Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 8
Á ljónaveiðum í Austur-Afríku Axel Eriksson segir frá Massai-þjóðflokknum 1 Nairobi, höfuðstað Kenya, sá ég meðal annars þeldökka, stæðilega menn, sem klæddir voru í dökkrauð- ar skykkjur. Þær skýldu þó aðeins að litlu leyti hinum grannvöxnu líköm- um þeirra. I annari hendi sinni höfðu þeir langt, lipurt spjót, og nokkrir þeirra höfðu sem höfuðbúnað makka og höfuðleður af ljóni. Það var hægt að lesa stolt út úr hinum reglubundnu andlitsdráttum þeirra. Þeir gengu hægt og virðulega, og þeim virtist standa fullkomlega á sama um ver- öldina og umheiminn. Þeir voru greinilega fulltrúar Massai-þjóðflokks- ins, en það er hamítaþjóðflokkur, sem margir fræðimenn álíta að sé skyldur þjóðflokki þeim, er bjrggði Egypta- land í þá daga, er Faraóarnir réðu þar ríkjum. Einhvern tíma í fyrndinni hefur þessi þjóðflokkur hörfað undan Semítaþjóðum Asíu, og tekið sér ból- festu á hinum risastóru víðlendum, sem ná austur og suð-austur frá Viktoríuvatninu í Austur-Afríku. Massai-þjóðflokkurinn mun vera að fjölda nálægt hundrað þúsund, og voru þeir Massai-menn fyrr á öldum þekktastir fyrir að vera grimmir stríðsmenn. Nú á dögum fást þeir eingöngu við búskap og veiðar. Þeir álíta sig vera salt jarðar og þeim finnst þeir standa öllum þjóðum fram- ar. Þeir kunna vel fótum sínum for- ráð og þeim mundi aldrei detta í hug að gefa sig hvítum mönnum á vald. I samskiptum og umgengni við Evr- ópubúa koma þeir vel fram og eru oft Höfundur þessarar frdsagnar, Axel Eriksson, er scenskur blaða- maður og ferðalangur. Hann hef- ur farið vitt um heim og er þekktur fyrir skrif sín. Kom hann hér við á leið til Suður-Ameríku. I þessari frásögn segir hann frá kynnum sínum við Massai- þjóðflokkinn í Afríku, en hann er talinn með stórvöxnustu þjóð- \\ flokkum í heimi og þekktur fyrir stolta framkomu og einkennileg- ar siðvenjwr. ; vingjarnlegir, en öðru hvoru kemur það fyrir, að þeir sýna, að þeir ráða lögum í sínu landi. Frásögn nokkurra sænskra manna, sem unnu þar við vatnsborun, er glöggt dæmi um slíkt. Þeir höfðu það verkefni að bora eft- ir vatni á Massai-sléttunni. Þrutu þá drykkjarvatnsbirgðir þeirra og þar sem það var mjög erfitt að ná vatni úr nærliggjandi ám, sneru þeir sér til Massai-manna með hjálp við vatns- borunina. Massai-menn tilkynntu, að beiðnin yrði tekin til umræðu á ráð- stefnu. Eftir tólf tíma voru þeir látnir vita, að Massai-menn hefðu tekið til greina beiðni þeirra og nokkrir ungir menn úr þjóðflokknum voru sendir þeim til hjálpar. Það vildi svo til, að ég fékk tæki- færi til að kynnast þessum stolta þjóðflokki, er leið mín lá gegnum Iand þeirra. Þegar komið er út á Massai- sléttuna, skilur maður hin óendanlegu skilyrði þeirra til að lifa frjálsu lífi. Grasi gróin sléttan nær svo langt sem augað eygir, í fjarska gnæfa slokknuð eldfjöll og Kilimandarjo, hæsta fjall Afríku. Höfundur er hér i hópi Massai-manna. Framkoma þeirra gagnvart hvitum mönnum er vingjarn- leg, en ekkert gceti fengið þá til að gefa sig þeim á vald. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.