Samvinnan - 01.10.1971, Síða 13
Konan cr maðnr
Hildur Hákonardóttir
Bjarni Ólafsson
Vilborg Dagbjartsdóttir
Elín Hjaltadóttir
Jón Ásgeir Sigurðsson
Helga Sigurjónsdóttir
Þórunn Árnadóttir
Gerður G. Óskarsdóttir
Guðný Gunnarsdóttir
Guðrún Albertsdóttir
Ýmsir starfshópar
Ingveldur Þorkelsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Inga Lindsjö
Nína Björk Árnadóttir
Unnur S. Bragadóttir
megnað að gera utan örsmáan
hóp í hverju landi hina raun-
verulegu valdhafa.
Til að árétta þetta vil ég
vitna í skrif Sigurðar Líndals
hæstaréttarritara, sem birzt
hafa i Samvinnunni, um
stjórnmálaflokka íslenzka,
uppbyggingu þeirra, valda-
stofnanir og form ákvarðana-
töku innan flokkanna. Sigurður
skrifar:
En formannskerfið er sem
stjórnunarkerfi svo sterkt að
það getur, eins og nú hefur
sýnt sig í tækniþjóðfélögum
okkar tíma, innlimað hugtök
eins og lýðræði og frelsi og
stjórnað þeim, og hugmynda-
fræðingar draga upp nýjar út-
litsmyndir af þrepum valda-
pýramídans og lýsa því yfir að
loksins sé leiðin fundin til að
koma valdinu út til fólksins.
Sem einstaklingar í þjóðfé-
laginu myndum við hóp til að
koma þörfum okkar á fram-
færi, en það er harla lítið unn-
ið ef sá hópur á aftur að mót-
ast af sömu félagslegu bygg-
ingu og það stórfélag, sem gerir
okkur að hornrekum.
„Venjulegur borgari eða ó-
breyttur flokksmaður getur
nánast engin áhrif haft, hversu
mikið sem hann kann að starfa
í stjórnmálaflokki. Hann hlýtur
að troðast undir annars vegar
milli fámennisstjórnar (og
þingflokks) — en þeir eru hinir
eiginlegu valdhafar flokksins
— og hins vegar hagsmuna- og
þrýstihópa. Eina von hans um
áhrif er, þegar svo mikill á-
greiningur verður innan valda-
stofnana flokksins eða milli
valdastofnana og þrýstihópa,
að ágreiningnum sé skotið til
fjöldasamkomu — og þó því
aðeins að hann eigi þar setu.
Ber að hafa í huga, að það er
einungis lítill hluti flokks-
manna. Þær breytingar, sem
gerðar hafa verið i þá átt að
dreifa valdi, eru þó svo litlar,
að ekki munar neinu, svo enn
verði séð.“
Við búum við þingbundið lýð-
ræði og vaxandi tæknimennt.
Félagshyggjan beinist öll i
framfaraátt. Undirokun heitir
nú streita. Flestir eygja mögu-
leika til upphafningar, a. m. k.
í formi neyzlunýjunga, en fé-
lagsleg samskipti manna á
meðal verða fátæklegri.
Sérhvert ytra form á sér inn-
vols. Form, hvort sem þau eru
félagslegs eða byggingarlegs
eðlis, eiga sér innbyrðis lög-
mál, vaxtar- og viðbyggingar-
möguleika.
Sum form eru sífelld endur-
tekning sjálfra sín. Þau eiga
sér vaxtarlögmál endurnýjunar
og breiðast út þegar náttúru-
aðstæður eru hagstæðar.
Lífvænlegt félag gæti verið
þannig uppbyggt að einstakl-
ingar svipaðs sinnis hópuðu
sig saman um tímabundin
verkefni. Sá sem vill starfa að
markmiði félagsins getur fund-
ið sér starfshóp við hæfi eða
myndað nýjan sjálfur. Félagi
yrði hver og einn sem starfar í
starfshóp. Þegar starfshópur
lýkur verkefni sínu, sameinast
einstaklingar hans öðrum
starfshópum eða finna sinum
hóp nýtt verkefni. Óvirkir fé-
lagar verða því engir. Ef verk-
efni hefðu stutta tímaáfanga,
gæti önnum kafinn félagi
hlaupið yfir starf og horfið
þannig úr félaginu um stund-
arsakir.
Tengiliður milli hópanna
yrði upplýsingamiðstöð, sem í
eðli sínu er þjónustufyrirtæki
en ekki stjórn. Þjónustan yrði
fólgin í minnisgeymslu og upp-
lýsingamiðlun. Þetta er sam-
göngukerfi starfshópanna, sem
auðveldar skoðanaskipti og
formun nýrra hópa er þeir eldri
hafa lokið hlutverki sínu. Mið-
stöðinni berast ákvarðanir
starfshópa, en hún leggur ekk-
ert gildismat á verkefnavalið
eða starfsaðferðir, svo lehgr
sem þær efnislega samrýmast
þeim tilgangi, sem varð kveikj-
an að félagsstofnuninni. Sé
einstaklingi ógeðfellt að vinna
að verkefni því, sem hópur
hans fæst við, getur hann kom-
izt til starfs með öðrum hóp,
þar sem verkefnið hentar bet-
ur kröftum hans og skoðunum.
Hóparnir myndu hafa tíða og
reglubundna fundi sín á milli,
þar sem félagar hvers starfs-
hóps skiptust á um að mæta
og skýra frá framgangi mála
hver í sinni sveit. Við umræð-
ur á þessum fundum myndi
skýrast hvaða málefni heyrðu
undir starfssvið þessa félags-
skapar, og hvar væri verið að
ganga inn á starfssvið annarra
félaga. Þarna myndi einnig
skapast hóptilfinning og hægt
að ræða um ágreining allan á
viðhorfum, hvort sem æskilegt
væri að samrýma skoðanir eða
nýta tækifærið til að sjá mál-
efni frá fleiri en einni hlið.
Þarna væri auðvelt að ná sam-
stöðu um fjöldaaðgerðir og
dreifa upplýsingum.
Þörf hvers félagsskapar er
markmið hans. Við þörfnumst
samkenndar með því afli, sem
mótar þjóðfélagið og stýrir því,
og viðurkenningar á mannleg-
um rétti okkar. Þetta markmið
er bæði félagslegs eðlis þar sem
þarf að umbylta vanastirðn-
uðum og röngum þjóðfélags-
skoðunum; einnig þurfum við
að ná réttarfarslegum eða lög-
bundnum rétti, en ólög eru
framin á okkur undir yfirskini
fáránlegra eiginleika sem okk-
ur eru tileinkaðir. Stefnuskrá
hvers félagsskapar er markviss
sundurliðun þess, hvernig hann
hyggst ná markmiði sínu. Okk-
ar markmið er afar margþætt
og snertir flesta þætti þjóðfé-
lagsrekstursins. Með hverjum
áfanga sem næst hlýtur sam-
félagið að breytast og stefnu-
skrá sem slík að vera í sífelldri
endurritun með tilliti til
breyttra aðstæðna. Umbóta-
hugmyndum mætti safna sam-
an hjá miðstöðinni, og þær
yrðu svo notaðar af starfshóp-
unum eftir þvi sem tilefni og
áhugi gæfu ástæðu til.
Hin eiginlega stefnuskrá rit-
aðist þannig aftur fyrir sig sem
starfssaga félagsskaparins. 4
13