Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 43

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 43
Hjálmar Ólafsson: h aö sameina sveitarfelögin á höfuðborgarsvæöinu? miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Á sama hátt væri ósanngjarnt að sveitar- félög með litla eða enga land- búnaðarframleiðslu nytu lands- útsvara af verzlun með búvörur. Hér ætti viðskiptamagn að ráða skiptingu í stað höfðatölu. Ekki er rétt að draga fjöður yfir það, að yrðu lögð landsút- svör á þessi fyrirtæki, bitnaði það á Reykjavík, sem nú nýtur þessara útsvara óskiptra. Þó mundi Reykjavík fá í sinn hlut fjórðung landsútsvaranna og auk þess bróðurpartinn af þeim þrem fjórðu, sem til skipta kæmu. Yrðu landsútsvör lögð á banka, myndi Reykjavík líklega fá þenn- an skaða að fullu bættan. Útsvör Útsvör hafa jafnan verið meg- intekjustofn sveitarfélaganna og er svo enn. Fyrr á árum var á- lagning þeirra oft mjög handa- hófskennd. Þau átti að leggja á „eftir efnum og ástæðum“. Það var verk niðurjöfnunarnefnda að meta gjaldgetuna og má nærri geta, að þeim hafa oft verið mis- lagðar hendur. Smátt og smátt samræmdu þó niðurjöfnunar- nefndir álagningarreglur sínar, og auðveldaði það setningu hinna tiltölulega ákveðnu og fastmót- uðu reglna, sem settar voru með tekjustofnalögunum. Útsvörin eru tvenns konar: tekjuútsvör og eignaútsvör. Eignaútsvör skipta yfirleitt litlu máli í tekjuöflun sveitarfélag- anna. Þau eru frá 5—12 af þús- undi hreinnar eignar umfram 200 þús. kr. og 7 af þúsundi af hreinum eignum félaga. Hið lága fasteignamat veldur því m. a. hve lág eignaútsvörin eru víðast hvar. Tekjuútsvörin eru 10—30% af útsvarsskyldum tekjum. Útsvars- skyldar tekjur eru þannig fundn- ar, að frá tekjuhlið framtals (brúttótekjum) er dregin saman- lögð upphæð á frádráttarhlið þess. Mismunur er hreinar tekjur og á þær er tekjuskattur lagður. En áður en útsvar er á lagt, er frá nettótekjum dregið tekjuútsvar síðasta árs, hafi það verið greitt innan tiltekins tíma. Einnig er að sjálfsögðu dreginn frá lögboðinn persónufrádráttur bæði við álagn- ingu tekjuskatts og tekjuútsvars. Mörg sveitarfélög veita frekari ívilnanir við álagningu útsvars, einkum með því að undanþiggja gjöld frá tryggingakerfinu, ým- ist að nokkru eða öllu leyti. Frádráttur á frádráttarhlið framtals er mjög misjafn eftir aðstöðu manna. Margir hafa há vaxtaútgjöld til frádráttar, sjó- menn sjómannafrádrátt og þeir framteljendur, sem kvæntir eru, fá helming tekna kvenna sinna frá dreginn, hafi þær sjálfstæðar launatekjur. Fari útsvör fram úr áætlun, að viðbættum 5—10% fyrir van- höldum, skal hækka öll útsvör að jafnri tiltölu. Náist hins vegar ekki hin áætlaða upphæð, skal hækka hvert einstakt útsvar um jafnan hundraðshluta unz upp- hæðinni er náð. Þó má þessi hækkun ekki fara fram úr 20%. Nægi það heldur ekki til að ná áætlunarupphæð, getur sveitar- félagið fengið aukaframlag úr Jöfnunarsjóði. Lokaorð Sveitarfélögin í landinu hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Þau eru oft forystuaflið og driffjöðrin í at- vinnulífinu. Þau annast, ásamt ríkinu, mjög þýðingarmikla þætti fræðslumálanna. Á þeirra vegum er rekin fjölþætt félagsmála- og menningarstarfsemi. Og þau ann- ast margvísleg þjónustustörf fyr- ir þegna sína. Allt þetta kostar mikið fé. Eins og sjá má af því, sem að framan er sagt, kemur meginhluti tekna sveitarfélag- anna beint frá þegnum þeirra. Álögur eru almennt þungbærar og vart fært að þyngja þær. Möguleikar sveitarfélaganna til að auka tekjur sínar eru því í rauninni engar. Þegar þau verða fyrir efnahagslegum áföllum, eins og austfirzku sveitarfélögin urðu fyrir þegar síldin hætti að veiðast, eiga þau einskis annars úrkosta en að draga saman segl- in, auk þess sem þau hljóta að lenda í vanskilum. Ríkissjóður varð auðvitað fyrir miklu áfalli af sömu sökum. En hann hafði ráð með að bæta sér það upp með gengisfellingu, sem leiddi til hækkaðra aðflutningsgjalda og söluskatts í ríkissjóð, en jók enn á útgjöld og erfiðleika sveitar- félaganna. Engin slík .,patent“- úrræði eru handbær fyrir sveitar- félögin. Löggjafinn verður að gera sér grein fyrir því, að það borgar sig hvorki fyrir þjóðarheildina né einstaklinginn að svelta sveitar- félögin. Þeim verður að sjá fyrir það miklum tekjum, að þau geti rækt eins og til er ætlazt hinar lögboðnu skyldur við þegnana og þjóðfélagið og einnig þær sið- ferðilegu skyldur, sem allir — einnig löggjafinn — ætlast til að þau ræki. Og löggjafinn verður að gæta hófs í því að þyngja útgjöld sveitarfélaganna, án þess að sjá þeim fyrir tekjum til þess að standast þau. Bjarni Þórðarson. Öllum er trúlega ljóst, að mörgum hinna fámennustu sveit- arfélaga í landinu er ekki unnt að sinna þeirri þjónustu, sem lög- gjafarvaldið og þegnarnir ætla þeim. Hlýtur því senn að líða að því, að þau sameinist í stærri heildir, hvort sem það verður með frjálsu samkomulagi — en það væri æskilegast — eða með lagaboði eins og líka hefur komið til tals. Samband íslenzkra sveitarfé- laga hefur átt sinn þátt í að leit- ast við að flýta þessari þróun. Að vísu voru fyrstu umdæmasamtök sveitarfélaga, sem stofnuð voru í Reykjanesumdæmi, ekki til kom- in að frumkvæði sambandsins, en síðan hefur það verið þess mjög hvetjandi að slík umdæma- eða kjördæmasamtök væru stofnuð. Hefur sambandið átt beina aðild að stofnun samtaka sveitarfélaga Frá Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.