Samvinnan - 01.10.1971, Síða 17
sömu starfsfræðslu, og stúlkum
séu ætluð sömu störf og
drengjum. Þegar skipulögð er
einhvers konar unglingavinna,
er sjálfsagt að stúlkur og
drengir fái sömu verkefni, en
stúlkur t. d. ekki endilega sett-
ar í gróðursetningu. Það er frá-
leitt að ætla að drengir geti
ekki líka haft gaman af að hlúa
að gróðri.
Löggjöfin
Grundvöllur allrar mann-
réttindabaráttu hlýtur að vera
réttlát löggjöf og höfuðatriði
að bæta hana, ef eitthvað þykir
á skorta. Um það snerist t. d.
baráttan fyrir kosningarétti og
kjörgengi í eina tíð. Nýlega
kom út handbók í lögum, Lög-
fræðihandbókin eftir Gunnar
G. Schram. Þar er kafli um
hjúskaparmál, bæði endursagð-
ar lagagreinar og túlkanir. Þar
stendur í dálki um framfærslu-
skyldu m. a. eftirfarandi:
„Sérþarfir hennar (kon-
unnar), sem hún þarf fjár-
muni til að standa undir,
eru t. d. kaup á persónuleg-
um nauðsynjum, svo sem
fatnaði, snyrtivöium, og
öðru sliku, svo og fé til vasa-
peninga. Það sem konan
kaupir fyrir peningagreiðsl-
ur samkvæmt þessu ákvæði
verður eign hennar. Hér er
þó það skilyrði sett að frá
þessu má víkja, ef það hjón-
anna, sem í hlut á, oftast
eiginkonan, hefur reynzt ó-
fallið til þess að fara með
peninga. Er þar með sleginn
varnagli við óhæfilegri
eyðslusemi þess. Ef afgang-
ur verður af því fé, sem
konan hefur fengið hjá
manni sínum til sérþarfa
sinna, þá verður það eign
hennar, sem hún getur ráð-
stafað að vild sinni. Hið
sama mun gilda um afgang
þeirra peninga, sem konan
fær hjá manni sinum til
heimilishaldsins." (Leturbr.
mín.)
Og í kafla i sömu bók um
gildi fjármálaráðstafana hjóna
vegna heimilis og sérþarfa er
konan tekin sem dæmi, þegar
gera þarf ráð fyrir eyðslusemi,
t. d. í verzlunum eða veitinga-
húsum, og talað er um samn-
inga konunnar vegna sérþarfa
hennar, t. d. afborgunarsamn-
inga, sem hún gerir vegna
kaupa á fatnaði eða munum.
Af þessu og fleiri atriðum í
túlkun mætti draga þá ályktun,
að einhvers staðar hallaði á
konuna, annað hvort í lögun-
um sjálfum eða í dómum, sem
dæmdir eru eftir þeim (prax-
ísnum). Einn starfshópur inn-
verði það sem kallað er kven-
legir. Býður þá ekki svona upp-
eldi upp á það? Rauðsokkar
telja æskilegast fyrir börnin að
fóstrun og kennsla væru í
höndum bæði karla og kvenna,
en a. m. k. fóstrustarfið er svo
lágt launað, að enginn karl-
maður, sem á völ á öðru arð-
bærara, leggur slíkt starf fyrir
sig.
Starfsfræðsla
Starfsfræðsla hefur nú verið
tekin upp í mörgum skólum.
Til er kennslubók í þeirri grein,
Starfsfræði eftir Kristin
Björnsson og Stefán Ólaf Jóns-
son. Bókin kom út 1966, og
virðist mér hún að flestu leyti
vel gerð og vönduð. í þessari
bók er sérstakur kafli, sem
heitir „Stúlkurnar", og er þar
margt gagnlegt; til dæmis eru
þær varaðar við að treysta á
húsmóðurstarfið sem atvinnu-
veg, því að í fyrsta lagi giftist
ekki allar stúlkur, og í öðru lagi
hafi stúlkan enga tryggingu
fyrir ævilangri framfærslu þótt
hún giftist, t. d. vegna skilnað-
ar eða heilsubrests eða fráfalls
maka. Þó eru þar ráðleggingar
til stúlkna, sem Rauðsokkar eru
varla hrifnir af, eins og: At-
hugaðu þau störf, sem gera
kleift að vinna hluta af fuilu
starfi um skamman tíma, og
störf, sem hægt er að koma að
aftur, þótt hætt hafi verið við
þau í nokkur ár.
Stefna Rauðsokka er að
vinna að því, að unglingar af
báðum kynjum fái nákvæmlega
Svava Jakobsdóttir
Halldór Laxness
En ég vil vera ég sjálf samt.
an Rauðsokkahreyfingarinnar
hefur unnið að því að athuga
hjúskaparlöggjöfina og túlkun
hennar.
Hugarfarsbreyting
Hér hefur verið drepið á
nokkur stærstu málin, sem
Rauðsokkar hafa snúið sér að,
en þó er enn af nógu að taka.
T. d. má nefna tryggingamál og
skattalöggjöf, en þeim málum
eru gerð skil af öðrum hér í
blaðinu.
Að lokum vaknar spurning-
in: Hvað er hægt að gera?
Hvernig á að koma á breyting-
um?
Rauðsokkar gera sér grein
fyrir, að mörg ljón eru á vegin-
um, og engar likur til að mark-
inu verði náð, fyrr en eftir
langan tíma. Það er miklu erf-
iðara að koma af stað hugar-
farsbreytingu en að standa
frammi fyrir einhverjum sýni-
legum andstæðingi, svo sem
lagabókstaf eða þröngsýnni
reglugerð. Þess vegna verða
Rauðsokkar, ef þeir ætla að ná
árangri, að vinna fólkið á sitt
band smám saman. Taka verð-
ur fullt tillit til þess fólks, sem
ekki getur sjálft breytt um
lifnaðarhætti, hefur t. d. ekki
starfsmenntun og stendur því
höllum fæti á vinnumarkaðn-
um. Það er t. d. mjög líklegt,
að konum í sveitum finnist
boðskapur Rauðsokka fara fyr-
ir ofan garð og neðan hjá sér,
tal um barnaheimili eða jafna
menntun, á meðan þær koma
börnum sínum ekki einu sinni
reglulega í skóla. Annað er það,
að Rauðsokkar vilja bæta að-
stöðu kvenna í dreifbýlinu, því
að það væri siðferðilega rangt
að sýna aðeins fólkinu á möl-
inni áhuga. En þegar breyta
þarf t. d. námsskrá, reglugerð-
um, lögum o. s. frv., verða
reyndar venjulegar aðferðir. Þá
verður reynt að hafa áhrif á
alþingismenn, bæjarfulltrúa,
vinnuveitendur, fræðsluyfir-
völd og alla þá, sem stuðlað
geta að framgangi baráttumál-
anna. 4
17