Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 9
Stolt skin úr andlilsdráttum hinna hávöxnu Massai-manna, — enda álíla þeir sig fullkomnustu mannverur jarðarinnar. Konur annast byggingar. Fjölkvæni er algengt meðal Massai- þjóðflokksins. Bezt þykir að eiga tíu konur, en þær hafa þá flest störf með höndum. Konurnar byggja hús fjöl- skyldunnar. Grind úr grönnum grein- um ber það uppi, en síðan er hún klædd með hálmi og svo þétta þeir að lokum í rifur með kúamykju. Gagnstætt karlmönnum, sem þar leggja gífurlega vinnu í hár sitt, hafa konurnar lítið af því að segja. Höfuð þeirra eru algjörlega rökuð. Stundum kemur það fyrir, að menn gefa kon- um sínum nokkra metra af kopar- þræði, sem þær nota sem skraut um háls sér. Massai-konurnar hafa ekki mikil forráð. En þær hafa þó með höndum hinar þýðingarmiklu birgðir af mjólk og einnig hafa þær umráð yfir ölinu, sem þær brugga sjálfar. Það er álitið óviðeigandi, að húsbóndinn komi inn í það „herbergi“, sem mjólkur- og ölbirgðirnar eru geymdar. Ef konum- ar tilkynna ölþrot, á hann að taka orð þeirra góð og gild, en fyrir kemur, að hann reynir að komast að sannleik- anum. Venjulega endar slík rannsókn með feiknarlegu rifrildi, hvort sem hann finnur nokkuð eða ekki. Engin afbrýðissemi. Ekki verður vart neinnar öfund- S)^ki né afbrýðissemi hjá Massai-þjóð- flokknum. Konur og menn á sama ald- ursskeiði skipta oft um maka, og komi góðvinur í heimsókn, er mjög vana- legt að honum sé fengin eftirlætis- eiginkona húsbóndans. Ef slíkt sam- band leiðir til þess, að konan eignist barn með vininum, leiðir það hvorki til rifrildis né skilnaðar, svo framar- lega sem hann hafi verið á réttu ald- ursskeiði. Elskhuginn verður bara eftirlætisvinur fjölskyldunnar á eftir. Kynferðislegt samband milli ólíkra aldursflokka er eiginlega ekki leyft, en menn eru samt ekki nákvæmir með það. Ef einhver af eiginkonunum eignast ekki barn, er sá siður viðhafður, að ef einhver hinna á fleiri en eitt, tekur sú barnlausa það strax eftir fæðinguna. Hún borgar ljósmóðurinni með full- orðinni kú og kálfi. Ekki með einu orði er minnzt á það, að hún hafi ekki alið barnið sjálf. Það lætur ótrúlega í eyr- um, en því er trúað statt og stöðugt, að með nuddi og sérstöku mataræði geti fósturmóðirin haft barnið á brjósti. Oft hitti ég hópa af ungum Massai- mönnum, sem reikuðu þar um. Þeir eru kallaðir Moranar. Þetta voru stæðilegir unglingar, 16—17 ára og smurðu þeir andlit og líkami sína með rauðsmyrsli. Með löng spjót og hár- greiðslu, sem mjög líkist hjálmum Rómverja hinna fornu, voru þessir unglingar hinir stríðsmannlegustu á að líta. Hárið er stolt þeirra. Það er látið vaxa þar til það nær öxlum. Þá er viss fjöldi hára spunninn saman í snúða, sem er mjög flókin aðferð. Eft- ir að hárhjálmurinn hefur verið gerð- ur, er stungið í hann löngum hárskúf og að lokum er hárið smurt vandlega með feiti og rauðsmyrslum. Aður fyrr var það stærsta verkefni Framh. á bls. 20. Þeir eru óblíöir á svipinn þessir. Geysistórar flugur sitja i hrúgum á þeim, en þeir viröast ekki gefa þvi gaum. Það er nokkrum vandkvæðum bundið að finna hina lágreistu kofa þeirra Massai-manna. Fyrst eftir að ég hafði Ifeitað næstum hálfan dag, fann ég að lokum lítið Massai-þorp. Hér bjuggu fimm fjölskyldur. Kring um hringmyndaða kofana var girðing og þar var bústofninn hafður um næt- ur. Hreinlæti er ekki hin sterka hlið Massai-manna og hræðilegan óþef lagði móti mér. Það var svermur af feiknarstórum flugum. Þær sátu í hópum á andlitum manna og hvar sem vera skal á skrokknum, en hvorki konur né menn hreyfðu legg né lið til að fjarlægja þær. Þess skal getið í þessu sambandi, að ef til vill versta plága Afríku, tse-tse flugurnar, herja oft á bústofn Massai-manna. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.