Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 10
Hvað heldur tunglinu á braut sinni? Hugleibing um aðdráttarafl jarhar Margt af því, sem við sjáum í kring um okkur daglega, tökum við fyrir sjálfsagðan hlut og gefum því ekki gaum. Athugum til dæmis tunglið, þar sem það hangir á himninum á heiðskírri vetrarnótt. Ætli það séu margir, sem brjóta heilann um hvað það sé, sem heldur því þar? Til eru plánetur, sem hafa engin tungl. Ef einhver kæmi frá slíkum hnetti til jarðarinnar, yrði hann ef til vill undrandi að sjá þennan silfurdisk fljóta yfir himininn, og ef hann kynni ekki neitt fyrir sér í stjörnufræði, þætti honum það furðu sæta, hvers vegna það snýst kringum jörðina. Það var hinn mikli enski vísinda- maður Sir Isaac Newton, sem gaf svar við þessu spursmáli fyrir 300 árum síðan. Það er nákvæmlega sama aflið, sem heldur tunglinu á braut sinni og heldur okkur á jörðinni, samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons. Það er mjög almennt álitið, að í vissri hæð hverfi aðdráttarafl jarðar. En því fer fjarri. Aðdráttarafl jarðar nær til fjarlægustu stjarna. Það verður að vísu veikara með fjarlægðinni og nokkur milljón km. frá jörðu er það svo máttlaust, að það hefur sama og engin áhrif. Þyngdarlögmál Newtons er hægt að setja fram á einfaldan hátt eins og margar aðrar mikilvægar uppgötvan- ir. Newton sagði, að um leið og hlut- ur færðist frá jörðu, minnkar þyngd- arkrafturinn fjórum sinnum og við tí- faldaða vegalengd minnkar kraftur- inn hundraðfalt. Þegar við tölum um aðdráttarafl, eigum við vanalega við aflið, sem heldur okkur að jörðinni. En sérhver pláneta, sérhver stjarna í himingeimn- um hefur sitt eigið aðdráttarafl. Áhrif þess á umheiminn fer eftir stærð hnattarins. Risahnötturinn Júpíter hefur næstum þrisvar sinnum mátt- ugra aðdráttarafl en jörðin. Aftur á móti er aðdráttarafl tunglsins sex sinnum minna en jarðarinnar. Við skulum nú koma aftur að spurningunni: „Hvað heldur tunglinu á braut sinni?“ Aðdráttarafl jarðar og tungls togar hnettina hvorn að öðrum með afli, sem lyft gæti milljónum tonna. Ef tunglið væri ekki á hreyfingu kring um jörðina, mundi það brátt dragast að henni. Og hér erum við komin að kjarna málsins. Hraði tunglsins held- ur því á braut sinni. Það gengur kring um jörðina með hraða, sem er tvö þúsund mílur á klukkustund. Svo lengi sem það heldur þeim hraða, getur það ekki farið út af braut sinni. Og þar sem það er engin loftmótstaða í himin- geimnum, getur hraðinn ekki minnk- að. Allir þekkja, að hægt er að sveifla steini í bandi í hring yfir höfði sér, með lítilli fyrirhöfn. Það er tilsvar- andi, sem á sér stað með tunglið. Þar gegnir aðdráttaraflið sama hlutverki og bandið, sem bundið var í steininn. Niðurstaðan verður því, að hraði tunglsins varnar því, að það rekist á jörðina og aðdráttarafl jarðar varnar því, að það fljúgi út í geiminn. Ef fjarlægðin til tunglsins breyttist til muna, einhverrar ástæðu vegna, mundi hraði þess sjálfkrafa laga sig eftir því, svo að það er engin hætta, þótt það kæmi fyrir. Slíkar breytingar eiga sér meira að segja stað, því að braut tunglsins er ekki nákvæmlega hringlaga. Tunglið þy^rfti ekki endi- lega að vera í þeirri fjarlægð frá jörðu, sem það nú er. Það gæti verið mikið nær, eða mikið fjær, svo framarlega sem hraðinn héldi jafnvægi á móti að- dráttaraflinu á hverju stigi. Svo að komið sé aftur að dæminu um stein- inn og bandið, vitum við það, að því styttra, sem bandið er, því hraðara verður að sveifla steininum. Þessi regla gildir um tungl, sem ganga kring um plánetur og plánetur, sem ganga kring um sól. Mercury, sem næst er sólinni af plánetunum, fer með þrjá- tíu mílna hraða á sekúndu, en aftur á móti Plútó, sem er yzt í sólkerfinu, þarf aðeins 1/10 af þeim hraða til að halda braut sinni. Sumar plánetur hafa mörg tungl, mismunandi langt í burtu, sem ganga heilu og höldnu eft- ir brautum sínum og þá náttúrlega með mismunandi hraða. Það er ekkert náttúrulögmál, sem kemur í veg fyrir að tungl gæti verið nokkur þúsund metra frá jörðu, frek- ar en þar sem það er nú. En slíkt tungl yrði að fara með allt að tíu sinnum meiri hraða, þar sem aðdráttaraflið er svo miklu áhrifameira svo nærri jörðu. Það yrði að fara nálægt 18.000 mílur á klukkustund, og mundi fara kring um jörðina á einni og hálfri klukkustund. í raun og veru er um tvenns konar þyngd að ræða. Að- dráttarafl jarðarinnar togar á eina hlið, veldur þyngdartilfinningu. Önn- ur tegund þyngdar kemur af auknum hraða og er sú eina þyngdartilfinning, sem gæti átt sér stað um borð í geim- fari. Þyngd er mismunandi eftir plá- netum. Maður, sem vigtar 180 pund hér, væri aðeins 30 pund á tunglinu, en 480 pund á Júpíter. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.