Samvinnan - 01.10.1971, Side 19

Samvinnan - 01.10.1971, Side 19
 Við sjáum af þessu að ýmislegt bjátar á í hinum eðlilegu hjónaböndum, en samt er augljóst að hlutverk mannlegs eðlis annars vegar og kvenlegs eðlis hins vegar eru afskipt og skýr. Báðir hafa prestar fundið lausnir á þessum hjóna- bandsgöllum, sem aðallega birtast í nöldri á báða bóga. Séra Árelíus telur að reyndar sé ekkert athugavert við hjóna- bandsfyrirkomulag hinna tveggja flytjenda sinna, en að- eins þurfi að sljákka í tilfinningalegum átökum með galdra- meðulum: hrósi og þökk. „Allir þrá að hljóta lof fyrir vel unnin störf, jafnvel þótt þeir viðurkenni það hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum. Það er andlegt lífslögmál. Vex hver við vel kveðin orð. Þar gildir einu hvort starfssviðið er í fjósi eða á ráðherratróni, í eldhúsi eða predikunarstóli“ (og) „Sambandið, tengslin þarna á milli heita þökk og hrós, ástúð og viðurkenning fyrir það, sem vel er gert“. Ekki er séra Benjamín eins viss um tilveru ástarinnar: „En hver talar nú um ást eða fórn? Það er rætt um kynþokka (sex appeal). Allir vilja þjóna girnd sinni, en fáir reiðubúnir að gefa og fórna. Það er spurt um líkama en ekki sálina, enda eru hugtök eins og ást og sál nú orðin að þjóðsögu, sem enginn hefur hugmynd um framar hvað merkti“. Áður hafði séra Benjamín gefið í skyn, hvað helzt þyrfti að einkenna sam- band karls og konu, þ. e. a. s. hjónabönd, með spurningunni: „Er nokkuð jafn yndislegt til á jörðu og kærleikurinn, sem stundum birtist í miskunn og fórnarlund konunnar?" Við vitum nú hvert hið mannlega og kvenlega eðli er, og hvernig leysa má úr flækjum, sem verða þegar fólk, sér- staklega konur, skorast undan eðli sínu og tekur upp ósiði. Konur ættu að tjá hrós og þökk og vera miskunnsamar og fórnfúsar. En áróðursmanni er ekki nægilegt að mœla meö sjónar- miðum sínum; honum vegnar betur ef hann getur um leið bent á virkilegan eða ímyndaðan óvin, sem sagður er starfa gegn slíkum sjónarmiðum. Tilgangurinn er í fyrsta lagi að veita árásarhvötum áheyrenda, áhorfenda eða safnaðar í hentugan farveg, og í öðru lagi að treysta á samheldni þeirra og samhygð. Báðir völdu prestarnir sér óvin, sem þeir nefna samheit- inu „rauðsokkur“. Við munum nú sýna fram á hvernig þessi ímyndaði óvinur er byggður upp af hinum frómu mönnum. Oft leitar áróðursmaðurinn eftir áhrifum með notkun ým- issa gífuryrða, sem ætlað er að vekja tilfinningalega andúð á óvininum. Bezt er að séra Benjamín gefi sjálfur dæmi: „ungi maðurinn vaknar og við honum blasir hin ferlega Gilitruttarásýnd rauðsokkunnar..........þessar hryllilegu tröllskessur nútímans, sem gráar fyrir járnum sérþóttans leggja stund á það framar öllu að þurrka af sér kvenlegan þokka og verða sem líkastar leiðinlegum karlmönnum". Áróðursmenn höfða einnig oft til „viðurkennds sannleika“ máli sínu til stuðnings, og séra Benjamín vitnar beint í vilja skaparans: „Þeim (rauðsokkum) þykir skömm að því hlut- verki, sem skaparinn hefur útvalið þær til, að vera mæður og hafa þannig aðstöðu til að verða áhrifamestu uppalend- ur kynslóðanna landi sínu og þjóð til blessunar. Þær eru að því leyti verri en sauðkindur, að þær nenna ekki að sjá um afkvæmi sín, en vilja gutla í öðrum ábyrgðarminni störfum, sem þær af skilningsleysi halda að séu merkilegri“. Við gerumst nú forvitin um þessi störf, sem „rauðsokkur“ „vilja gutla í“, og