Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 4
KIRKJUGLUGGARNIR
Á BESSASTOÐUM
Sá listsögulegi atburður gerðist á
hvítasunnudag nú í vor, að vígðir
voru nýir gluggar í Bessastaðakirkju.
Þar var ekki um að ræða neinar
venjulegar glerrúður, settar í vegna
þess að aðrar höfðu brotnað. Raunar
eru rúðurnar allar í smástykkjum, en
brotin eru tengd saman með blýi. I
glerinu eru innbrenndir litir og þar
gefur að líta dáindis fagrar myndir af
stórmennum íslenzkrar kristnisögu,
auk Krists og hinnar heilögu móður,
Maríu, sín hvorum megin við kórinn.
Bessastaðir á Álftanesi er forn-
frægt höfuðból. Jörðin hefur byggst
skömmu eftir landnám Ingólfs, en
sennilega verið nefnd öðru nafni.
Fræðimenn telja líklegt, að jörðin
Skúlastaðir, sem getið er um í forn-
um bókum, sé sama jörðin. Á Sturl-
ungaöld lentu Bessastaðir í eigu
Snorra Sturlusonar og fara úr því að
koma verulega við sögu landsins.
Eftir fall Snorra sló konungur eign
sinni á staðinn upp í vígsbætur og
þannig urðu Bessastaðir miðstöð
konungsvaldsins um langan aldur.
Kirkja hefur verið byggð á Bessa-
stöðum skömmu eftir kristnitökuna.
Þar var í upphafi bændakirkja og
]árnmyndir i grátunum í Bessastaðakirkju. Mynd-
irnar eru tákn guðspjallamannanna og ej betur
er að gáð, sést, að þeim svipar mjög til íslenzku
landvœttanna, nema hvað hér er engill í stað
jötunsins.
eftir að Bessastaðir voru orðnir ver-
aldlegt höfuðból, var kirkjan samt
ekki höfuðkirkja. Reynt var að hefja
hana til vegs og virðingar, en oft á
annara kostnað og hlutust af óvin-
sældir. Ýmist var á Bessastöðum torf-
kirkja eða timburkirkja og gekk illa
að halda þeim við.
Árið 1773 er ákveðið að reisa stein-
kirkju á Bessastöðum. Hófust þá
framkvæmdir, en verkinu miðaði
seint og kirkjusmíðinni var ekki lok-
ið fyrr en 1829. Var það Ólafur Step-
hensen, sem mest beitti sér fyrri því,
að verkinu lauk. Kirkjan var samt
talin mjög léleg og kom til tals að
leggja hana niður um miðja öldina.
En síðan hefur vegur kirkjunnar far-
ið vaxandi. Skúli Thoroddsen lét gera
við hana á ýmsan hátt. Þegar Jón H.
Þorbergsson bjó á Bessastöðum, var
í ráði, að ríkið tæki við kirkjunni,
en varð ekki af. Hinsvegar gekkst
Matthías Þórðarson, þjóðminjavörð-
ur, fyrir samskotum til viðhalds og
fegrunar kirkjunni. Einnig lét Sigurð-
ur Jónasson gera við kirkjuna á
Bessastaðaárum sínum. Eftir að hann
gaf ríkinu jörðina og Bessastaðir voru
gerðir að forsetasetri, hafa gagngerð-
ar breytingar og endurbætur farið
fram á kirkjunni. Stærsti áfanginn í
fegrun kirkjunnar eru þó gluggarnir,
sem fyrr eru nefndir og skal nú nánar
vikið að því máli.
Ásgeir Ásgeirsson, forseti, hafði
lengi haft hug á að fegra kirkjuna á
Bessastöðum. Sérstaklega hafði hon-
um komið í hug að gera eitthvað við
gluggana í þessu sambandi, því það
er kunnugt að fátt gerir guðshús
stemmningsríkara en fögur glermál-
verk í gluggum.
Málið komst á dagskrá fyrir alvöru
í sambandi við sextugsafmæli Ásgeirs
forseta. Ríkisstjórninni var kunnugt
um, að forsetanum var fegrun kirkj-
unnar mikið áhugamál og ánafnaði
honum á afmælinu, nokkurri fjárupp-
4 SAMVINNAN