Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1956, Síða 6

Samvinnan - 01.01.1956, Síða 6
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 50.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Með traustum fjárhags- grundvelli munu hin óleystu verkefni framundan leysast. Eftir Erlend Einarsson .... 4 Stofnfundur SÍS að Yztafelli 8 Ein ég sit og sauma . . . Skýr- ingar með Butterick sniðum 10 232 Norðrabækur á 30 árum 12 Úr fórum Norðra..........13 Vörugæði I: Spunaefni .... 14 Hvernig er ort í skólum landsins ................... 16 Fáein orð um ljóðlist í Menntaskóla Akureyrar . . 17 Gullið í Draugadal, ný fram- haldssaga ............... 18 Samvinnustefnan er fyrst og fremst þjónusta við fólkið 20 Rósin frá Ríó, framhaldssaga barnanna ....................23 Fréttir og fleira........25 JANÚAR 1956 L. ÁRG. 1. ÞAÐ MUN VARLA samrýmast hugs- unarhætti samvinnumanna að hafa miklar áhyggjur af titlum manna eða öðru, sem kalla mætti tildur og hé- gómi. Hins vegar hafa samvinnufél- ögin sýnt það frá öndverðu, að þau vilja finna starfsmönnum sínum einfalda, íslenzka titla, sem segja til um störf þeirra og gera þannig sitt gagn og meira ekki. Þannig fór til dæmis, þegar Sambandið tók upp deildaskiptingu skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld. Þá var ákveðið, að yfir- maður fyrirtækisins skyldi heita for- stjóri en framkvæmdastjórar vera fyrir deildum. Er svo enn í dag, að í Sambandinu er forstjóri, en fram- kvæmdastjórar nú fimm ráðarnenn höfuðdeilda, og deildarstjórar fyrir undirdeildum. Slík skipting er nauð- synleg í svo stóru fyrirtæki og bygg- ist á þeirri hefð, sem sköpuð var, þeg- ar störfin urðu til, enda þótt sömu heiti séu nú notuð um gjörvallt við- skiptalíf landsmanna og ekki alltaf af þeirri gát, áð merking orðanna hafi haldizt skýr í hugum manna. ÖNNUR HEFÐ um titla er til innan samvinnuhreyfingarinnar og hún eldri en þau orð, sem nú hefir verið minnzt á. Það er orðið kaupfélagsstjóri fyrir þá, sem stýra málum kaupfélaganna. Þetta orð er blessunarlega fast í mál- inu og ruglast enginn á því, hvað það merkir, því varla mun nokkrum detta í hug að kalla sig kaupfélagsstjóra, ef hann er það ekki. Hins vegar hefur þess orðið vart í vaxandi mæli síðari ár, að menn hafa ekki látið sér nægja að nefna kaupfélagsstjórana sínu rétta heiti. Hafa þeir við ýmis tæki- færi hlotið framkvæmdastjóra- eða forstjóratitla og er það miður farið. Þeir ættu alls ekki að kalla sig annað en kaupfélagsstjóra og enginn sam- vinnumaður ætti að nota annað orð við þá eða um þá. Að vísu eru sum kaupfélögin orðin svo voldug og mikil fyrirtæki, að ástæða er til nokkurrar aðgreiningar á störfum fyrirmanna. Engu að síður má nota kaupfélags- stjóranafnið um þann, sem félaginu stjórnar, og er sjálfsagt að gera það. Ættu kaupfélagsstjórarnir sjálfir að standa fastan vörð um orðið. FORSÍÐUMYNDIN er með nokkuð nýstárlegu sniði að þessu sinni, og skýrir hún sig sjálf. Samvinnan kynn- ir í þessu hefti þá stórmerku nýjung, sem Sambandið og kaupfélögin hafa nú forustu um, en það er að gefa kon- um úti á landi kost á að ná í hentug og smekkleg fatasnið, án þess að fara til Reykjavíkur. Samvinnan mun í framtíðinni hafa kvennasíður, þar sem þessu efni verða gerð frekari skil. Þar sem hér er um nýjung að ræða, er það að vonum, að fólkið átti sig ekki á breytingunni um leið og hún gerist. NÝ FRAMHALDSSAGA byrjar í þessu hefti. Að þessu sinni hefur Sam- vinnan brugðið sér út fyrir landstein- ana um söguval. Söguna hefur Willi- am Byron Mowery fært í stíl eftir skýrslum frá kanadisku fjallalögregl- unni. Uppistaðan í sögunni er ásta- mál, en ívafið er glæfraför og leit að afbrotamönnum, sem komizt höfðu yfir uppdrátt af gullsvæði í Kletta- fjöllunum. ÞÁ ER AÐ ÖÐRU SINNI birt í Sam- vinnunni sýnishorn af kveðskap úr menntaskóla, en það er nokkuð, sem vert er að gefa gaum. Þar er að finna vaxtarbrodd hinnar komandi skálda- kynslóðar. Eftir því, sem kostur er á, mun Samvinnan í framtíðinni kynna ung og efnileg skáld. Öllum skáldum og ekki sízt byrjendum er það nauðsyn- legt að koma ljóðum sínum eða rit- smíðum fyrir almenningssjónir, jafn- vel þótt umdeild verði verkin. ÞÁTTURINN UM vörugæði á brýnt erindi til margra og mun framvegis birtast meira af slíkum fróðleik. Hér eru gerð að umtalsefni gerfiefnin, sem nauðsynlegt er að kunna nokk- ur skil á. Þau hafa hina margbreyti- legustu og ólíkustu eiginleika. Þess- vegna er gott að þekkja þá eiginleika til þess að geta meðhöndlað vöruna rétt. MYNDIRNAR AF Erlendi Einars- syni, forstjóra SÍS, stofnfundi SÍS og úr kjörbúðinni, tók Þorvaldur Ágústs- son. Sigurður P. Björnsson tók mynd af vígslu fataverksmiðjunnar Fífu í Húsavík. Aðrar myndir, sem birtar eru með grein forstjóra, tók Guðni Þórð- arson.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.