Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 6
Jöran Forsslund i Jöran Forsslund hefur á síðustu mánuðum skilað tveim verkum, sem íslendinga varða, kvikmynd- inni „Viljans merki og bókinni „Vind över Island“. Með þessum tveim verkum hefur Forsslund skipað sér í fremstu röð þeirra manna erlendis, sem af áhuga og þekkingu kynna ísland meðal ann- arra þjóða. Forsslund, sem á íslandi kallar sig oft Jörund Karlsson, er Dala- maður að ætterni og var faðir hans, Karl Forsslund, þekkt skáld. Jör- undur hlaut menntun sína í Brúns- víkurskóla og lagði snemma fyrir sig blaðamennsku. Hafði hann áhuga á margvíslegum efnum, náði góðum árangri sem ljósmyndari, tók flugmannspróf og skrifaði bók um svifflug. Leið hans lá þá von bráðar til höfuðstaðarins, Stokk- hólms, og hann var ráðinn til sam- vinnublaðsins „Vi“. Blaðamennskan krafðizt mikilla ferðalaga af Forsslund, um Svíaríki þvert og endilangt og allt til Suður- Ameríku. Fékk hann brátt orð fyrir hvorttveggja, lipran og lifandi frá- sagnarstíl og góðar myndir, sem hann tók og birti með greinum sín- um. Þá fékk hann fyrstu verkefni sín á sviði kvikmyndanna, um sam- vinnu og sjálfsbjörg í dreifbýli Smálanda, og líf Lappanna í Norður-Svíþjóð. Þótti honum tak- ast svo vel á því sviði, að honum hafa verið falin æ fleiri verkefni svipaðs eðlis, og er hann nú kvik- myndastjóri sænska samvinnu- blaðsins. Sumarið 1951 sendi „Vi“ Forsslund til íslands til að safna efni í grein- ar. Dvaldist hann lengi sumars hér á landi og skrifaði fjölda athyglis- verðra greina, sem voru að mörgu leyti einn athyglisverðasti greina- flokkur, sem birzt hefur um landið og þjóðina í erlendu riti. Fékk höf- í undurinn sjálfur svo mikið dálæti [ á landi og þjóð, að hann kom fljót- j lega aftur og tók að undirbúa bók j þá, sem nú er út komin. Var því j eðlilegt, að honum væri einnig fal- j in stjórn kvikmyndarinnar, sem | norrænir samvinnumenn ákváðu j að taka hér í fyrrasumar. Bókin „Vind över Island“ er skrif- j uð af mikilli samúð, svo að ekki sé [ notað sterkara orð, með íslenzku j þjóðinni, og miklum skilningi á [ högum hennar og hugsunarhætti. j Auk þess að vera skemmtilega og j vel skrifuð, er hún full af upplýs- j ingum og fróðleik og skreytt fjölda | mynda, sem Forsslund hefur sjálf- ! ur tekið. íslendingar, og sérstaklega ís- j lenzkir samvinnumenn, hafa á- [ stæðu til að þakka Forsslund fyrir j hið mikla starf, sem hann hefur j þegar unnið við að kynna landið og j þjóðina, og þá vinsemd, sem hann j hefur sýnt í hvívetna. kunnur sænskur tónfræðingur til að gera tónlist fyrir myndina og heil hljómsveit til að leika. Nú var starfinu svo langt komið, að kvikmyndin var tilbúin — en þög- ul. Tónlistin var tilbúin á sérstöku segulbandi og textinn lesinn inn á annað band. Var nú eftir að fella allt þetta saman á eina kvikmyndaræmu til sýningar og má nærri geta, að það var vandasamt verk, sem krafðist ítr- ustu nákvæmni. Um þær mundir, sem texti mynd- arinnar var lesinn, hafði maður farið utan frá íslandi og sezt við að skrifa íslenzkan texta fyrir myndina, sem hann las inn á band til að fella inn á íslenzku útgáfuna. Jafnframt gerð- ist hið sama fyrir finnsku, dönsku, norsku og ensku, og væntanlega verð- ur myndin gerð fyrir fleiri þjóðir síð- ar. Þessi kvikmynd er að verulegu leyti almenn Islandsmynd, svo mikið sýn- ir hún af landinu, þjóðinni og lifnað- arháttum fólksins, auk þeirra svip- mynda af samvinnustarfinu, sem hún bregður upp. Myndin er fyrst og fremst sniðin fyrir erlenda samvinnu- menn og gerð með það fyrir augum að kynna þeim ísland sem bezt, enda má kalla öruggt, að milljónir manna erlendis muni sjá myndina á næstu árum. Er vonandi, að íslenzkir sam- vinnumenn hafi í samstarfi við aðra norræna samvinnumenn gert heil- brigðri, íslenzkri landkynningu nokk- uð gagn með kvikmynd þessari. „Viljans merki“ er önnur kvik- myndin af landi og þjóð, sem SÍS læt- ur gera. Hin fyrri var gerð fyrir heims- styrjöldina síðustu og tók hana Vig- fús Sigurgeirsson. Var það afbragðs mynd, sem brá upp ógleymanlegum myndum úr þjóðlífinu, en það hefur tekið svo miklum stakkaskiptum, að myndin hefur þegar, aðeins rösklega 15 ára gömul, mikið heimilda- og fróðleiksgildi. Eftir töku kvikmyndarinnar d íslandi var mikil vinna við að fullgera hana i Stokkhólmi. Myndin sýnir hljóðfreeðing við upptöku textans. 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.