliti hans svo, að nokkur augnablik varð það allt að
því viðkunnanlegt. En augun voru jafndimm og einkenni-
leg eftir sem áður, og brosið hvarf skjótt. — Hvaða furðu-
persóna er þetta?“ hugsaði Karl, undrun lostinn yfir svip-
brigðum mannsins. Getur það verið, að Amie sé dóttir
hans? Það var eitthvað í brosi gamla mannsins, sem minnti
á hana. —
Spurning Ivars kom sem svar við hugsunum hans: —
„Þér getið þá ekki sagt mér, hvort faðir hennar lifir?“
„Hann er enn á lífi.“ Rödd Woldaris bar vott um dálitla
óþolinmæði. — „En meira get ég ekki sagt yður, þótt mér
þyki það leitt. — Þér hafið sýnt mér gestrisni og umburð-
arlyndi, enda þótt yður hljóti að finnast framkoma mín
undarleg. En eins og ég hef þegar sagt yður, vil ég ógjarn-
an hitta aðrar manneskjur en þær, sem ég á erindi við. Þér
hafið tekið fullt tillit til þessara kenja minna, og fyrir það
er ég yður þakklátur. Og —,“ hann hikaði Iítið eitt, en hélt
svo áfram nokkru lægra: „Þér hafið verið Amie góður. Þér
hafið gert hana hamingjusama.“
Andartaksþögn. Svo mælti ívar frá Austurbæ kyrrlát-
lega: — „Er það hennar vegna, sem þér viljið að ég reki
Arbot?“
,Já“
„Mér datt það í hug. Ég spurði hana einu sinni, hvort
hún hefði þekkt hann áður en hann kom hingað, en þá leit
hún aðeins á mig, án þess að svara. Það var eitthvað biðj-
andi og dapurt í tilliti hennar, og ég nefndi þetta aldrei síð-
an. En mér varð ljóst þá, að þau mundu hafa haft eitthvað
saman að sælda áður en ég kynntist henni.“
„Hann var kennari hennar á Irjuvale.“
„Einmitt það. Og hún elskaði hann þá þegar?“
Þetta var sagt rólega og blátt áfram, en það var eitthvað
í málrómi frænda hans, sem gerði að Karli gekk kalt vatn
milli skinns og hörunds. — ívar hafði þá vitað þetta frá
fyrstu tíð, og samt lét hann Svíann vera kyrran.
„Hún var ekki annað en barn á þeim árum,“ svaraði öld-
ungurinn. „Auk þess var hún mjög einmana; hann var eini
ungi maðurinn, sem hún kynntist. Kennaravalið var
óheppilegt, — ég komst fullseint að því, hvern mann hann
hefur að geyma. En nú veit ég það. Þess vegna bað ég yð-
ur um að láta hann fara á brott héðan sem skjótast. Þér
skiljið mig vafalaust?“
„Fullkomlega. En vill hún að hann fari?“
„Hvað eigið þér við?“
„Ég á við það, að ef Amie er mótfallin brottför hans,
þá er tilgangslítið að reka hann héðan.“
„Á ég að skilja yður svo, að þér séuð tilleiðanlegur til að
láta Arbot fá konuna yðar, ef hann óskar þess?“
„Hér er ekki um hans óskir að ræða, heldur konunnar
minnar.“
„Kvenfólk veit aldrei hvað það vill.“
„Er þetta sannfæring yðar?“
„Nei.“
„Ég efast líka um það. Og ég verð að vita vilja Amie,
áður en ég tek ákvörðun. — Sjáið þér til, Amar Woldaris:
Mér þykir líklegt, að ég geti ekki lifað án hennar, en samt
er það ekki það, sem mestu máli skiptir. — Þér eruð eldri
og reyndari en ég, og þér vitið sjálfsagt meira um ástina.
Vel má því vera, að yður finnist það heimskulegt, en ég
vil ekki halda í Amie, ef hún elskar annan mann. Þótt ég
viti það ekki með vissu, sýnist mér flest benda til þess, að
hún elski Arbot. Og ég vil ekki eiga hana nauðuga. Hún
verður að velja á milli okkar, — velja þann, sem hún elsk-
ar mest.“
„Og þér gerið enga tilraun til að hafa áhrif á gang máls-
ins? — Fyndist yður ekki ómaksins vert að berjast dálítið
fyrir henni?“
„Barátta mannanna er margháttuð, Woldaris. Ég hef
leitast við að gefa Amie hamingju. Og hamingjusöm skal
hún verða, — með honum, ef ekki vill betur til.“
Þegar öldungurinn tók aftur til máls, var rödd hans jafn-
kyrr og fögur sem fyrr, en það var keimur af háði í henni:
— „Þetta er fallega hugsað,“ sagði hann; „blátt áfram
göfugmannlegt. En þér virðist gleyma einu, herra minn:
Arbot þessi er misyndismaður, samvizkulaus tækifæris-
sinni, er einskis svífst. Ég þekki feril hans og veit hvað ég
segi. Hann er vís til þess að fara illa með Amie, þegar hann
er búinn að ná henni á vald sitt, jafnvel misþyrma henni.
Hvernig fellur yður sú tilhugsun, ívar frá Austurbæ? Fín-
gerða og fallega konan yðar varnarlaus í höndunum á
menningarlausum rudda.“
ívar laut áfram í stólnum og starði á öldunginn hálf-
luktum augum. — „Ég myndi drepa hann,“ sagði hann
hásum rómi. „Það hefur hvarflað að mér oftar en einu
sinni að stytta honum aldur.“
„Loksins sögðuð þér orð af viti. Djúp gröf í skóginum
myndi geyma hann vel og örugglega, og ég skal ábyrgj-
ast, að Amie gleymir honum skjótt.“
„Ef ég væri viss um það, — nei.“ — ívar rétti úr.sér og
hristi höfuðið. „Við tölum óvarlega, Amar Woldaris. Ein-
hver gæti heyrt til okkar og misskilið spaugið.“
„Spaug getur breytzt í alvöru fyrr en varir. Fleiri en
þig kynni að langa til að rjála við Arbot ráðsmann.“
16