Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 26
DAGSÖNN VIÐ ÁNA SMÁSAGA eftir Indriða G. Þorsteinsson Þeir settu féð í hnapp upp að rétt- inni og hnikuðu því fram með henni og inn í krikann milli suðurstafnsins og ár- innar. Kindurnar þæfðust fyrir og hik- uðu við dyrnar, unz presturinn hafði farið með hallandi höfði yfir réttarvegg- inn til inngöngunnar og seilzt fram með dyrastafnum og kippt einni kindinni inn fyrir. Hann tinaði ákaflega og muldraði eitthvað, sem enginn heyrði yfir jarm- inn og hundgána meðan hann þreifaði fyrir sér og læsti hvítum, grönnum fingr- um um horn kindarinnar. Hópurinn rann á hæla henni. Lömbin komu í há- um stökkum inn úr dyrunum og riðluð- ust á fullorðnu kindunum í troðningn- um. Mennirnir gengu á eftir fénu inn í réttina og lögðu regnskúraða hvíta tré- grindina í dyrnar. Hestarnir hristu sig undir hnökkunum úti á balanum og rás- uðu frá ánni, álútir með sveigða hálsa vegna taumanna og gripu ekki niður fyrr en innar á vellinum. Drengurinn stóð á bakkanum handan árinnar og gegnt réttinni og horfði yfir. Hann var mjög ungur, ekki meira en sjö ára og hann hafði séð innreksturinn og nú horfði hann á mennina niður fyrir axlir hreyfa sig bak við vegginn, er stóð frammi við djúpt og iðulaust vatnið, sem féll hátt á bakkana grænslikjað í flóðinu. Jarmur ánna barst til hans yfir daufan árniðinn, sem reis hvíslandi og átakalaus upp af lygnu vatninu. Stóra sandeyrin á vaðinu var í kafi og dreng- urinn vissi áin myndi næstum á sund í hylnum við bakkann hinumegin, þar sem komið var upp úr og farið í gegnum svart gapandi rofið í samfelldri grænni rönd gróðurtorfunnar sem grúfði sig niður í ána. Vegna flóðsins sá nú hvergi í svarta mold undir slútandi bakkanum. Þegar ekki voru flóð var grunnt á vað- inu, nema í hylnum, og þá sá alls staðar í svartan sléttan sandbotninn í gegnum tært bergvatnið. Þá stóð sandeyrin spor- öskjulöguð upp úr miðju vaðinu. Það kom oft sandbleyta syðst í liana og stundum liafði drengurinn séð ferða- menn lenda of sunnarlega og hestana byltast undir þeim, síga niður að aft- an og kippa sér áfram í snöggum, stíf- um rykkjum, unz þeir lágu á kviðnum og hvíldu sig milli átaka. Og hann hafði séð mennina troða sandinn við hlið hest- anna meðan þeir voru að komast fram úr pyttinum og út í ána og á þéttan botn. í hlýviðrinu að undanförnu hafði vatnselgurinn á eylendinu fvrir handan stöðugt farið vaxandi. Þess vegna höfðu þeir ekki beðið lengur með að smala, þótt þeir yrðu að reka féð yfir ána í flóði. Drengurinn hafði ekki verið kominn á fætur, þegar faðir hans og presturinn og Jón og Sigurjón höfðu riðið niður votar moldargöturnar að vaðinu og yfir á ey- Iendið. Bóndinn við Vötnin hafði verið farinn að smala, þegar hinir komu, og heiman af hlaðinu hafði drengurinn séð féð byrja að rekja sig eftir dökkum rind- um hálfsokknum í skollitt vatnið, sem fyllti allar lægðir og kíla og lamdi á sinuflekkjum stararflánna smágárað í sunnanvindinum. Bátnum hafði verið brýnt sunnan við réttina og drengurinn ætlaði að biðja þá að flytja sig yfir, þegar þeir kæmu fyrstu ferðina með lömbin. Hann hafði ekki fengið