rekumst á enn eitt atriði áróðurslistar- innar, sem sé að nota sem allra fæstar röksemdir til stuðn- Konur úr Rauðsokkahreyjingunni með spjöld jyrir utan Laugardalshöllina þegar þar jór jrani „jegurðarsamkeppm' i jyrra. En hvernig get ég haldið áfram að laera, ef ég verð ólétt? ings kenningum, en því fleiri einhæfar fullyrðingar. Það er séra Árelíus sem skýrir okkur nánar frá gutlinu og styðst þar við ýmislegar fullyrðingar: „Og nú er nýjasta nýtt hjá vansælum konum, sem kalla sig rauðsokkur (........), að leita inn á svið stjórnmálanna til að finna þar það, sem við- töl sálfræðinga og pillur lækna hafa ekki megnað að veita. En varla verða þær fundvísari á þeim akri. Stjórnmálavafst- ur veitir varla mikla hamingju þeim, sem þrá innst inni ástúð og þökk, hrós og viðurkenningu. En í þessum orðum felur sönn speki efnið í þeim andlegum lyfjum, sem þessar vansælu sálir vantar, þeim lífefnum, sem samfélagið má ekki án vera hversu auðugt sem það er af aurum og lífs- þægindum“. Af þessari ívitnun sjáum við hve hættulega nálægt enn einu atriði áróðursins séra Árelíus kemst, þ. e. a. s. lyginni. Á hann við að allar konur sem nefna sig „rauð- sokkur“ séu vansælar? Hafa þær allar átt viðtöl við sál- fræðinga og fengið pillur hjá læknum til að losna við slíka vansælu? Eru afskipti kvenna af stjórnmálum tízkufyrir- brigði, svokallað nýjasta nýtt — fylgir hugur þar alls ekki máli? Hver sem svörin verða, þá er óvinurinn orðinn all- vondur. En við verðum líka að minnast þess, að í raun og veru eru þessir tveir karlar alls ekki að tala um lifandi manneskjur, þ. e. a. s. það fólk sem starfar saman undir samheitinu Rauðsokkar. Þeir eru í greinum sínum að byggja upp ímynd- aðar verur, sem þjóna hlutverki óvinarins í áróðursheildinni, en það vill svo til að báðir völdu óvininum nafnið „rauðsokk- ur“. Þessvegna er ekki hægt að tala um að nokkru sé til logið; þetta er jú skáldskapur, og þar eð skáldskap er ekki ætlað að samsvara staðreyndum, getum við ekki ásakað neinn um lygar. Aftur á móti getum við bent á aðferðirnar sem guðsmenn- irnir nota til að gera skáldskap sinn sannsögulegan, og við höfum gert það hér að ofan með því að benda á hin ýmsu atriði í myndun óvinarins. Við ljúkum nú þessari útlistun á „rauðsokkum“-samkvæmt-prestum með því að vara við hættunni sem slíkt áróðurs-gönuhlaup getur leitt af sér. Það er málflutningur séra Benjamíns, sem gengur of langt, þegar hann setur dramatískan enda á frásögn sína af ,,rauðsokkum“, en hann kemur þar inn á svið raunverunnar og fjallar um „pilluna": „Nú reyna þær með pillum og alls konar tilfæringum að hliðra sér hjá því að líf megi kvikna af þeirra lífi. Aldrei munu slíkar konur verða ambáttir drottins og aldrei mun kraftur hins hæsta umskyggja þær, enda fæðast nú ekki framar Maríusynir á jörðu, heldur strákar, sem pína aura út úr öðrum smástrákum með opnum hnífum og ofbeldi. Aldrei verða þær „dularfulla blómið“ í draumi nokkurs manns því mennirnir munu af hreinni eðlisávísun taka til fótanna, forða sér eins og Jón Loppufóstri gerði forðum, hváð mikla kynlífsspeki, sem þær orga í eyru þeirra. En þær munu öðlast það, sem þær biðja um: Óbyrjur skulu þær verða, tómlegt skal verða í kringum þær, þegar á ævina líður, og bölvun einmanaleikans mun nísta sál þeirra, af því að þær lærðu aldrei hvað það þýddi að elska.“ ♦ 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.