Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 20
Helga Sigurjónsdóttir: Lagafrumvörp Þingmenn okkar voru óvenju ötulir undir lok siðasta þings og sendu frá sér hvert laga- frumvarpið á fætur öðru. Sum hlutu afgreiðslu og voru sam- þykkt sem lög frá Alþingi, en önnur bíða og verða væntan- lega tekin upp til umræðna nú i haust á næsta þingi. í stjórnarskrá íslands er kveðið á um jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins. Þrátt fyrir það virðist vera þörf á sér- ákvæðum um konur i lögum og reglugerðum. Það sýnir ljós- lega, að jafnrétti kynjanna er ekki fyrir hendi í reynd. Einn starfshópur Rauðsokka valdi sér það verkefni síðast- liðið vor að kynna sér þau lagafrumvörp, sem þá lágu fyr- ir Alþingi og mismunuðu kon- um og körlum á einn eða ann- an hátt. Þessi frumvörp voru: Frumvarp til laga um al- mannatryggingar, um breyt- ingar á lögum frá 1985 um tekju- og eignaskatt, um stofn- un og slit hjúskapar, um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins og um mannanöfn. Tvö þessara frumvarpa eru orðin að lögum: Lög um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt og Lög um almannatryggingar, en þau taka þó ekki gildi fyrr en 1. jan. 1972. Ég mun nú gera grein fyrir þeim athugasemdum, sem starfshópurinn gerði við áður- nefnd lög og lagafrumvörp út frá jafnréttissjónarmiði ein- göngu. Auðvitað er margt ann- að við þau að athuga, en slíkt er utan verksviðs Rauðsokka að svo stöddu. Það, sem sagt verð- ur um frumvarpið um stofnun og slit hjúskapar, er þó byggt á athugunum annars starfs- hóps, sem áður hafði kynnt sér hjúskaparlöggjöfina. Lög um almannatryggingar Greinin um barnalífeyri hefst svona: „Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 17 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða faðirinn er örorku- lífeyrisþegi." Hér er um að ræða tvennar breytingar frá fyrri lögum. Áður var lífeyrir greiddur með börnum til 16 ára aldurs í stað 17 ára, og nú er greiddur lífeyrir með börnum látinnar móður, en svo var ekki áður nema í einstaka tilfellum. Þá þurfti faðirinn að sækja um það sérstaklega og færa jafn- framt sönnur á, að hann hefði orðið fyrir fjárhagstjóni við lát eiginkonu sinnar. Þessar breyt- ingar eru að vísu til bóta, en þær ganga of skammt. Sé móð- irin öryrki, þykir ekki ástæða til að greiða lífeyri með börn- um hennar. Þó segir síðar í áð- urnefndri grein: „Tryggingar- ráð getur ákveðið að greiða barnalífeyri með barni hjóna, sem verða fyrir verulegum tekjumissi eða útgjaldaaukn- ingu vegna örorku eiginkonu." Þetta er hliðstætt því ákvæði, sem ég nefndi áður varðandi látna móður, og er furðulegt að þessu skuli ekki hafa verið breytt, fyrst verið var að gera einhverjar breytingar á annað borð. Þá er fjallað um mæðralaun, ekkjubætur og ekkjulífeyri. Þar segir svo: „Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðr- um og fráskildum konum, sem hafa börn sín undir 16 ára aldri á framfæri sínu og eiga lög- heimili hér á landi. Árleg mæðralaun skulu vera sem hér segir: Með einu barni kr. 6192.00, með tveimur börnum kr. 33600.00, með þremur börnum kr. 67200.00.