Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 16
víða i skólakerfinu er gert ráð fyrir því, að hlutverk drengja sé allt annað en stúlkna. Vit- anlega er auðveldast að finna dæmi, þar sem námsskrá legg- ur önnur verkefni fyrir stúlkur en drengi, eða þar sem kennslutaækur gefa til kynna með texta og myndskreytingu, að þær séu samdar handa tvenns konar fólki, sem þurfi að ala upp með sitt hvorum hætti. Ég held, að þetta skýrist bezt með dæmum: Á bls. 58 í Gagni og gamni, 1. hefti, nýrri útgáfu, er eftirfarandi kafli: „Tumi fær net. Tóta, Tóta, sagði Tumi. Net, net, net. Hann afi gaf mér net, og ég má fara út á sjó. Er það satt, Tumi, er það satt, máttu fara út á sjó? Já, já, Tóta mín, það er satt. Afi sagði: Þú mátt það. Tóti sagði: Þú mátt það, og mamma sagði: Þú mátt fara, þú mátt fara á sjó með afa. Tumi fór með netið sitt. Tóti fór með sitt net, og afi fór með netið sitt. En Tóta fór inn til mömmu.“ Þennan sama kafla tekur Svava Jakobsdóttir upp í leik- rit sitt, Hvað er í blýhólknum? og ætlar með því að sýna þátt kennslubókanna í uppeldi söguhetju sinnar. í reikningsbók Elíasar Bjarnasonar, 1. hefti, Rvík. 1963, er þetta reikningsdæmi: „Bóndi hafði 3 kaupa- menn og 2 vinnukonur 8 vikna tíma um sláttinn. Hverjum karlmanni borgaði hann 1300 kr. á viku, en hvorri stúlku 1075 kr. á viku. Hve mikið kaup þurfti bónd- inn að borga öllu kaupa- fólkinu?" Hér kemur að vísu ekkert fram nema það, sem rétt er: karlmenn hafa í reynd hærra kaup en konur. En gegn þessu hefur lengi verið barizt. Barn, sem reiknar þetta dæmi, hugs- ar bara um margföldun og samlagningu, en um leið er hugsanlegt, að það síist inn að launamismunur milli karla og kvenna sé eðlilegur. Þessi dæmi úr kennslubókum eru valin af handahófi. Ef við tökum dæmi annars staðar frá, t. d. úr námsskrá, og flettum upp á handavinnu, kemur í ljós, að kaflinn um handa- vinnu stúlkna nær yfir 2 bls., en kaflinn um handavinnu drengja 6 bls. Og þegar nánar er skoðað, virðist handavinna drengja vera fjölbreyttari; langur listi er yfir verkfæri sem þeir eiga að hafa not af, og fjölmörg verkefni standa þeim til boða. Vinnustaður er smíða- stofa. En undir handavinnu stúlkna er tekið fram, að not- ast megi við venjulega skóla- stofu, þótt í stærri skólum þurfi að vera sérstök handavinnu- stofa. Verkfæraþörf virðist ein- hæf og verkefnaval fábreytt miðað við það, sem drengir eiga kost á. Samkvæmt þeirri skoðun Rauðsokka, að bæði kynin hafi sömu eiginleika til að læra hvaða starf sem er, stúlkur séu ekki einmitt fædd- ar með hæfileika og löngun til að sauma svuntu og drengir séu ekki sérstaklega skapaðir til að smiða úr tré eða föndra úr leðri, vilja þeir að skipt handavinnukennsla sé lögð niður. Bæði kyn lærðu nauð- synleg atriði í saum og viðgerð- um, einnig i smiðum og föndri. Það er nauðsynlegt fyrir karl- menn að geta fest á sig tölu og pressað buxur, eins og þaO getur komið sér vel fyrir konu að geta rekið nagla. Þessi skipting, sem nú er, miðast við þá hefðbundnu verkaskiptingu, sem tíðkaðist allt fram á þessa öld. Bóndinn þurfti að geta smíðað og gert við verkfæri, og húsmóðirin varð að sauma fatnað fjölskyldu sinnar. Einn starfshópur Rauðsokka stefnir að því að koma á breytingum á handavinnukennslu i íslenzk- um skólum. Rauðsokkar leggja mikla á- hérzlu á, að allir skólar lands- ins séu opnir báðum kynjum og ekkert nám sé sérstaklega ætl- að stúlku eða dreng. Þeir vilja láta breyta núverandi hús- mæðraskólum i heimilisskóla, ætlaða jafnt körlum sem kon- um. Öllum er minnisstætt kvennaskólafrumvarpið, sem lá fyrir alþingi í hitteðfyrra og mikil átök voru um. Það þarf ekki að taka fram, að það fólk, sem fylgir hugsjón- um Rauðsokkahreyfingarinn- ar, stóð gegn því, að Kvenna- skólinn fengi rétt til að út- skrifa stúdenta, nema því að- eins að piltum væri leyfður að- gangur að skólanum. Hér má kannski skjóta því inn, að e. t. v. hefur þetta mál þjappað áhugafólki um jafnrétti kynj- anna meira saman en flest annað. Umfangsmiklir undir- skriftalistar með og móti frum- varpinu gengu manna á milli, harðar umræður voru á alþingi og fjörugir fundir. Allt kom þetta af stað umræðum og skapaði grundvöll undir frekari aðgerðir. Öldin er önnur Áðan minntist ég á launa- mismun. Rauðsokkar leggja mikla áherzlu á, að allir ein- staklingar fái að stunda þau störf, sem þeir hafa áhuga á og hæfileika