Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 22
Björn Th. Björnsson, listfræðingur:
HÁTT DUNAR DANSINN
o Dansæði á miðöldum
o Dansinn á Bakkastað
o Tízkudansar og
ballklæðnaður
o Fyrsta ballið í Reykjavík
o Rock and roll
Dansœði miðalda.
Ekki alls fyrir löngu kom ég þar sem
reykvíkskir unglingar liorfðu á eina svo-
nefnda rock’n-roll kvikmynd. Það lá við
sjálft að húsið umturnaðist. Og að því
er blöðin segja okkur, hefur þetta dans-
æði víða gerzt svo hamslaust erlendis í
borgum, að það hafi jafnvel kostað líf
og limu sumra dansendanna. Hér ætla
ég ekki að ræða dansinn sjálfan, né þær
menningarlegu orsakir, sem valda því,
að dansfýsnin brýzt nú fram í svo hams-
lausri mynd. Það er ævagamalt orðtak
að heimur fari versnandi, og hver kyn-
slóð fullorðinna er jafn sannfærð um
það, að nú sé æskulýðurinn raunveru-
lega — og endanlega — að ganga af göfl-
unum. Og þar sem rock’n-roll dansæðið
er nú, þykjast menn heyra Fenrisúlf
geyja.
Skyggnist menn hinsvegar aftur í
menningarsögu Evrópu, verða þeir þess
vísari, að dansæðið er langt frá því ný
bóla hér í álfu. A miðöldum gengu trvll-
ingslegir dansfaraldrar hvað eftir annað
eins og brim yfir meginlandið. Framan
af miðöldum er þess oft getið, að fólk
verði gripið dansæði við messugerðir, en
þó er það ekki fyrr en með svartadauða,
sem slík sturlun fer að taka á sig svip
almenns faraldurs.
Hið fyrsta mikla dansæði miðaldanna
brýzt út árið 1374, og eru til heimildir
um það frá borginni Aachen. I júlí þá um
sumarið kom mikill mannsöfnuður dans-
andi inn um borgarhliðin í Aachen,
dansaði um götur og sund, inn í mið-
borgina, frávita af tryllingi, og þar liélt
dansinn áfram dag og nótt, svo hams-
laus, að margir sprungu af áreynslunni,
en aðrir voru troðnir undir. Verst var þó,
að dansæði þetta var bráðsmitandi; ung-
ir og gamlir slógust í hópinn, svo við
ekkert varð ráðið. Samkvæmt heimild-
um þessa tíma, svo sem frásögn Petrus
de Herentals, fylgdi blvgðunarlaust sið-
leysi í kjölfar dansins og mjög almenn
geðsturlun. IMeðan fólk var haldið æð-
inu, þóttist það sjá sýnir: við sumum
glotti djöfullinn sjálfur, aðrir sáu opinn
himininn, heilaga júngfrú og allan henn-
ar dýrðlega skara, enda er ekki um að
efast, að múgsefjun þessi hefur átt or-
sök í þeirri kviku trúar og hjátrúar, sem
ýfðist svo mjög eftir pláguna miklu.
Ein borgaradóttir í Basel.
Annar þessara miklu dansfaraldra
gekk yfir árið 1418, og virðist liafa átt
uppruna sinn í Strassburg. Um það er
enn til þetta erindi:
Viel hundert fingen zu Strassburg an
Zu tanzen und springen, Frau und Mann;
An offnen Markt, Gassen und Strassen,
Tag und Nacht, Ihren viel nicht assen,
Bis in das Wiiten wieder gelag,
Sankte Vits Tantz ward genannt die Plag.
En það þýðir, lauslega útlagt: í Strass-
burg hófu hundruð manna hopp og dans,
jafnt karlar sem konur. Þau dönsuðu á
opnum torgum, á strætum og stígum,
nótt og dag, og neyttu lítils matar, unz
æðið hjaðnaði að lokum. Plága þessi var
kölluð dans hins heilaga Vítusar.
Iðulega endaði slíkt dansæði með
skelfingum. Árið 1278 er þess getið, að
mannfjöldi hafi dansað svo æðislega á
brú einni nálægt Utrecht, að hún brotn-
aði undan, og nær tvö hundruð manna
drukknuðu í ánni. Til er tréstunga eftir
Michel Wolgemuth frá síðari hluta 15.
aldar, sem sýnir þennan atburð.
Yfirvöld borganna, sem herjaðar voru
af dansæðinu, reyndu ýmis meðöl til
22 SAMVINNAN