Samvinnan - 01.10.1971, Side 10

Samvinnan - 01.10.1971, Side 10
„Konan er maður.“ Þessi yfir- lýsing hefði visast þótt kynleg fyrir nokkrum áratugum, jafn- vei kannski nokkrum árum, meðan konunni var ætlaður skýrt afmarkaður bás í mannfélaginu, en með harðnandi réttindabaráttu kvenna um heim allan er það smámsaman að renna upp fyrir fólki af báðum kynjum, að konan eigi sama tilkall til almennra mannréttinda og mannsæmandi lífs- kjara og karlmaðurinn. Það er mannskemmandi að lifa við misrétti, en mannlegt að leita réttar síns, og þessvegna verður sífellt háværari og nærgöngulli sú krafa konunnar, að hún fái notið þeirra frumstæðu mann- réttinda að velja sér hlutverk í llfinu með sama hætti og hinn helmingur mannkynsins. Þessi nýju viðhorf valda því að sjálfsögðu, að nöfn á skáldverkum einsog „Manni og konu“ Jóns Thoroddsens verða dálítið hjárænuleg og gamaldags, en við því er víst ekkert að gera. Hinsvegar ætti að vinda bráðan bug að því að leggja niður tvíheiti á ýmsum störfum eftir kynjum, einsog t. d. skólastjóri—skólastýra, kennarl—kennslukona, forstöðu- maður—forstöðukona, hjúkrunarmaður—hjúkrunarkona, og nota einungis það heitið sem víðtækari hefur merkinguna, sem venjulega er karlkyns- orðið (við þvi verður vist ekki heldur gertl). Úrþvi konur geta verið ráð- herrar og sendiherrar, hljóta þær að geta veriö skólastjórar og hjúkrun- armenn. Einn þáttur i mannréttindabaráttu Rauðsokkahreyfingarinnar og ekki sá litilvægasti er að brjóta niður þá múra sem kvenfólk jafnt og karlmenn hefur hlaðið upp milli kynjanna með því að koma á fót allskyns samtök- um fyrir hvort kyn um sig. Má þar m. a. minna á sjálft Kvenréttindafélag íslands, kvennadeildir Slysavarnafélags Islands, kvennasamtök nokkurra stjórnmálaflokka (þó ekki allra), skátahreyfinguna, KFUM og K, allskyns átklúbba einsog Rotary, Lions, Kiwanis, Zonta og hvað þeir nú heita, leynisamtök einsog Frímúrara og Oddfellowa (þó er til fámenn frímúrara- regla hérlendis sem ekki fer í kyngreinarálit), margskonar góðgerðafélög kvenna og kvenfélög kirkjusafnaða, og þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta fyrirbæri sem heyra til liðinni tíð og eru nánast brosleg í nútlman- um nema að því leyti sem þau skaða þjóðfélagið og tefja þróun þess i átt til fullkomins jafnréttis allra þegnanna. Ekki leikur á tveim tungum, að uppreisn æskunnar gegn arfhelgum goðsögnum ,,karlmennsku“, árásarhvatar og hernaðar er angi af andóf- inu gegn misrétti kynjanna og þeirri hræsni sem viðgengizt hefur i sam- bandi við kúgun kvenna. Hér er um að ræða víðtæka menningarbyltingu sem felur í sér róttækt endurmat á viðteknum gildum og viðhorfum. Sú bylting á að nokkru rætur sínar í aukinni menntun og upplýsingu, stór- auknum samskiptum þjóða og þjóðfélagshópa, nýrri og æ fjölbreytilegri tækni í framleiðslu, fjölmiðlun og atvinnuháttum yfirleitt. Ég spái því, að um næstu aldamót verði það félagslega misrétti kynjanna, sem nú er við lýði, jafntorskilið og verksmiðjuvinna barna í nálægum löndum á síðustu öld er i okkar augum. Endurmat gilda og viðhorfa tekur ekki sízt til bókmenntanna, sem hafa alið á fáránlegum lénsskipulagshugmyndum um grundvallarmismun kynj- anna. Standa þar fremstir í flokki höfundar einsog D.H. Lawrence, Henry Miller og Norman Mailler, sem nú hafa verið rækilega afhjúpaðir af bandaríska myndhöggvaranum Kate Millett, sem samdi eina snjöllustu bók síðustu ára um þessi efni undir heitinu „Sexual Politics". Fróðlegt væri að fá einhvern góðan bókmenntafræðing til að gera samanburð á kvenlýsingum í fornbókmenntum og nútímabókmenntum Islendinga. Sá samanburður yrði að líkindum ekki hagstæður samtímahöfundum. Einsog fram kemur i meðfylgjandi greinum, töflum og línuritum, er viða brotinn pottur á Islandi ekki siður en annarsstaðar að því er varðar launajöfnuð kynjanna, og á það jafnt við um ríkisfyrirtæki, samvinnufyrir- tæki og einkafyrirtæki. Á undanförnum árum hefur Sambandið til dæmis boðið efnilegum nemendum úr Samvinnuskólanum framhaldsnám innan- lands. Er það fólgið í störfum hjá ýmsum fyrirtækjum S.