Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 12
Hildur Hákonardóttir:
Hornsteinar og höfuðpaurar
Sagt er að okkur konum sé
nær að leggja meiri rækt við
okkar erfðahlutverk — það að
ala börn og annast þau — en
að standa i jafnréttisbrölti.
Hlutverk þetta sé bezt rækt við
arin heimilisins. Við ku standa
náttúrunni svo nærri. Greindir
menn hafa sett þetta niður fyr-
ir sér á þann máta, að karl-
mannsins sé að framkvæma, en
konunnar sé það að vera.
í þessu felst mikill sann-
leikur. Við viljum ala börn, við
viljum að þau nái vænum
þroska, og við viljum standa
náttúrunni nærri. En náttúr-
una er ekki að finna i plast-
hjúpuðu, bónuðu og sótthreins-
uðu eldhúsi. Þar verður Gvend-
arbrunnavatnið æ klórmeng-
aðra, og við vitum ekki hvort
sá gamli góði siður að hleypa
inn fersku lofti þýðir nú að við
séum að opna gluggana fyrir
götustybbunni og koltvísýr-
ungnum, eða hvort betra væri
að kaupa Gott Loft í búðinni i
spray-brúsum. Ung kona heyr-
ist aldrei segja núna: þegar ég
verð amma — sízt af öllu segir
hún það að gamni sínu, því að
hún veit ekki hvort einu sinni
hennar eigin börn ná nokkurn-
tíma þroska, og móðurmjólk
hennar er sífellt að eitrast af
DDT. Hvað uppeldi barna á-
hrærir, þá er það fólgið einkum
í því tvennu — að sjá um lík-
amlegar þarfir barns sem ekki
er fært um að gera það sjálft
og að veita barni andlega nær-
ingu i formi ástúðar og fræðslu.
Síðar þegar barnið fer að kom-
ast á legg er uppeldið fólgið í
því að gera barninu kleift að
vaxa frá móður sinni eða föður,
þannig að það geti sjálft ann-
azt þarfir sínar, aflað sér ástar,
tileinkað sér þekkingu og lært
af reynslunni.
Við erum ekki lengur færar
um þetta hlutverk. Við getum
ekki lengur brosandi sullað
gerviefnum úr allavegalituðum
glansumbúðum, sem að okkur
eru réttar, ofan í börnin. Upp-
eldisreglur mæðra okkar eru
okkur engin stoð, og félagsleg-
ur hugsunarháttur þeirra gildir
ekki lengur. Við getum ekki
gefið börnunum vegarnesti fyr-
ir lífsbaráttuna, þvi að við
skiljum hana ekki sjálfar.
Þess vegna erum við komnar
út úr pastellituðum eldhúsun-
um okkar til að spyrja þá sem
hafa verið að framkvæma,
hvað þetta er, sem þeir hafa
verið að gera.
Við förum út til að berjast
gegn stöðnuðum hugmyndum
um okkur sjálfar, röngum og
rígskorðuðum skoðunum um
getu okkar, eðli og vilja. Skoð-
unum sem nú ógna tilveru okk-
ar, ræna okkur sjálfsvitund og
efnahagslegu frelsi.
En ekki tjóir að ganga úr
einu bjarginu í annað.
Félagsheimur karlmannsins,
sem hefur undirokað okkur,
getur varla orðið okkur góð
fyrirmynd. Félagsformið, sem
við búum við, er formanns-
formið. Það er stighækkandi
form færri manna og meiri
valda. Þetta er þrautútspekúl-
erað form og þúsunda ára
gamalt. En sköpuðir þess voru
drottnunargjarnir, og tilgangur
skapnaðarins var að auðvelda
þeim að halda völdum og nýta
vald sitt.
í Egyptalandi til forna sköp-
uðust aðstæður til að full-
komna þetta form unz það varð
svo ljóst í meðvitund manna að
það varð að veruleika úr steini.
í herjum og einræðisrikjum
er uppbyggingin skýr og mörk-
uð, enda byggist þar hópverk-
unin á hlýðni einstaklinganna,
og sterkum áróðri eða höftum
verður að beita til að hvolfa
loftþéttu loki á skynramlegar,
þröngva formannskerfinu til að
laga sig að þroskavænlegri
vaxtarmöguleikum og losa um
stjórnarhald þess, þannig að
einstaklingar eða hópar eigi
þess kost að rísa til áhrifa eða
frjálsar gerðir og hugsanir
meðlimanna. í smærri eining-
um, flokkum og félögum, þar
sem yfirráð flokksmanna hvers
yfir öðrum samrýmast ekki til-
gangi félagsins, verður for-
mannsformið drösull að draga,
því stjórnin verður eftir sem
áður ein starfhæf og aðrir
meðlimir svæfa samkennd sína
með félagsgjöldum.
Formið er stirt i vöfurn og
helzti möguleiki þess til vaxtar
er að leggja undir sig nýja
meðlimi.
valda, hvar í þjóðfélaginu sem
þeir kunna að eiga sér rætur,
hafi þeir bolmagn eða fylgi.
Félagsuppbyggingin er þar bú-
in að taka á sig miklu frjáls-
legra snið. Þó hefur formanns-
&o
OOOQ
Æbn
ooooo
kerfið svo ríka möguleika til
allsherjarstjórnunar, að fram-
kvæmd lýðræðis er auðveldlega
stöðvuð og kæfð, sér í lagi þeg-
ar framkvæmdin ógnar stöðu
stjórnendanna sjálfra. Fram-
kvæmd lýðræðis hefur hvergi
í þjóðfélögum þar sem áber-
andi stéttaskipting rikir um-
gangast menn umhverfi sitt
án þess að hafa breytingar þess
sífellt í huga, en félagsleg sam-
skipti manna á meðal geta orð-
ið rikuleg.
í lýðræðislegum stjórnar-
kerfum hefur verið reynt að
12