Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 20
langa hríð hafa staðið í öndverðri fylkingu, og við minnumst þess, að í salarkynnum Sambandsins úir nú og grúir af ungu, glæsilegu fólki. Við minnumst þess einnig, að nokkrum úr liði yngri kynslóðarinnar hefur verið skipað í fylkingarbrjóst og einum þeirra falin sjálf forustan. Við þetta allt eru miklar vonir tengdar og við, sem þekkjum þann, sem til forystunn- ar var valinn, væntum okkur mikils af honum. Þetta vasklega lið er gagntek- ið af stórhug þeim og röskleika, sem einkennt hefur forystu Sambandsins undanfarið, og Vilhjálmur Þór á ekki sízt þakkir skildar fyrir þann glæsilega liðsauka, sem hann hefur fært sam- vinnuhreyfingunni undanfarin ár með vali starfsmannanna. Við kvíðum því ekki framtíðinni, heldur horfum örugg fram á veginn. Þegar Vilhjálmur Þór nú fer frá SÍS, tekur h ann við einu af hinum þýðingarmestu trúnaðarstörfum þjóð- arinnar, og það er okkur bót í máli. Við vonum, að hann eigi eftir að starfa Iengi enn af sama stórhug og dugnaði og hann hefur gert fram að þessu, á hverju, sem hann hefur tekið. Við vitum, að Vilhjálmur Þór verður samvinnumaður eftir sem áður, þó að hann taki að sér annað verkefni en forstjórn Sambandsins. Við vitum, að samvinnan mun ætíð eiga hauk í horni, þar sem Vilhjálmur Þór er, og við vitum, að hann mun ætíð beita áhrifum sínum til þess, að samvinnu- hreyfingin njóti jafnréttis á hvaða vettvangi, sem hann starfar. Okkur er það ljóst, samvinnumönn- um, að verka Vilhjálms Þórs í þágu samvinnuhreyfingarinnar verð- ur minnzt meðan saga hennar verður sögð og skráð. Þess manns mun verða lengi minnzt í okkar samtökum, sem allsstaðar sá ný verkefni og færar leiðir til þess að leysa þau. Ég leyfi mér við þetta tækifæri að færa Vilhjálmi Þór heilhuga þakkir okkar sambandsstjórnarmanna fyrir samstarfið og hin miklu afrek hans í þágu samvinnusamtakanna. Mér er ljóst, að þúsundir manna víðsvegar um land, sem ekki eiga þess kost að vera hér viðstaddir, mundu vilja færa honum þakkir sínar nú. Mér finnst því engin ofdirfska að segja, að þegar ég tala hér nú fyrir Sambandsstjórn- ina, þá færi ég honum þakkir í umboði þúsunda, já, tugþúsunda samvinnu- manna um allt land, fyrir störf hans í þágu samtakanna. Látum Vilhjálm Þór finna, að við metum störf hans. Við þökkum Vilhjálmi Þór og hyll- um hann. Við óskum honum til ham- ingju með hið nýja starf hans og ósk- um honum gæfu og gengis. Á Ijónaveiðum... Framh. af bls. 9. unglinganna að verja land sitt og gera herferðir gegn öðrum þjóðflokkum. I slíkum ferðum náðu þeir sér gjarnan í bústofn. Nú draga þeir að vatn og gæta hjarða um nætur, og leita að dýrum, sem laumast hafa úr hjörð- inni. Þessir unglingar lifa mjög áhyggjulausu lífi. Vanalega búa þeir með ógiftu stúlkunum í sérstökum kofum. Þeir bera mikla virðingu fyrir hin- um eldri, og þeir hafa þá reglu að brjóta ekki bannið gegn reykingum og öldrykkju. Til þess að verða stórir og sterkir drekka þeir mjög uxablóð, sem þeir tappa úr lifandi uxum. Ekki er álitið, að dýrin bíði neina hnekki við þessa blóðtöku. Spjót einu vopnin við Ijónaveiðar. Hinir ungu Massai-menn eru ekki verfeðrungar. Eins og forfeður sínir fara þeir á ljónaveiðar, vopnaðir að- eins spjóti og skildi. Þeir umkringja ljónið og reita það til reiði með há- værum hrópum. Hringurinn er þrengd- ur skref fyrir skref, og ljónið, sem nú er orðið viti sínu fjær af reiði, ræðst að lokum á einhvern í hringnum. Sá hinn sami tekur á móti árásinni og beitir spjóti sínu móti ljóninu. Oft kemur það fyrir, að unglingur sá, sem ljónið ræðst á, slasast alvarlega eða jafnvel hlýtur bana af. Englendingur nokkur, sem vitni var að slíkum veið- um, skaut ljónið niður, einmitt þegar það bjóst til árásar. Honum fannst, að maðurinn legði líf sitt í stórhættu og vildi forða slysi. En hann hlaut lít- ið þakklæti fyrir. Unglingarnir brugð- ust illa við og fannst hann hafa eyði- lagt allt gamanið. Fyrir umskurðinn, sem er þýðing- armikill atburður í lífi unglingannar á sér stað svokölluð Eunoto-hátíð. Stað og stund fyrir hátíð þessa ákveð- ur hinn mikli læknir staðarins. Einnig útnefnir hann ungling þann, sem kall- aður er hátíðarmeistari, eða Olotuno á þeirra máli. Þykir það hinn mesti heiður, en er þó harla lítið eftirsókn- arvert. Hann er að vísu álitinn fremst- ur í sínum aldursflokki og hinir verða að hlýða honum. En hann verður að taka á sig allt það ólán, sem flokkur hans verður fyrir, og hann er dæmd- ur til að deyja ungur. Boðað hafði verið til Eunoto-hátíð- ar fyrir nokkru síðan. Á tilteknum degi fór ákveðinn hópur unglinga til hátíðasvæðisins. Fyrir þeim gengu átján alhvítar kvígur og svart naut. Nautið hafði það göfuga verkefni, að bægja illum öndum af götunni áður en fjölskyldur unglinganna kæmu til hátíðarinnar. Tveim dögum áður hafði annar flokkur unglinga verið sendur til Ngong, 30 km þaðan sem hátíðin skyldi fara fram. Þeir áttu að ná í hið heilaga olíuviðartré og koma því fyrir á hátíðasvæðinu. Heilar fjölskyldur taka sig upp og flytjast að hátíða- svæðinu, oft mörgum dögum áður. Þegar allir eru komnir, er kveikt í hinu heilaga olíuviðartré. Reykurinn frá því flytur hátíðagestum hamingju og velgengni. Mæður unglinganna ganga nú í að byggja skýli til næturinnar, en ungu mennirnir dansa á meðan. Er þeir taka að þreytast á dansinum, hefst keppni um það, hver fljótast geti velt um svarta tarfinum. Daginn eftir var komið með hátíð- armeistarann Olotuno ásamt tiltekn- um fjölda unglinga til umskurðar, en það er sársaukafull aðgerð. Mæður þeirra raka höfuð þeirra, þar til haus- arnir voru gljáandi. Ekki sýndu ungl- ingarnir nein sársaukamerki við að- gerðina. Sennilega hafa þeir verið hryggastir yfir því að þurfa að missa hár sitt. Það nær ekki fullri lengd fyrr en eftir tvö ár. Síðan kom umskurður- inn, sem er þó sýnu verri aðgerð en raksturinn. En ungu mennirnir láta með glöðu geði leggja þetta á sig, því fyrst eftir þetta eru þeir skoðaðir sem fullorðnir menn. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.