til. Segja má, að hingað til hafi fæstar konur haft val um lífsstarf sitt; þær hafa verið fæddar inn i eina og sömu stöðuna, húsmóðurstarf- ið. Áður fyrr, þegar engar vélar voru til þess að létta húsmóð- urstörfin, þvo þurfti alla þvotta i höndunum og jafnvel sækja vatnið langar leiðir, sauma allan klæðnað fjölskyld- unnar og vinna úr öllum mat heima, var þetta starf ærið nóg einum einstaklingi. En ekki er fjarri að ætla, að með allri þeirri tækni, sem nú hefur komið fram á sjónarsviðið, og verksmiðjuframleiðslu á mat- vælum og fötum, hafi viðhorf- in gjörbreytzt. Vissulega getur sköpunargleði einstaklings fengið útrás í að ge:a sín föt sjálfur og ráða þar með útliti þeirra. En um sparnað er ekki lengur að ræða, ef viö lítum á dæmið þannig, að kona beri meira úr býtum við að vinna eitthvert starf utan heimilis, þ. e. vafasamt er, að hún nái venjulegu tímakaupi með þvi að vinna slíka vinnu heima. Þarna á áhugi að ráða. Vegna þess telja Rauðsokkar grund- völl húsmóðurstarfsins nú vera allt annan en áður. Hitt sé annað mál, að börn þarfnist þess að vera með foreldrum sinum einhvern hluta dagsins, og meðan almennur vinnudag- ur er svo Iangur sem hann nú er, er e. t. v. æskilegt að hvaða einstaklingur sem er, bæði kona og karl, geti fengið starf hluta úr degi meðan börnin eru lítil. Jafnhliða gæzluheimilum fyrir börn útivinnandi foreldra þyrfti að skipuleggja heimilis- aðstoð, þar sem t. d. væri hægt að fá sérmenntað fólk til að sitja yfir veikum börnum. Margur hugsar nú sjálfsagt sem svo, að ekki myndu öll börn una því að fá ókunna manneskju til sín, þegar þau eru veik; flest hefðu þá ein- mitt sérstaklega mikla þörf fyrir mömmu. En þegar börn verða svo alvarlega veik að senda verður þau á sjúkrahús, þá er það ekki til umræðu að móðir þeirra sitji yfir þeim nema i heimsóknartímum, þótt þörfin fyrir hana sé mikil. Þar bætist við, að þau eru á ókunn- um stað. Fæðingarorlof karla Að sjálfsögðu verða allar konur, í hvaða starfi sem þær eru, að fá fæðingarorlof í a. m. k. þrjá mánuði, þegar þær ala börn. Atvinnurekendur verða að þola það venjulega tvisvar til fjórum sinnum á starfsævi hverrar konu. Mörgum Rauð- sokkum finnst, að feður ættu einnig að fá smáorlof til þess að annast móður og barn fyrstu dagana heima og til þess að kynnast nýfæddu barni sínu; telja það einmitt mjög mikilvægt fyrir föður að fá strax ábyrgðartilfinningu gagnvart barninu og finna, að það þarfnist hans engu síður en móður sinnar. Ef sérstakar aðstæður eru á heimili, þyrftu annað hvort faðir eða móðir í fastri stöðu að geta fengið leyfi í eitt til tvö ár vegna barna sinna ungra, en að þeim tíma liðnum að geta gengið inn í sitt starf, eins og ekkert hefði í skorizt. Bent er á, að það er alls ekki svo óalgengt, að fólk fái leyfi frá störfum um tíma, t. d. til þess að kynna sér nýjungar í starfi sínu erlendis eða til þess að vinna að ein- hverju sérstöku verkefni. Launamisrétti Ef við snúum okkur nú að atvinnulífinu sjálfu og litum á, hvernig konur og karlar skipt- ast á hin ýmsu störf, kemur í ljós, að það launajafnrétti, sem lögfest var árið 1968, er aðeins í orði, en ekki á borði. Kona og karl með sama starfsheiti hafa að vísu oftast sömu laun, en farið er i kringum þessi lög með því að láta konur hafa starfsheiti, sem fellur undir lægstu launaflokkana. Á skrif- stofum heita konur skrifstofu- stúlkur eða símastúlkur, en karlmenn fulltrúar eða deildar- stjórar. Algengt er, að kona, sem jafnvel hefur betri mennt- un til starfs en karlmaður við hliðina á henni, byrji með mun lægri laun en hann, þó svo að þau vinni svipuð störf. Konur hafa einnig minni möguleika til frama í starfi. Nú er það svo, að fjöldi starfa hefur orðið hrein kvennastörf, eins og t. d. fóstrustarf og hjúkrun, og barnakennsla er á hraðri leið i þá átt. Þetta eru Rauðsokkar ákaflega óánægðir með. Þeir telja, að börn hafi ekki gott af því að vera nær eingöngu í umsjá annars kyns- ins, eins og þau eru nú á dag- heimilum og leikskólum, og þegar skólaganga hefst tekur við þeim kennslukona. Þau fá þannig e. t. v. alla sína upp- fræðslu frá konu, frá því þau byrja að læra sem smábörn, þar til barnaskóla lýkur við 12 ára aldur. í framtíðinni mun skólatími að öllum líkindum lengjast, og áhrifa kennarans gætir þá enn meira. Fólk er stundum hrætt við, að drengir 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.