Í.S. og kaupfé- lögunum ásamt öðru. Tilgangurinn er að þjálfa fólk til ábyrgðarstarfa hjá samvinnuhreyfingunni, til dæmis kaupfélagsstjórastarfa. Það hefur vakið eftirtekt Rauðsokka, að stúlkum hefur ekki verið gefinn kostur á þessu framhaldsnámi, endaþótt þær hafi sízt staðið sig verr í námi en piltarnir. Þegar Rauðsokkar leituðu upplýsinga um þetta hjá S.Í.S. var því svarað til, að konum hefði ekki verið gefinn kostur á að taka þátt í þessu fram- haldsnámi, og því borið við, að kona hefði aldrei sótt um kaupfélags- stjórastöðu. Þykir því Rauðsokkum sem konum sé meinað að afla sér undirbúnings sem þurfi til að sækja um kaupfélagsstjórastöðu, en síðan sé afleiðingin notuð sem orsök. Eitthvað kann hér að vera málum blandað, því allmargar konur gegna störfum útibússtjóra kaupfélaga, t. d. eru þrír af fjórum útibússtjórum Kaupfélags Isfirðinga konur, og útibús- stjóri KEA í Grímsey er kona, en hitt er sjálfsagt að ihuga, hversvegna konum er ekki gefinn kostur á framhaldsnámi Samvinnuskólans og hvers- vegna engin kona hefur sótt um kaupfélagsstjórastöðu. Á aðalfundi Sambandsins I ár var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Öddu Báru Sigfúsdóttur: „Aðalfundur S.Í.S., haldinn að Bifröst dagana 6.—7. júlí 1971, beinir því til stjórnar S.Í.S., að hún láti kanna launakjör kvenna, sem starfa á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Könnunin feli m. a. i sér samanburð á launum karla og kvenna hjá samvinnuhreyfingunni og fyrirtækjum hennar. Niðurstöðum könnunarinnar fylgi greinargerð um or- sakir launamismunar. Jafnframt er stjórninni falið að leitast við að koma því til leiðar, að bætt verði úr þeim ójöfnuði sem fram kann að koma við könnun þessa.“ Þessi merka tillaga var samþykkt einum rómi á aðalfundinum, en ekki hafa farið neinar sögur af umræddri rannsókn enn sem komið er. Þess er að vænta að hún verði gerð og að samvinnuhreyfingin taki forustu um að leiðrétta það misrétti sem fram kann að koma. Eftir því bíða áreiðan- Iega konur um allt land — og eflaust margir karlmenn lika. Þó karlmenn eigi mikla sök á þeim kjörum, sem konur hafa búið og 'búa enn við, með því að þeir hafa að miklu leyti mótað og skipulagt þjóðfélagið að eigin geðþótta, er óþarft að hvítþvo konur af allri sök. I hálfa öld og vel það hafa konur haft kosningarétt og kjörgengi og þannig átt þess kost til jafns við karlmenn að móta þjóðfélagið eða a. m. k. hnika því I átt til aukins jafnréttis. Þetta hafa einstakar konur vissulega reynt að gera, en þær hafa átt furðulitlum skilningi að mæta hjá öllum þorra kynsystra sinna, og kvenréttindahreyfingin hefur að verulegu leyti staðnað í gömlum glósum og starfsaðferðum, kannski fyrst og fremst vegna þess að hún einangraði sig frá heimi karlmannanna og ýtti undir þá öfugþróun að skipa körlum og konum í tvær andstæðar fylkingar. Nú verður að sameina þessar fylkingar og gera sameiginlegt átak til að leið- rétta mistök og misrétti margra alda. s-a-m 10

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.