Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 59
Nýjar Norðrabækur
Erling Brunborg,
CM ÍSLAND TIL ANDESÞJÓÐA.
Höfundur leggur upp frá Noregi, stefnir
til íslands, þaðan til Kanada og vestur að
Kyrrahafi, suður eftir Bandaríkjunum,
Mexíkó og öðrum Mið-Ameríku-löndum,
unz hann kemst til Galapagos-eyja, þar sem
dýralífið er eins og á þeim tímum, er risa-
eðlur voru til. Síðan fer hann aftur til meg-
inlandsins, þar sem hann ferðast milli hafa
á öllum hugsanlegum farartækjum. Og
loks vinnur hann fyrir farinu heim.
(Tíminn, Sigurður Þórarinsson): „Höf-
undur hefur ekki aðeins vökul augu, hann
hefur hjartað á réttum stað. Bókin er
brunnur fróðleiks um lönd þau, er höfund-
ur gistir. Frásagnamátinn er fjörlegur og
hressilegur, stíllinn dálítið unggæðingsleg-
ur á köflum, en batnar þegar á bókina líð-
ur. Ekki þykir mér ólíklegt, að Erling Brun-
borg eigi eftir að verða frægur ferðabóka-
höfundur —“.
Elinborg Lárusdóttir:
FORSPÁR OG FYRIRBÆRI.
Þeir munu vera fjölmargir íslendingar,
sem þekkja eða hafa þekkt Kristínu Helga-
dóttur Kristjánsson og kynnzt skyggni- og
spásagnahæfileikum hennar. Færri hafa
þó vitað að hún er miðill líka. Elínborg hef-
ur farið líkum höndum um efni þetta og í
bókinni „Miðillinn Hafsteinn Björnsson".
Sigurður Þórðarson söngstjóri ritar formáls-
orð. Bókin fjallar um efni, sem íslendingum
hefur löngum verið hugleikið.
(Tíminn, Jónas Þorbergsson): — dul-
rænar gáfur Kristínar eru meðal þeirra fá-
gætustu og jafnframt dularfyllstu, með því
að hún sér og segir fyrir óorðna hluti —,
bók þessi er vönduð að gerð, frásagnar-
háttur öfgalaus og trúverðugur og stílsetn-
ing smekkvísleg.
Gunnlaugur Björnsson:
HÓLASTAÐUR.
„Heim að Hólum“ er fornt orðtæki, sem
lifað hefur og lifir enn í huga og hjörtum
íslendinga.
Á Hólum í Hjaltadal mætast forn og
frægð og nýi tíminn. Enn sækja íslendingar
vizku og lærdóm til hins forna höfuðbóls
og menntaseturs.
Á þessu ári voru 75 ár liðin frá þvi að
búnaðarfræðsla hófst á Hólum. I tilefni þess
hefur Gunnlaugur Björnsson bóndi í Brim-
nesi og fyrrum kennari á Hólum tekið sam-
an þessa girnilegu bók.
Gunnlaugur er manna fróðastur um
sögu Hóla að fornu og nýju. Hann er ágæt-
lega ritfær, enda er HÓLASTAÐUR skipu-
lega samin bók, framsetning ljós, stíllinn í
senn lipur og þróttmikill og málið vandað
og kjarngott. Höfundi hefur tekizt með af-
brigðum vel að fella mikið og margþætt
efni í lifandi heild.
Bændastéttinni, og ekki sízt Hólasveinum,
ungum sem öldnum, verður því þessi bók
kærkomið lestrarefni.
(Alþýðublaðið, Helgi Sæmundsson): „Hon-
um tekst að láta ýmiskonar frásögn mynda
trúverðuga og samfellda heild. — Gunn-
laugur speglar í fáum orðum það sem svo
mörgum yrði á að teygja og toga von úr
viti. Honum ber há einkunn að verkalokum.
Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson:
HRAKNINGAR OG HEIÐAVEGIR IV.
Hér er enn sem fyrr brugðið upp sönnum
og eftirminnilegum svipmyndum af viður-
eign íslendinga við svipula náttúru hins
ógnfagra lands, er þeir byggja.
Þetta bindi er hið fjórða og jafnframt hið
síðasta í hinu stórmerka og vinsæla rit-
safni.
(Alþýðublaðið, Helgi Sæmundsson): —
þættirnir í ritverkinu eru flestir ágætir og
sumir afburðavel sagðir. Má þar kenna
handbragð þeirra beggja, ritstjóranna. —
Ólafur Jónsson:
SKRIÐUFÖLL OG SNJÓFLÓÐ, I—II.
