Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 23
Tengslin við fortíðina Eftir Vithjátm S. Viíhjálmsson FYRIR NOKKRU talaði rithöf- undur um daginn og veginn. Hann minntist nokkuð á bókaútgáfu og gerði að umtalsefni hinar mörgu minningabækur, það er endurminn- ingar, sem skráðar eru og gefnar út. Hann sagði rnargt gott um þessar bókmenntir, sem eru sérstæðar hjá okkur íslendingum. Það kemur varla fyrir erlendis, að skráðar séu og gefn- ar út endurminningar óbreyttra al- þýðumanna, en hér eru þær algeng- astar. Hvers vegna sækist fólk svo mjög eftir þessum bókmenntum- Menn ræða um það, en enginn bókmennta- fræðingur hefur í raun og veru rann- sakað þetta efni og ritað um það síð- an. Guðmundur Hagalín sagði eitt sinn í smágrein, að hér væri um að ræða hinar nýju íslendingasögur. Ég hugsa, að Hagalín hafi komist þarna mjög nálægt kjarna málsins, þó að hins vegar vilji ég ekki halda því fram, að hinar nýju Islendingasögur séu sambærilegar við þær gömlu að stíl og ritleikni. Það, sem veldur því, að fólk fagnar þessum bókum svo mjög, að þær seljast betur en flestar eða all- ar aðrar, er þráin ejtir því að skilja ■uppruna sinn. Ég hef átt viðtal við mikinn fjölda af gömlu fólki og birt í blöðum og bókum. Mér er ekki öðru vfsi farið en öðrum mönnum, en sjald- an skemmti ég mér eins vel og þegar ■eg rekst á góðan sögumann frá fyrri tíð og hlusta á hann segja frá. Ég veit að svona eru flestir. Astæðan er áreið- anlega sú, að svo mikil gjörbylting hefur farið fram á bókstaflega öllum sviðum þjóðlífsins, að sagnir hinna eldri eru ævintýri líkastar, ekki að- eins fyrir ungu kynslóðina, heldur og fyrir okkur, sem lifðum við fyrri tíma aðstæður og þekktum þær. Þegar við lesum endurminningabækurnar, þá er- um við að leita að tengslunum við for- tíðina. Og við finnum þessi tengsl, sem eru okkur svo nauðsynleg, hvergi eins glöggt og í þessum bókum. Þó að sum- ir kunni kannski að álykta sem svo, að mér sé nokkuð skylt málið, þar sem ég hef hjálpað til við að semja nokkr- ar svona bækur, þá gerist ég samt svo djarfur að halda því fram, að þessar bókmenntir séu okkur mjög nauðsyn- legar — og jafnvel nauðsynlegri en flestir hyggja í fljótu bragði. Breyt- ingarnar, sem yfir landið hafa geng- ið á síðustu fjörutíu árum, hafa verið svo snöggar, að við höfum varla get- að fótað okkur. Við eigum sára fáar tradisjónir — siðvenjur. Við höfum þuzt í kauptún og kaupstaði úr ein- angruðum sveitum og okkur hefur ekki enn tekist að skapa festu í fjöl- býlið. Okkur hefur skort tengslin við fortíðina, sem eru okkur lífsskilyrði til þess að geta skapað okkur örugga framtíð. Innst inni finnum við hvað okkur skortir, en það er okkur hins vegar ekki alveg Ijóst. Þessi tilfinning veldur því, að við kaupum og lesum endurminningabækurnar. Að sjálfsögðu eru þessar bækur ákaflega misjafnar og með fljóta á bókamarkaðinn bækur, sem aðeins eru sendar út af fordild og hégómaskap og hafa sáralítið að flytja, en þetta er eðlilegt og þýðir ekki um sakast. Verstar eru endurminningabækurnar, sem bera það með sér, hve mikil standpersóna sögumaður telur sjálfan sig vera. Það eru ólesandi bækur. En þó að sumar þessara bóka séu það, sem menn kalla lélegar, þá hafa flestar þeirra eitthvert gildi. Ég skal aðeins minnast á eina bók, sem hefur fengið heldur þunga dóma. Þetta er Ævi- saga Helga Einarssonar frá Neðra- Nesi. Helgi er áttræður Vestur-Is- lendingur. Hann snýr sér að því, í elli sinni, að skrifa ævisögu sína, en hann kann það ekki, og bókin er, ef svo má að orði komast, blóðhrá. Hann skrif- ar langa kafla um fiskverð og sú frá- sögn er leiðigjörn og hefur fátt að flytja. — Samt sem áður las ég þessa bók af lifandi athygli. Hér er um forna hetju að ræða, íslenzkt tröll, sem berst langa ævi við fönn og klaka, gerist fiski- og veiðimaður, lifir meðal alls- lausra Indíána, er bjargvættur um- komuleysingjanna í óbyggðum og meðfram veiðivötnum og inni í djúp- um skógum, trúir aðeins á mátt sinn og megin, en hvorki guð né kirkju og hamast gegn hvorutveggja, lifir sam- kvæmt náttúrulögmálinu og eignast fjóra sonu með Indíánastúlku, en kvænist henni fyrst, þegar hún er að deyja, af því einu, að hún erhrædd um að hún komist ekki í himnaríki, ef hún fær ekki kirkjulega staðfestingu á sambúð sinni með íslendingnum og barneignum sínum með honum. ■— Helgi Einarsson er svo sérstæður per- sónuleiki, að við höfum um fáa heyrt slíka. Og þrátt fyrir það, þó að bók Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur flutti fyrir nokkru í útvarps- þœtti athyglisverða hugvekju um þann fjölda bóka um cevi og störf einstakra manna, sem hér hafa verið gefnar út. Greindi hann þar á at- hyglisverðan hátt ástceður þess, að þessi bókmenntagrein á miklum vinsceldum að fagna hér á landi. Hefur mátt sjá gleggst á þeim vin- sceldum, sem bcekur Norðra hafa notið, hversu alþýða manna kann að meta slíkar bcekur, enda hefur forlagið lagt áherzlu á varðveizlu þjóð- lífslýsinga og alþýðumenningar í bókum sinum. Samvinnan birtir hér kafla úr erindi Vilhjálms, er um þessi mál fjallaði. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.