Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 25
hans sé illa gerð, allt of langir kaflar um ekki neitt, málið vægast sagt hröslulegt og þar fram eftir götunum, þá skilur hún mikið eftir. Maður get- ur næstum því grátið blóðugum tár- unum yfir því, að svo gott bókarefni, sem þarna er um að ræða, skyldi ekki sæta betri meðferð. Hvers vegna þykir mér, til dæmis, svona gaman að þessari bók, þrátt fyr- ir allan búning hennar og stórfelld mistök? Eg spyr vegna þess, að ég er að leita að skýringu á því, hvað það er, sem veldur vinsældum endurminn- ingabókanna. Svarið hlýtur að vera, að ég finn í þessari bók, þrátt fyrir allt Islendingseðlid, tengslin við for- tíðina, taugina, sem liggur frá okkur öllum til tímanna, þegar engin bifreið var til, enginn sími, ekkert útvarp, engar brýr, fáir vegir, engin flugvél — ekkert rafmagn, ekkert nema hestur- inn og róðrarskipið, einangrunin og svo baráttan við óblíð náttúruöflin. Og það undarlega skeður, að við mið- stöðvarofninn, í björtu rafmagnsljós- inu, birtir okkur fyrir augum og ylur streymir um mann, þegar maður les um lífsbaráttu foreldra okkar. Úr þeim jarðvegi erum við sprottin, þar eru rætur okkar, þrátt fyrir allt glysið í kringum okkur, þægindin og munað- inn. En það er fleira en endurminninga- bækurnar, sem benda til hinnar áköfu leitar okkar að tengslunum við fortíð- ina einmitt nú, þegar framfarirnar eru mestar og hraðinn í nýjan heim óðast- ur. Leikritagerð okkar íslendinga er okki gömul. Hún er tiltölulega mjög ung, en þegar menn athuga hana kem- ur í Ijós, að hún ber fyrst og fremst svip fortíðarinnar. Fyrir fáum vikum eða dögum komu út tvö ný íslenzk leikrit: „Fyrir kóngsins mekt,“ eftir séra Sigurð Einarsson og „Gissur Þor- valdsson“ eftir Pál Kolka lækni. Báð- ir eru þessir höfundar afburða snjallir á íslenzkt mál. Báðir leita nú til for- tíðarinnar um efnisval — og einmitt að því efni, sem hefur boðskap að flytja okkur nú. Báðir þessir menn horfa fránum sjónum á umbyltingar nútímans, og ég hygg, að það kenni ótta í viðbrögðum þeirra. Með efni fortíðarinnar á blaðsíðum leikrita sinna tala þeir til nútímans, vara okk- ur við, brýna okkur, leiðbeina okkur og segja: Sjáið nútímann í sögu okk- ar, komið inn á liðið sögusvið og lær- ið að feta ykkur á refilstigum nútím- ans. Þetta sama má og segja um flest önnur íslenzk leikrit, sem komið hafa út á síðasta áratug. Hvers vegna leita öndvegishöfundar eins og Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness og Hagalín í sögum sínum fyrst og fremst til fortíðarinnar, ekki aðeins fyrrum, heldur einmitt nú í dag? Er það ekki einmitt vegna þess, að þeir eru að leita að tengslunum við fortíðina, sem okkur vantar öll, af því að breytingin hefur orðið svo snögg? Þeir leita — og öll alþýða leitar. Við finnum hvað okkur skortir, þó að við gerum okkur það ef til vill ekki nógu Ijóst. Ég held, að þessi leit sé einmitt nú að bera árangur. Og árangur hennar mun bera ávöxt í framtíðinni. Verður hafið ræktað... ? (Frh. af bls. 7) vatnaræktun farið mjög í vöxt á síð- ustu árum. Botngróður í slíkum vötn- um er aukinn með áburði, bæði hús- dýraáburði og tilbúnum. Fiskar þeir, sem lifa á þessum gróðri, verða svo stærri fiskum að bráð, svo sem Aborra og fleiri tegundum. Ræktuð fiskivötn geta gefið meiri arð á hektara en rækt- uð jörð. Næstum fimmtungur alls fisks, sem veiðist, lifir að einhverju leyti í fersku vatni. Þrátt fyrir það er veiðin úr ám og vötnum aðeins örlítill hluti að magni á móti hinu. Enskur skipstjóri tilkynnti nýlega, að hann hefði athugað síldartorfu, sem var sex km. löng og þriggja km. breið og þétt sem krap. Árlega veiðast 50 milljarð- ar af síld, en samt sem áður virðist síldarstofninn í vexti. Nú eru flest stærri fiskiskip útbú- in bergmálstækjum. Fiskitorfumar sjást þá annaðhvort sem skuggar á skermi, eða virka á sjálfrita, sem teiknar á pappírsræmu. Áður urðu fiskimenn að „kasta“ upp á von og óvon, en nú geta þeir athugað hvar vænlegast sé til árangurs. I síðari heimsstyrjöldinni hófu nokkrir vís- indamenn athuganir með aðstoð berg- málsdýptarmælis. Undan ströndum Californíu fengu þeir bergmál frá ein- kennilegu lagi djúpt í hafi. Eftir öllu að dæma voru það smádýr á hreyfingu og náði torfan yfir feiknarlega stórt svæði — 800 ferkílómetra. Síðan hafa menn orðið varir við álíka stórar torfur víða í Kyrrahafinu, allt frá Pearl Harbor til heimskauts- hafanna og alltaf eru menn að finna slík lög í öllum höfum jarðar. Hvað það er, vita menn ekki ennþá. Sumir álíta, að það sé einhver djúpfiskur, og enn aðrir hafa gizkað á svokallaða bleksprautu, líkt og Italir borða mik- ið. Ef þessi leyndardómsfullu lög eru af ætilegum dýrum, og ef það væri mögulegt að veiða þau, væri þar feng- in nóg fæða fyrir alla íbúa jarðar og þótt þeir væru margfalt fleiri. Haf- rannsóknir hafa kennt okkur, að auð- æfi hafsins eru yfir allan skilning haf- in. Af 16000 sjávarfiskategundum, sem þekktir eru í dag, nýta menn að- eins ca. 200. Aðeins sjö tegundir hafa mikla þýðingu fyrir matvælaástandið í heiminum. Það eru síld, þorskur, makríll, lax, túnfiskur, heilagfiski og nú á síðustu árum rauðfiskur. Rauð* fiskurinn er rósrauður á lit og rúm- lega hálft pund á þyngd. Honum var fyrrum kastað, ef hann slæddist með, en svo fann einhver upp á því að koma honum á markað undir nafninu sjáv- ar-aborri, og nú eru seld árlega nálægt 90.000 tonn af honum. Á ári hverju veiðast nálega 25 milljónir tonna af fiski, sem notaður er til manneldis. Samt fær meira en helmingur íbúa jarðar ekki nægilegt að borða. Ef afla á nægilegrar fæðu handa öllum mannanna börnum, verð- um við að nota hafið betur en nú er gert. Það, sem hinn sveltandi helming mannkynsins fyrst og fremst vantar, eru hin lífsnauðsynlegu protein-efni, og fiskur inniheldur mikið af protein. Hvers vegna ættum við ekki að geta ræktað hafið með svo vísindalegum aðferðum sem við ræktum jörðina? Fyrsta skrefið í þá átt að koma nýju skipulagi á fiskveiðar heimsins, hefur verið stigið af FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin vinn- ur að fiskveiðakorti yfir öll höf jarðar. Þar eru merkt öll þýðingarmikil fiski- mið, sem nú þegar eru nýtt og þau, 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.