“ Ákvæðið um ekkjubætur er svona: „Hver sú kona, sem lögheimili á hér á landi og verður ekkja innan 67 ára aldurs, á rétt á bótum í 6 mánuði eftir lát eiginmanns síns, kr. 7368.00 mánaðarlega. Ef ekkja hefur barn yngra en 16 ára á framfæri sínu, á hún enn fremur rétt á bótum í 12 mánuði í viðbót, kr. 5525.00 mánaðarlega." Þegar þessar bætur falla niður, tekur við ekkjulífeyrir, en rétt á honum eiga aðeins þær konur, sem orðnar eru 50 ára við lát mannsins. Sennilega eru þær álitnar of gamlar til þess að geta náð sér í nýjan eiginmann og þar með „fyrirvinnu“. Engar hliðstæðar bætur eru ætlaðar karlmönnum. Þeir fá ekki feðralaun, séu þeir frá- skildir með börn sín á framfæri sínu. Ekki fá þeir heldur ekkils- bætur, ef konan deyr, hvað þá heldur ekkilslífeyri. Hver er ástæðan fyrir þessari mismun- un kynjanna? Hún er vanmat og lítilsvirðing á konum og þeim störfum, sem þær vinna. Gildir þá einu hvort konur vinna á heimilunum eingöngu eða utan þeirra. Það er ekki lit- ið á gifta konu sem fyrirvinnu og framfæranda heimilisins. Framfærslan er álitin hvíla á karlmanninum einum. Þó segir svo i hjúskaparlögunum um réttindi og skyldur hjóna: „Hjónunum er skylt að hjálp- ast að þvi að framfæra fjöl- skylduna með fjárframlögum, vinnu á heimilinu og á annan hátt eftir getu þeirra og að- stæðum.“ Samkvæmt þessu er gift kona framfærandi heimil- isins til jafns við manninn, jafnvel þó að vinna hennar sé innt af hendi eingöngu á heim- ilinu. Höfundar almannatrygg- ingalaga virðast hins vegar ekki geta fallizt á þetta laga- ákvæði. Landslög og trygginga- lög stangast því greinilega á í þessu tilviki, og þess vegna má konan falla frá bótalaust. Það sama er uppi á teningn- um, þegar kemur að slysa- og sjúkradagpeningum. Þeir eru lægri fyrir giftar konur en fyr- ir gifta karla. Kona, sem slas- ast við heimilisstörf á heimili sínu, er heldur ekki slysatryggð eins og annað vinnandi fólk. Þó má sækja um það sérstak- lega, og verður þá að greiða sérstakt iðgjald af þeirri trygg- ingu. Aftur á móti getur eigin- maðurinn keypt sér heimilis- tryggingu hjá einhverju trygg- ingarfélaganna, og er þá konan tryggð með eins og búshlutir og annað innbú heimilisins. Ein- hvern veginn verður allt lofið um „Fósturlandsins Freyju“ hálf litlaust í ljósi þessara stað- reynda. Til þess að undirstrika svo enn betur lítilfjörlega stöðu kvenna í þjóðfélaginu greiða þær allt að fjórðungi lægra ið- gjald til almannatrygginga en karlar, og hjón aðeins einum tíunda hluta hærra iðgjald en einhleypur karlmaður. Þetta er augsýnilega viður- kenning ráðamanna á þeirri staðreynd, að konur eru tekju- lítil lágstétt hér á landi, og þess vegna þurfi að hygla þeim á þennan hátt. Stórmannlegra væri og hagkvæmara fyrir heildina að rétta hlut kvenna í launamálum og skapa þeim sömu aðstöðu til náms og vinnu og karlmenn hafa. Þá fyrst yrði jafnrétti kynjanna annað og meira en orðin tóm. Lög um breytingar á lögum frá 1965 um tekju- og eignaskatt Breytingartillagan, sem fram kom í frumvarpinu, varðandi skattlagningu hjóna, var þess efnis, að í stað 50% frádráttar til skatts af launum eiginkonu, skyldi þessi frádráttur aldrei nema meira en hálfum pers- ónufrádrætti hjóna, kr. 94100.00, og hámarks frádrátt- ur vegna vinnu eiginkonu við sameiginlegt fyrirtæki hjón- anna yrði fjórðungur af pers- ónufrádrætti hjóna, kr. 47050.00. (Var áður kr. 15000.00). Þessi tillaga náði ekki fram að ganga nema að því er tekur til vinnu eiginkonu við fjölskyldufyrirtæki. Fyrri lög um skattlagningu hjóna eru því að öðru leyti enn í gildi. Gift kona er þannig í rauninni ekki skattgreiðandi, og það af tekjum hennar, sem skattur er greiddur af, telst sem viðbót við tekjur eiginmannsins. Það er ófrávíkj anleg stefna Rauð- sokka, að á öllum sviðum þjóð- félagsins beri að líta á konur sem fullkomlega sjálfstæða 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.