Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 6
]ón Arason, biskup á Hólum. myndir í gler, þótt búið sé að teikna þær. Erlendis eru mörg slík verkstæði, en að vandlega athuguðu máli var ákveðið að verkið skyldi unnið á verk- stæði í Englandi. Verkstæðið er talið eitt hið bezta í Englandi og þótt víð- ar sé leitað. Islandsvinurinn William Morris stofnaði það á sínum tíma og það er kennt við hann. Forstjóri verk- stæðisins heitir Frederic Cole og hann sá um framkvæmd verksins í Eng- landi. ... o Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum. I upphafi ákváðu listamennirnir með sér verkaskiptingu. Guðmundur gerði myndirnar af Jóni Arasyni, Guðbrandi, Hallgrími og Krists- myndina. Finnur teiknaði Papana, Þorgeir Ljósvetningagoða, Jón Vída- lín og Maríumyndina. Þeir ákváðu að samræma myndirn- ar sem mest og það hefur tekizt furðu- lega vel. Það þarf glöggan mann til að sjá, hverjar myndanna eru eftir Finn og hverjar eftir Guðmund. Þeir unnu Guðmundur Einarsson er fœddur i Miðdal i Mosfellssveit 5. ágúst 1895. Hann fluttist til Reykjavíkur 1914 og byrjaði listnám hjd Stefáni Eirikssyni og Þórarni B. Þorlákssyni. Eftir fyrra striðið fór Guðmundur ut og var einn vetur i listaháskólanum i Kaupmannahöfn. Að þvi búnu lagði Guðmundur land undir fót til Múnchen i Þýzhalandi. Þar var hann i listaháskóla og einka- skólum og lagði einkum stund á höggmyndalist og málaralist. Að loknu námi ferðaðist Guð- mundur um nálœg Austurlönd, Grikkland og Frakkland. Árið 1926 kom hann heim, en vann lengi eftir það i Múnchen á vetrum. Þegar Guð- mundur fór að hugsa um leirbrennslu 1929, sett- ist hann að i Reykjavik, en hefur þó ferðast mik- ið innanlands og utan. Guðmundur hefur lagt gjörfa hönd á margskonar listsköpun, t. d. högg- myndagerð, oliumálverk, vatnsliti, raderingar, mótað í leir fyrir brennslu og skreytt byggingar. Hann sýndi fyrst 1927 i lestrarsal alþingis. Það voru munir úr islenzkum leir. Síðan hefur Guð- mundur tekið þátt { 14 samsýningum, en sjálf- stæðar sýningar hans eru alls 29, hér heima og erlendis. Jón Vídalín, biskup í Skálholti. náið saman og komu sér saman um hlutföll, liti og annað, svo sem jáma- bindingu og blýrammana. Að frumteikningum unnu þeir í tvö ár, enda gefur það auga leið, að við hverja mynd er geysimikil vinna. Sér teikningar vom síðar gerðar af and- litum. Við vinnuteikningar notuðu þeir vatnsliti og túsk, en með því teiknuðu þeir blýrammana. Áætlanir um styrkleika voru gerðar á verk- stæðinu í Englandi, en þeir Guðmund- ur og Finnur endurskoðuðu þær og breyttu. Hátt á annað ár unnu þeir að frekari útfærslu á verkinu. Þegar kom að framkvæmd verksins á verkstæðinu í Englandi, fór Guð- mundur út og var þar í nokkrar vik- ur. Hann valdi gler og sá um brennslu glerjanna. Þessi innbrennsla á litun- um í glerið er gömul iðn. Glerin eru sex millimetrar á þykkt og öll hand- unnin. Þau eru til í fjölmörgum litum og þegar valið er gler í mynd, er reynt að komast sem næst fyrirmyndinni með litinn á glerjunum. Að jafnaði vantar alltaf nokkuð mikið á, að gler- ið fáist eins og fyrirmyndin og þá verður að mála það, sem á vantar. Það er gert á þá hlið glersins, sem veit inn í kirkjuna. Litirnir eru síðan brenndir inn í glerið í ofni, en að því loknu er myndin eða öllu heldur 6 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.