að fara á hesti að heiman, af því móðir hans vildi ekki hann riði ána í þessu flóði. Þá hafði hann farið gangandi og treyst á bátinn. Honum Ieiddist ekki mikið að bíða og hann fór nokkrum sinnum ríðandi yfir ána í huganum, meðan þeir komu ekki á bátnum. Eng- inn gat bannað honum að gera það í huganum, ríðandi á Gamla Brún. Hann reið alltaf á Gamla Brún, ef hann fór eitthvað í huganum. Gamli Brúnn óð rösklega með hann yfir í hylinn. Þetta var fjórða eða fimmta ferðin og allt í einu varð hann að vélbát úti í miðjum hylnum, sem öslaði upp ána og fram hjá réttinni. Presturinn leit upp, þegar hann heyrði skellina. — Það er naumast að strákurinn sigl- ir, sagði presturinn. — Eg er að sækja hann afa minn, sem þú jarðaðir í vetur. Drengurinn hafði verið setztur. Nú stóð hann á fætur og gekk ofar á bakk- ann til að sjá betur. Þeir voru byrjaðir að hleypa kindum út. Hann sá Sigurjón hlaupa á eftir þeim og standa fyrir þeim og föður sinn og Vatnabóndann þrengja að hópnum og slá á lærin. Hundarnir voru byrjaðir að gelta. Það gekk mjög erfiðlega að koma kindunum út i ána. Loksins hrapaði ein ærin fram af bakk- anum. Hún hímdi í vatninu og Sigur- jón stökk niður og hratt henni út á dýp- ið. Hann þreif fremstu kindurnar hverja eftir aðra og setti þær einnig út í ána. Skyndilega lét hópurinn undan og hneig í samfelldri hrönn niður í vatnið og áin varð krök af syndandi kindum. Hópur- inn dreifðist á sundinu og barst hægt undan straumi að vaðrofinu í bakkanum skammt fyrir norðan drenginn. Þær hristu úr sér mesta vatnið þegar þær komu upp úr og gengu síðan votar og krokulegar og jarmandi upp götuna. Þrjár kindanna syntu að árbakkanum fram undan drengnum. Þær lágu með höfuðin framan í grastorfunni milli þess þær reyndu að komast upp úr. Dreng- urinn lagðist á magann framan í hallan- um og náði í horn einnar skepnunnar. Hann reyndi að tosa henni upp, en rann aðeins framar á bakkann. Samt sleppti liann ekki kindinni. Honum var erfitt að horfa yfir ána vegna þess hve hann hallaðist niðnr að henni. Hann vissi að mennirnir fylgdust með honum og hann langaði til að kalla í þá. Hann sá þá standa í hóp við réttina og hann reiddist snögglega vegna þess þeir stóðu þarna meðan kindurnar lágu í köldu vatninu.Þá sá hann Vatnabóndann koma fram hjá réttinni og setja brúnskjótta hestinn hiklaust fram af holbakkanum og út í ána. Hesturinn fór allur í kaf. Hann var kominn upp aftur á samri stundu með boðann á undan sér og teygði höfuðið fram yfir vatnsflötinn um leið og hann greip sundið. Þeir lentu nokkuð fyrir ofan drenginn og Vatna- bóndinn varð að snúa hestinum undan straumnum til að komast að kindunum. Þeir komu skáhallt undan straumnum þangað sem drengurinn var og hann sá hvíta fætur hestsins niðri í vatnina bær- ast hratt í sundtökunum. — Kipptu duglega í hana, þegar ég lyfti, sagði Vatnabóndinn og sveigði nær bakkanum. — Ég get það ekki vegna hallans, sagði drengurinn. Þeir voru komnir alveg að kindinni. Vatnabóndinn hafði taumana slaka og hallaði sér fram og til hliðar í hnakkn- um. Hann þreif hendinni aftan í kind- 26 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.