Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 36
Kifissia, en þar var hótelið okkar. Ég var bæði vonsvikinn og undrandi við að sjá göturnar, sem við ókum um þetta kvöld. Það úði og grúði af benzínstöðv- um, B.P., Essso, Shell, og ótal önnur fé- lög voru þarna í skefjalausri samkeppni. Þetta voru margt prýðis-fagrar benzín- stöðvar, en að hugsa sér að leggja hina fornfrægu heimsborg Períklesar undir svo hversdagslega þjónustu! Yið ókum áfram og ég hætti að taka eftir benzín- stöðvunum, því þarna var þá „fegursta bygging veraldar“, Parþenon, í allri sinni dýrð, upplýst með ljóskösturum, og gnæfði yfir borgina. Utveggir þessa fræga húss, sem Perikles lét byggja fyrir nærri 2500 árum, standa svo til óskertir. Okkur löndunum þótti hitinn fremur mikill, þótt sól væri löngu setzt. Með kvöldverðinum, sem snæddur var í seinna lagi, fengum við ýmsar upplýs- ingar um daglegar venjur Grikkja. M. a. var okkur sagt, að allt atvinnulíf og verzlun stöðvaðist frá kl. 1—4 e. hád. Þá liggja menn í forsælu og dorma, eða bíða þess að vinnufært verði sakir hit- ans. Þetta áttum við strax að venja okkur á. Nauðsynlegt var talið að menn svæfu eða héldu kyrru fyrir á þessum tíma. Við tókum því það ráð að æfa í Ijósaskiptunum á kvöldin. Meðkeppendur mínir í þrístökki voru Svíinn Roger Norman og Finninn Matte Járvi. Finnann hafði ég aldrei séð áður, en við Norman vorum gamlir kunningjar. Fyrst kepptum við saman Hilmar Þorbjörnsson, fótfrdastur íslendingur sí8- an farið var að meela slíkt í sekúntubrotum. Hann á íslandsmet í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi og 300 m hlaupi. Hilmar er hér að eefingum á eevafornum leikvangi í Grikklandi. Roger Norman er bezti þrístökkvari Svta. Hann virðist ekki draga af sér, enda varð hann annar og stökk 15,02 m. á Evrópmeistaramótinu í Bern 1954, hann varð nr. 2, stökk 15.30 m. Ég komst ekki í aðal-keppnina og stökk aðeins 14.11 m. Við Járvi urðum góðir kunningjar, og byrjuðum samræður um okkar grein, þrístökkið, strax í flugvélinni. A fyrstu æfingunni, niðri á hinum forna velli þeirra Aþeninga, sá hann hvar ég stakk við fæti, vegna eymslis í hælnum. Hann kom strax til mín og kvaðst kunna ráð við slíku. Sýndi hann mér alumíníum- plötu, sem hann hafði slegið til þannig, að hún féll utan á hælinn neðanverðan. „Settu þetta í skóinn, og þú munt sjá, að þú getur stappað niður hælnum án þess að hann saki. Hann lánaði mér plötuna það sem eftir var æfingarinnar, og fann ég mikinn mun á að stökkva með henni. Það kom upp úr kafinu að Finnar nota slíkar hælhlífar mjög al- mennt, Valkama, hinn frækni lang- stökkvari, gaf mér sína hlíf, eftir að hann keppti, en ég stökk daginn eftir. Arangur Valkama í langstökkinu, 7.60 m., á svo slæmum brautum, var eitt glæsilegasta afrek keppninnar. HINAR FORNU MINJAR. Fyrst skal frægan telja, hinn æva- forna leikvang, sem keppnin fór fram á. Hann var upphaflega byggður á blóma- öld Aþenu fyrir ca. 2500 árum. Sú í- þróttamenning, sem Grikkir hinir fomu byggðu upp gleymdist og grófst í rúst- um hinna fornu mannvirkja. Upp úr Vilhjálmur Einarsson kom, sá og sigraði i Aþenu. Hér svífur hann síðasta spölinn i sigurstökkinu og árangurínn var 15,95 m, neer heilum metra lengra en Svíinn, á myndinni til vinstrí. miðri 19. öld fengu menn vaxandi áhuga á fornleifafræði, sem meðal annars leiddi af sér endurvakningu Ólympíuleikanna og endurbyggingu á hinu forna risa- mannvirki, aþenska íþróttavellinum. Þvilík tilfinning, að vera hér í hinum helgu véum íþróttanna. Enginn kvart- aði þótt völlurinn byði upp á hin furðulegustu skilyrði: 2 metra halla- munur á milli brautarenda; 200 m lengd og 17 m breidd á milli brauta, og beygjurnar því krappari en nokkuð, sem spretthlaupararnir höfðu látið sér til hugar koma að hlaupa. Samt setti Dan Waern frá Sviþjóð, nýtt sænskt met í 800 m hlaupinu! Hann var líka af flestum dæmdur „bezta stjarna móts- ins“. Allir voru snortnir af því að fá að keppa á þessum helga stað, og margir náðu ótrúlegasta árangri. Einn daginn var okkur ekið í leiðang- ur um hin fornu hof. Við féllum í stafi yfir mikilfengleik Seifshofsins. Raunar eru aðeins fáar súlur uppistandandi, en nóg til þess að gera sér liugmyndir um stærð og gerð þessa furðuverks. Frá Seifs-hofinu að sjá var Akrópólis- hæðin skammt undan, og á toppinum gnæfði Parþenon-hofið. Þetta var hof gyðjunnar Pallas-Aþenu, verndargyðju Aþenuborgar. Þótt þúsundir ára séu síðan hofið uppfyllti sitt trúarlega hlut- verk, stafar enn í dag frá því tign, hreinleika og jafnvel hátíðleika yfir ger- (Framh. á bls. 47). 36 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.