Samvinnan - 01.01.1956, Page 12
Stofnfundur SÍS að Yztafelli
Málverk er starfsfólk sambandsins gaf þvi fimmtugu
Myndin er af málverki því, tr
starfsmenn Sambands ísl. samvinnu-
félaga 1952 gáfu Sambandinu til
minningar um hálfrar aldar afmæli
þess það ár. Málverkið á að tákna
stofnfund Sambandsins að Yztafelli
20. febrúar 1902. Sýnir það fulltrúa
félaganna þriggja: Kf. Þingeyinga, Kf.
Norður-Þingeyinga og Kf. Svalbarðs-
eyrar ásamt ritara fundarins, Bene-
dikt Jónssyni frá Auðnum.
Málverkið gerði frú Karen Agnete
Þórarinsson, kona Sveins Þórarins-
sonar málara. Einnig hefur frúin mál-
að myndir af fjórum fyrrverandi for-
mönnum Sambandsins og prýða þær
veggi í fundarsal sambandsstjómar.
Við verkið hafði frúin ekki aðrar fyr-
irmyndir en ljósmyndir af viðkomandi
mönnum og umsagnir manna, sem
vom þeim persónulega kunnugir.
Fjöldi barna fulltrúanna eru ennþá á
góðum aldri. Þau, ásamt mörgum öðr-
um, munu dæma um, hvernig frúnni
hafi tekizt að ná svipmóti fundar-
manna. Engum þeirra mun örðugt að
þekkja hvern fyrir sig af myndinni;
þó verða þeir að hafa í huga, að það
er sitthvað að horfa á litla, prentaða
ljósmynd af málverki eða á sjálft mál-
verkið.
Hér á eftir fara nöfn fundarmanna,
talið frá hægri á myndinni, ásamt
æviatriðum í stærstu dráttum:
Friðbjörn Bjarnarson (frá Kf. Sval-
barðseyrar). Fæddur á Vöglum í
Fnjóskadal 7. sept. 1860. Foreldrar:
Björn Bjarnarson hreppstjóri og bóndi
á Vöglum í Fnjóskadal og síðar í
Vestari Krókum, og kona hans, Helga
Ólafsdóttri frá Svertingsstöðum í
Kaupangssveit Gottskálkssonar.
Gagnfræðingur frá Möðruvöllum
1883. Átti heima á Grýtubakka í
Höfðahverfi frá 1888 og bóndi þar frá
1893 til 1903. Var endurskoðandi Kf.
Svalbarðseyrar um skeið og formaður
þess og kaupfélagsstjóri frá 1898 til
1904. Fluttist síðar til Akureyrar og
stundaði þar skrifstofustörf áratugum
saman.
Kona hans var Elín Þorsteinsdóttir
hreppstj. á Grýtubakka Jónssonar og
Sigurlaugar Halldórsdóttur.
Friðbjörn andaðist í júní 1943.
Árni Kristjánsson (frá Kf. Norður-
Þingeyinga). Fæddur 25. ágúst 1852.
Foreldrar: Kristján hreppstjóri Árna-
son í Ærlækjarseli, Þórðarsonar frá
Kjarna í Eyjafirði og kona hans, Sig-
urveig Guðmundsdóttir í Ærlækjar-
seli Árnasonar. Varð sýsluskrifari 18
ára. Bóndi í Lóni í Kelduhverfi í 47
ár, hreppstjóri í 39 ár, sýslunefndar-
maður í 33 ár, amtráðsmaður í 12 ár.
Einn af stofnendum Kf. Þingeyinga;
sölustjóri Kf. Norður-Þingeyinga um
skeið og lengi endurskoðandi beggja
félaganna. Kona (15.okt. 1873): Anna
(d. 4. marz 1919) Hjörleifsdóttir
prests á Völlum í Svarfaðardal Gutt-
ormssonar.
Árni andaðist á heimili sonar síns,
Kristjáns kaupmanns á Akureyri 9.
febrúar 1942.
Helgi Laxdal (frá Kf. Svalbarðs-
eyrar). Fæddur 5. janúar 1856. For-
eldrar: Jón Grímsson Laxdal skipstjóri
og kona hans, Elín Helgadóttir prent-
ara í Viðey og Akureyri Helgasonar.
Bjó fyrst í Garðsvík, en frá 1884 í
Tungu á Svalbarðssrtönd. Var skip-
stjóri á hákarlaskipum og mikill fram-
faramaður í búnaði. Hlaut verðlaun
úr sjóði Kristjáns IX. og tvívegis úr
ræktunarsjóði, gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum. Kf. Svalbarðseyrar var
stofnað á heimili Helga 17. desember
1889. Var hann einn af stofnendunum
og kom mikið við sögu félagsins. í
stjórn þess frá aldamótum til æviloka
einatt aðstoðarinaður formanns við
félagsstörfin. Kona: Guðný Gríms-
dóttir í Garðsvík. Helgi andaðist 14.
apríl 1918.
Pétur Jónsson (frá Kf. Þingeyinga).
Fæddur 28. ágúst 1858. Foreldrar:
Jón Sigurðsson alþingismaður á Gaut-
löndum og kona hans, Sólveig Jóns-
dóttir, prests í Reykjahlíð Þorsteins-
sonar. Bóndi á Gautlöndum frá 1884
til 1919. Umboðsmaður þjóðjarða í
Þingeyjarsýslu frá aldamótum til
1920. Ritstjóri Tímarits kaupfélag-
anna 1896 og 1897. Þingmaður Suður-
Þingeyinga 1894 til 1921 og atvinnu-
málaráðherra frá 25. febrúar 1920 til
æviloka. Auk þessa gegndi hann fjölda
trúnaðarstarfa. Var formaður Sam-
bandsins frá 1902 til 1904 og frá 1910
til 1920. Vann manna mest að stofn-
un Sambandsins og oftast í forsæti á
þeim fundum, sem haldnir voru til
undirbúnings að stofnun þess, stund-
um árlega frá því 1892. Hann var og
fundarstjóri á stofnfundinum. Kona:
Þóra Jónsdóttir (f. 23. sept. 1881, d.
30. nóv. 1894) frá Grænavatni, Jóns-
sonar. Pétur andaðist í Reykjavík 20.
janúar 1922.
Sigmður Jónsson (frá Kf. Þingey-
inga). Fæddur 28. janúar 1852. For-
eldrar: Jón bóndi á Skútustöðum,
Árnasonar bónda á Sveinsströnd, Ara-
sonar bónda á Skútustöðum og konu
hans, Þuríðar Helgadóttur á Skútu-
stöðum Ásmundssonar. Var fyrir-
vinna fóstru sinnar að Yztafelli í
Kinn frá 1866 til 1889, bóndi þar frá
1889—1917. Stundaði jafnframt
kennslu og hélt unglingaskóla. Deild-
arstjóri Kinnardeildar Kf. Þingeyinga
yfir 30 ár, sýslunefndarmaður í 30,
sama tíma í hreppsnefnd og oddviti í
28 ár. í stjóm Kf. Þingeyinga sam-
fleytt frá 1895 til 1914 og endurskoð-
8