Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 13
Á árshátið Starfsmanna SÍS afhenti Hallgrimur Sigtryggsson stórt og glæsilegt málverk aj stofn- fundi SÍS, sem starfsmenn Sambandsins gáfu á 50 ára afmeeli stofnunarinnar, en Karen Agnete Þórarinsson hefur unnið að myndinni siðan. — Myndin sýnir málverkið, sem er 2x2.5 metrar d slœrð, er það var afhjúþað i salnum á Hótel Borg. vafalaust á eftir að verða samvinnu- banki; reist glæsilegt félagsheimili; Sambandið eflt stórlega að húsakosti og framtíðin undirbúin margvíslega með öflun nauðsynlegra lóða og hvers konar aðstöðu á þýðingarmestu stöð- um; almenn verzlunarstarfsemi efld og aukin stórkostlega; tekinn þáttur í Aburðarverksmiðju, en afskipti V. Þ. af því máli eru orðin mikil og merki- leg og efni í frásögu, sem ekki verður hér við komið. Sumar þær deildir eða starfsgrein- ar, sem ég nefni hér ineð einu orði, mundu vera meðal stærstu fyrirtækja landsins, ef þær væru reknar sér í Iagi. Félagsmönnum í kaupfélögunum hef- ur fjölgað á þessum árum um á sjötta þúsund manns. Starfsmenn Sam- bandsins voru 431 í upphafi þessa tímabils, en eru nú á tíunda hundrað- inu. Eg tek það enn fram, að þetta er ekki tæmandi upptalning. Hér eru dregin fram höfuðatriði og áreiðanlega hafa þau ekki öll komizt með á þenn- an lista. Það, sem nú hefur verið sagt, lýsir því nokkuð, hvílíkt feiknaverk það er, sem Vilhjálmur Þór hefur af- rekað í þágu samvinnuhreyfingarinn- ar þau ár, sem hann hefur haft foryst- una. Við í stjórn Sambandsins höfum undrazt, hverju Vilhjálmur Þór hefur komið áleiðis, þrátt fyrir þá gífurlegu erfiðleika, sem á vegi hans hafa verið. Áræði hans og kjarkur er með ein- dæmum, en um leið raunsæi svo óbil- andi, að við minnumst þess ekki, að hann hafi gert tillögu um nokkra framkvæmd, sem vonbrigðum hafi valdið, þegar til framkvæmda kom. Vilhjálmur Þór sameinar gætni og á- ræði á undraverðan hátt. Þetta er með svo óvenjulegu móti, að manni dettur í hug að leita skýringar. Mér kemur í hug, að það kunni að eiga sinn þátt í þessu, að Vilhjálmur, sem er að upplagi svo áræðinn og stórhuga, gerðist kornungur forstjóri í stærsta kaupfélagi landsins á erfiðum tímum. Lærði hann því snemma að sjá fótum sínum forráð, þótt stórhugurinn væri mikill. Ég minntist áðan á erfiðleika. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég geti gefið mönnum hugmynd um þá baráttu og erfiði, sem það hefur kostað Vilhjálm Þór að koma öllum þessum stórmálum í höfn. Ég veit um stofnfjárskort, veltufjárskort, gjaldeyriserfiðleika og við höfum grun um fjölda margt fleira, sem orðið hefur á vegi hans og þurft hefur að yfirvinna. Hér hefur og komið fleira til en við- skiptalegir erfiðleikar einir eða fjár- hagsleg vandamál. Við vitum, að hið stórkostlega landnám samvinnuhreyf- ingarinnar á Islandi síðustu árin, hef- ur ekki gerzt þegjandi og hljóðalaust. Árásum slíkum hefur V. Þ. sætt á þessu tímabili, að tæpitungulaust verður ekki annað sagt, en að hann hafi blátt áfram verið ofsóttur af and- stæðingum samvinnuhreyfingarinnar þann tíma, sem hann hefur farið fyr- ir liði samvinnumanna. Þá vaknar spurningin: Hvernig get- ur á því staðið, að þau stórfelldu verk, sem ég hef á minnzt, og sem okkur finnst hafa komið svo miklu góðu til leiðar, skuli hafa orðið undirrót og ástæða fyrir slíkum árásum? Þarkem- ur fleira en eitt til. Framh. á bls. 19. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.