íbúar fjallalanda þekkja þær hrollvekj-
andi hamfarir náttúrunnar, er skriður falla
eða snjór flæðir niður hlíðar. Fáar hörm-
ungar eru þeim, sem fyrir þeim verða, eins
afdrifaríkar, enda hefur margur dalbúinn
hlotið grimmileg örlög, er skriður eða snjó-
flóð féllu á bæ hans. — Frá slíkum viðburð-
um segir í þessu mikla ritverki. Hér er ekki
um að ræða einangraða þætti, heldur ítar-
legt rit um orsakir skriðufalla og snjóflóða,
varnir gegn þeim og nákvæmar frásagnir
slíkra atburða hér á landi svo langt aftur,
sem heimildir geta.
Þessi tvö bindi segja hrikalega sögu, sem
er snar þáttur í mótun landsins og baráttu
íslenzku þjóðarinnar fyrir lífi sínu í harð-
býlu og veðraþungu landi.
(Tíminn, Sig. Þórarinsson): „— Það er
því þjóðþrifaverk, sem Ólafur hefur nú
unnið af dæmafárri elju og þarf hann
sannarlega ekki að afsaka það, að þetta
verk hafi stundum stolið stundum frá öðr-
um störfum, og vel má hann vita, sem vís-
indamaður, að þetta rit er hin þarfasta
lesning sérhverjum íslenzkum búfræðingi,
— en það á t. d. erindi til allra fjalla- og
skíðamanna. Ég hygg mér sé þó óhætt að
spá því, að það muni síðar þykja hafa verið
skynsamleg fjárfesting að kaupa þetta rit.
— Sumir kaflarnir eru beinlínis spennandi
aflestrar."
(Frjáls þjóð, Jón Helgason): „— Höfund-
ur hefur unnið stórkostlegt brautryðjenda-
starf á því sviði, sem hann hefur helgað
sig, og skilað verki, sem lengi mun verða
talið hið mesta stórvirki. — Norðri hefur
gefið bækurnar út með sóma, til útgáfunn-
ar hefur sýnilega verið vandað“
Þórarinn Grímsson Víkingur:
MANNAMÁL.
Löngum hefur það verið háttur íslend-
inga að segja frá og skrá það merkverð-
asta, sem skeð hefur í byggðalögunum.
Þórarinn Gr. Víkingur er fjölhæfur og
gáfaður fræðimaður. Stíll hans er léttur og
blæfagur og yfirsýn hans ágæt. Um efnið
allt, þótt ólíkt sé að uppruna, fer hann
nærfærnum höndum. Efniviðurinn er úr
ýmsum áttum, og þegar saman er komið
lýsir hann sérstaklega vel aldarhætti og
hugsanaferli manna, er lifðu hér um alda-
mótin.
(Vísir, Guðm. Daníelsson): — sumir
þeirra munu vekja athygli og þykja fengur
í bókmenntum vorum.
Guðmundur Gíslason Hagalín:
SÓL Á NÁTTMÁLUM.
Stórbrotin skáldsaga. Eftir 12 ára þögn,
kemur skáldsaga frá Hagalín, óviðjafnanleg
í byggingu, stíl og frásögn. Persónurnar
koma fram skýrar og ógleymanlegar. Sögu-
sviðið er lífið sjálft — með öllum sínum
áætlunum. — Einn verður ríkur í dag, en
tapar um leið rótfestunni, annar bíður og
missir af vagninum, en stendur eftir sterk-
ari á eigin fótum. Bókin talar máli unga
fólksins sem á að erfa landið og sannar, að
það muni standast strauma lífsins. Sól á
náttmálum mun veita Hagalín æðsta sess á
skáldbekk þjóðarinnar.
(Alþýðublaðið, Helgi Sæmundsson): „Höf-
undinum hefur svo tekizt, að þetta mun
verða talin merkilegasta skáldsaga hans ef
hún er vel lesin og rétt skilin."
(Morgunblaðið, Rvk.bréf B. Ben.): „Hin
nýja skáldsaga Guðm. G. Hagalíns, Scl á
náttmálum, vekur athygli og umtal þeirra,
er lesið hafa. Öllum kemur saman um, að
bókin sé skemmtileg aflestrar.
(Vísir, Guðm. Daníelsson): „Annars tel
ég, að í heild standi „Sól á náttmálum"
fyllilega jafnfætis því, sem Hagalín hefur
áður bezt gert í skáldskap. Hann hefur
enn stokkið hæð sína og vel það.“
(Tíminn, Andrés Kristjánsson): „Haga-
lín hefur skrifað skáldsögu, sem mun lifa.
Áhrifameiri bók hefur hann ekki skrifað
til þessa“.
BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI
SAMVINNAN
59