Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 18
ViVborg Dagbjartsdóttir: í TVÖ ÞÚSUND ÁR höfurn við kropið i kirkjunni og grátið minningu krossfestra frumburða okkar Og hœlhaldararnir og harmkvœlasynirnir sem lærðu klœki mœðra sinna við öskustóna livað geta þeir keypt fyrir baunaskálarnar sínar? Landinu hefur þegar verið skipt upp og það látið til útarfa Nú er svo komið að enginn er sá staður á allri jörðinni er gœti orðið þeim hœli í útlegð Hvergi er eftir steinn að halla að höfði sínu Tilgangslaust er að ráða drauma i fangelsunum Er ekki kominn tími til þess að rísa upp og kasta af okkur skýlunum? Við erum hvort sem er allar snoðklipptar. Unnur S. Bragadóttir: FLUGSLYS í VORINU „Snertu mig ekki,“ sagði hann og breiddi út vonglaður vængina. Síðan sveif hann yfir þögnina, yfir hið eilífa myrkur múgsins, yfir nístandi hungrið, yfir helsærð mannabörnin, yfir í gullið, glóandi gullið. — Tíminn leið. — „Snertu mig ekki,“ sagði gullið. Hann breiddi út vængina og sveif sorgmæddur yfir þögninni. — „Flugslys," var sagt í fréttunum um vorið, flugslys í vorinu. — Þrítugur hafði ’ann hrapað í þögnina, þrítugur, kvæntur og tveggja barna faðir. Elín Hjaltadóftir og Jón Ásgeir Sigurðsson: Tveggja presta „rauösokka" Eftirfarandi línur eru ekki ætlaðar sem persónuleg árás á einn e5a neinn. Þær eru eingöngu ætlaðar sem gagnrýni á vissa tegund ritháttar sem höfundar telja óæskilegan. Tilefnið eru tvær greinar, sem báðar birtust í Morgunblaðinu, önnur eftir séra Benjamín Kristjánsson, og birtist hún 6. janúar 1971, en hin eftir séra Árelíus Níelsson, og birtist hún í föstum þætti hans ,,Við gluggann" 20. júní 1971. Inntak beggja greinanna er að miklu leyti hugleiðingar um hlutverk kvenna í íslenzku þjóðfélagi, en framsetningin er athugaverð að því leyti til, að báðir hinir frómu menn nota gervimanneskjur að nafni ,,rauðsokkur“ máli sínu til fulltingis. Fyrst munum við leitast við að draga upp í höfuðdráttum þá konu-ímynd, sem prestarnir tveir virðast mæla með í skrifum sínum. Síðan munum við sýna hvernig málfærsla þeirra einkennist af ýmsum atriðum, sem J.A.C. Brown í bók sinni Techniques of Persuasion (from propaganda to brain- washing), Penguin Books Ltd, Middlesex, England, 1965, segir vera meginatriði áróðurs. Gefum þá guðsmönnunum orðið: Heimurinn er þannig úr garði gerður, að mannfólkið skiptist í tvo hópa, þ. e. a. s. karla og konur. Þessir hópar hafa grundvallareðli hvor um sig, þ. e. a. s. „mannlegt eðli og kvenlegt eðli“. Einhvern veg- inn hefur sköpunarverkið æxlazt svo, að fólk, og þá sérstak- lega konur, hefur farið að skorast undan eðli sínu og tekið upp alls kyns ósiði. En hvert er þá hið mannlega og kvenlega eðli? Fyrst og fremst eru hjónabandsstofnunarhneigðin og afkvæmasköp- un sameiginlegir þættir í eðli hvors kyns um sig. Karlmað- urinn er fyrirvinna heimilis og fjölskyldu og sér að öðru leyti um flest sem viðkemur þjóðfélaginu utan heimilisins. Séra Árelíus leggur „eiginmanni" þessi orð í munn: „Ég reyni að sjá um mitt. Fæ henni oftast alla peninga, sem ég vinn mér inn, nema þá að ég geti stungið undan einhverjum aurum fyrir „auka-djobb“. Ég annast um þau öll og sé fyrir heimilinu. Þá finnst mér réttlátt að hún sjái um að allt sé í lagi heima og sé ekki síkvartandi og kveinandi, heimtandi og önug. Ekki þakkar hún, finnst allt sjálfsagt, og að hún skilji mín kjör, mitt erfiði, nei takk, ekki aldeilis. Við erum þó a. m. k. fullorðið fólk og ættum að hafa augu og eyru opin fyrir tilverunni“. Og séra Benjamín gefur séra Árelíusi ekkert eftir í lýsingum á nöldri, sem hinir stritandi eigin- menn verða að þola: „Mér kom í hug gamall bóndi norður í landi, sem átti jögunarsama konu. Hann var margmæddur á nöldri hennar, en óttaðist þó enn meir, ef sér yrði skap- fátt, þegar hún byrjaði á suði sínu. Mátti þá iðulega heyra karlinn stynja mæðulega og fara með þessa bæn í hljóði: „Guð minn góður styrki mig og gefi mér þolinmæði“.“ Konan á aftur á móti hlutverkum að gegna innan heimil- isins, þar eð hinar lífeðlislegu staðreyndir um meðgöngu og barnsburð gera hana fyrst og fremst að vinnukonu og upp- alanda. Séra Árelíus hefur á takteinum vitnisburð „einnar frúar“: „Aldrei fær maður hrósyrði fyrir neitt. Maður stritar og baslar í öllu því versta dag eftir dag við uppþvott og bleyjur, hreingerningar, gólfþvott og matargerð og „vinnur úti“ annan hvern dag — en aldrei er nóg, allt er talið sjálf- sagt og sízt af öllu þakkarvert. Svo á að taka við karlinum meira og minna drukknum tvo og þrjá daga í viku, ef hann þá lætur sjá sig. Og allt sem maður fær eru aðfinnslur, ónot og skammir. Nei, þetta legg ég ekki á mig lengur. Ég vil hafa frið. Lái mér hver sem vill“. Og um „barnungar og fallegar meyjar“ hefur séra Benjamín þetta að segja: „ég (hlaut) að dást að þeim í hjarta mínu og biðja guð þess af alhug, að gefa þeim fallegri og skemmtilegri börn til að annast í framtíðinni, enda er ég viss um það, heilagur Jósef, að þú munir sjá til að sú bæn verði heyrð, því að áreiðanlega verð- ur þessum stúlkum treystandi til að ala upp börn, þegar sá tími kemur..........Megi yndislegir óvitar mylkja brjóst þeirra og verma hjörtu þeirra, svo að þær geti gefið þeim eitthvað af sinni mildu fórnarlund, sem veröldina vanhagar svo mikið um nú“. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.