Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 6
]ón Arason, biskup á Hólum.
myndir í gler, þótt búið sé að teikna
þær. Erlendis eru mörg slík verkstæði,
en að vandlega athuguðu máli var
ákveðið að verkið skyldi unnið á verk-
stæði í Englandi. Verkstæðið er talið
eitt hið bezta í Englandi og þótt víð-
ar sé leitað. Islandsvinurinn William
Morris stofnaði það á sínum tíma og
það er kennt við hann. Forstjóri verk-
stæðisins heitir Frederic Cole og hann
sá um framkvæmd verksins í Eng-
landi.
... o
Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum.
I upphafi ákváðu listamennirnir
með sér verkaskiptingu. Guðmundur
gerði myndirnar af Jóni Arasyni,
Guðbrandi, Hallgrími og Krists-
myndina. Finnur teiknaði Papana,
Þorgeir Ljósvetningagoða, Jón Vída-
lín og Maríumyndina.
Þeir ákváðu að samræma myndirn-
ar sem mest og það hefur tekizt furðu-
lega vel. Það þarf glöggan mann til að
sjá, hverjar myndanna eru eftir Finn
og hverjar eftir Guðmund. Þeir unnu
Guðmundur Einarsson er fœddur i Miðdal i
Mosfellssveit 5. ágúst 1895. Hann fluttist til
Reykjavíkur 1914 og byrjaði listnám hjd Stefáni
Eirikssyni og Þórarni B. Þorlákssyni. Eftir fyrra
striðið fór Guðmundur ut og var einn vetur i
listaháskólanum i Kaupmannahöfn. Að þvi búnu
lagði Guðmundur land undir fót til Múnchen i
Þýzhalandi. Þar var hann i listaháskóla og einka-
skólum og lagði einkum stund á höggmyndalist
og málaralist. Að loknu námi ferðaðist Guð-
mundur um nálœg Austurlönd, Grikkland og
Frakkland. Árið 1926 kom hann heim, en vann
lengi eftir það i Múnchen á vetrum. Þegar Guð-
mundur fór að hugsa um leirbrennslu 1929, sett-
ist hann að i Reykjavik, en hefur þó ferðast mik-
ið innanlands og utan. Guðmundur hefur lagt
gjörfa hönd á margskonar listsköpun, t. d. högg-
myndagerð, oliumálverk, vatnsliti, raderingar,
mótað í leir fyrir brennslu og skreytt byggingar.
Hann sýndi fyrst 1927 i lestrarsal alþingis. Það
voru munir úr islenzkum leir. Síðan hefur Guð-
mundur tekið þátt { 14 samsýningum, en sjálf-
stæðar sýningar hans eru alls 29, hér heima og
erlendis.
Jón Vídalín, biskup í Skálholti.
náið saman og komu sér saman um
hlutföll, liti og annað, svo sem jáma-
bindingu og blýrammana.
Að frumteikningum unnu þeir í tvö
ár, enda gefur það auga leið, að við
hverja mynd er geysimikil vinna. Sér
teikningar vom síðar gerðar af and-
litum. Við vinnuteikningar notuðu
þeir vatnsliti og túsk, en með því
teiknuðu þeir blýrammana. Áætlanir
um styrkleika voru gerðar á verk-
stæðinu í Englandi, en þeir Guðmund-
ur og Finnur endurskoðuðu þær og
breyttu. Hátt á annað ár unnu þeir
að frekari útfærslu á verkinu.
Þegar kom að framkvæmd verksins
á verkstæðinu í Englandi, fór Guð-
mundur út og var þar í nokkrar vik-
ur. Hann valdi gler og sá um brennslu
glerjanna. Þessi innbrennsla á litun-
um í glerið er gömul iðn. Glerin eru
sex millimetrar á þykkt og öll hand-
unnin. Þau eru til í fjölmörgum litum
og þegar valið er gler í mynd, er reynt
að komast sem næst fyrirmyndinni
með litinn á glerjunum. Að jafnaði
vantar alltaf nokkuð mikið á, að gler-
ið fáist eins og fyrirmyndin og þá
verður að mála það, sem á vantar.
Það er gert á þá hlið glersins, sem veit
inn í kirkjuna. Litirnir eru síðan
brenndir inn í glerið í ofni, en að því
loknu er myndin eða öllu heldur
6 SAMVINNAN